Arnarfjörður

samtal um framtíðina

Frétt af vef Vesturbyggðar

Íbúafundur á Bíldudal – samtal um framtíðina

Miðvikudagskvöldið, 2. apríl er boðið til opins íbúafundar á Bíldudal í tengslum við verkefnið „Bíldudalur – samtal um framtíðina“.

Á fundinum verður farið yfir helstu skilaboð íbúaþings sem haldið var í lok september og sagt frá hvernig þeim verður fylgt eftir.  Verkefnisstjórnin, sem í sitja fulltrúar Vesturbyggðar, Fjórðungssambands Vestfirðinga, AtVest og íbúa, auk fulltrúa Byggðastofnunar, mun starfa í eitt ár og taka nokkur mál upp á sína arma eða beina inn í sínar stofnanir.  Verkefnisstjórnin hefur einnig fundað með þingmönnum Norðvesturkjördæmis og þannig komið málefnum Bíldudals á framfæri.  Yfir allt þetta verður farið á íbúafundinum. 

Í lok þingsins skrifuðu íbúar nöfn sín á þá málaflokka sem þeir vildu vinna að áfram.  Á fundinum verður spurt frétta, hvort fólk hefur hist og hvað er títt.  Þessi þáttur er ekki síður mikilvægur en allt það sem verkefnisstjórn og stofnanir geta gert.

Bíldudalur er einn af fjórum stöðum þar sem Byggðastofnun stendur fyrir verkefnum undir yfirskriftinni „Brothættar byggðir“ og kjarni þeirra er sá að virkja frumkvæði íbúa til að móta sitt samfélag.  

Fundurinn verður haldinn í Baldurshaga og hefst kl. 20. 

Vesturbyggð býður upp á kaffi og hóflegt meðlæti. 

 

Arnarlax, fyrsta eldiskví

FRÁ  ARNARLAXI.

 FYRSTA ELDISKVÍN TILBÚIN TIL SJÓSETNINGAR

 

Fyrsta_eldiskví.jpg

Að undanförnu hefur verið unnið að samsetningu á fyrstu eldiskvínni fyrir Arnarlax og er hún nú tilbúin til sjósetningar.  Stefnt er að því að hún verði sjósett í næstu viku.  Nánar verður sagt frá þessu þegar sjósetningin fer fram.  Búast má við að umsvif fari nú að aukast hjá  Arnarlax, þegar lokið er lögbundnu auglýsingaferli vegna iðnaðarsvæðisins utan Jaðars. Vænta má að deiliskipulagi ljúki fljótlega, svo hægt verði að hefja byggingaframkvæmdir.

SkötuveislaN 2014

Tilkynning sett inn á liðinn VIÐBURÐIR
Skötuveisla Arnfirðingafélagsins
Verður 20. desember 2014,
í Haukahúsinu Ásvöllum, Hafnarfirði

Sólaekaffið

Tilkynning sett inn á efnisliðinn VIÐBURÐIR
Sólarkaffi Arnfirðingafélagsins
 verður haldið sunnudaginn 1. mars 2015,
í Haukahúsinu Ásvöllum, Hafnarfirði

Nýtingaráætlun Arnarfjarðar

Nýtingaráætlun Arnarfjarðar

Á vef Vesturbyggðar er að finna gögn um nýtingaráætlun Arnarfjarðar.  Er þar um að ræða skýrslu og tvær teikningar af firðinum með tilheyrandi merkingum. Set link á þessi gögn á vef Vesturbyggðar hér inn, ef einhverjir hafa áhuga á að kynna sér þessi mál. Linkuninn er:

http://www.vesturbyggd.is/stjornsysla/utgefid_efni/flokkur/174/

 

Fiskeldi og sjálfbærar sjávarbyggðir

Fiskeldi og sjálfbærar sjávarbyggðir

Grein eftir Kristján B. Matthíasson, sem birtist í Morgunblaðinu föstudaginn 21. mars 2014

Síðustu 40 ár hafa norsk fiskeldisfyrirtæki ekki aðeins framleitt lax, þau hafa líka skapað 
Lovund eins og aðrar sjávarbyggðir á norsku ströndinni hafði um langan aldur lifað af sjávarútvegi. En það fórsamfélög. Frumkvöðlum í þessum stórkostlega iðnaði tókst að snúa neikvæðri þróun í jákvæðni og uppbyggingu. Meðfram allri norsku ströndinni eru litlir staðir sem blómstra í dag af því að hugrakkt fólk þorði að fórna aleigunni fyrir heimabyggðina og þennan fisk sem nú er mikil eftirspurn eftir um allan heim. Árangurinn af því að menn tóku þessa áhættu er hægt að sjá í dag í sjávarbyggðum eins og t.d. Lovund, Frøya, Kvarøy, Arnøy, Herøy, Firda og svo framvegis.

Lovund eins og aðrar sjávarbyggðir á norsku ströndinni hafði um langan aldur lifað af sjávarútvegi. En það fór að halla undan fæti upp úr miðri síðustu öld og það þurfti að takast á við miklar samfélagsbreytingar. Afleiðingin var almennur flótti ungs fólks úr sjávarbyggðunum. Ekki ósvipað og gerst hefur t.d. á Vestfjörðum á Íslandi.

Um 1980 snerist hin neikvæða þróun á Lovund við. Nokkrir heimamenn reyndu fyrir sér við nýja starfsgrein, laxeldi í sjó. Síðan ævintýrið á Lovund byrjaði hefur íbúafjöldinn tvöfaldast og þar er nú lægstur meðalaldur í Noregi, aðeins 28 ár. Sem dæmi um þróunina má nefna að einn nemandi útskrifaðist úr 10. bekk vorið 2012, en þegar nýtt skólaár hófst í ágúst byrjuðu 27 börn í 1. bekk.

Á eyjunni Lovund, sem aðeins er 4,5 km² voru framleidd 45 þúsund tonn af laxi árið 2012 fyrir u.þ.b. 2 milljarða NOK eða 37,6 milljarða ISK. Þetta eru 4,3 milljóna NOK eða 81 milljónar ISK framleiðsluverðmæti á íbúa. Á Lovund er velmegun, húsum er vel viðhaldið, nýir bílar og smábátahöfninni svipar til Aker-bryggju í Osló. Atvinnuleysi þekkist ekki.

En hvernig skapar laxeldi sjáfbærar sjávarbyggðir? Svarið er einfalt, laxeldi býr til störf sem aftur skapa verðmæti fyrir nærsamfélagið. Laxeldi fer ekki fram í borgum, það er á landsbyggðinni þar sem þörfin fyrir verðmætasköpun og störf er mest. Atvinnu- og verðmætasköpunina í laxeldi má líkja við borgarísjaka sem aðeins lítill hluti sést af. Sýnilegi hlutinn er seiðaframleiðsla, matfiskeldi, flutningar og slátrun. Í þeim hluta sem ekki er eins áberandi eru flest störfin en það er þjónustan við atvinnugreinina. Þar má nefna rannsóknir á heilsu laxfiska, vöktun, upplýsingaöflun og leyfisveitingar o.s.frv. Rannsóknir sýna að atvinnugreinin vill hafa þjónustuna á sínu svæði. Sem dæmi má nefna að laxaiðnaðurinn í Troms-fylki keypti vörur og þjónustu fyrir u.þ.b 56 milljarða ISK árið 2012, þar af 47 milljarða í Norður-Noregi.

Getur þetta gerst á Íslandi? Það er engin ástæða til að halda að ekki megi takast að byggja upp sjálfbærar sjávarbyggðir á Íslandi sem byggjast á laxeldinu. Með nútíma tækni og búnaði vitum við að laxeldi á Íslandi er líffræðilega mögulegt. Hitinn í hafinu hefur vaxið á síðustu árum og eldistæknin gerir eldi mögulegt á stöðum þar sem veðurskilyrði eru erfið.

Saga Bíldudals er ekki ósvipuð því sem gerðist á Lovund áður en laxeldið kom til. Um 1990 bjuggu um 450 manns í þorpinu og allt byggðist á fiskveiðum og vinnslu. Síðan hafa fiskveiðar smátt og smátt lagst af og frystihúsinu var loks lokað. Unga fólkið flutti burt og í höfn eru bátar, sem áður drógu björg í bú, en grotna nú niður. En það er hægt að snúa þessari þróun við. Það er hægt að byggja upp sjálfbært samfélag á nýjan leik á Bíldudal, svipað og heimamönnum tókst að gera á Lovund. Þess vegna höfum við gert nákvæmlega það sama og menn gerðu þar um 1980. Við leggjum allt undir til að hefja eldi á þessu frábæra hráefni sem laxinn er.

Í sumar flytjum við, ég og fjölskylda mín frá Noregi til Bíldudals til að fylgja þróuninni eftir en það er ekki raunhæft að gera það úr fjarlægð. Sama munu aðrir lykilstarfsmenn Arnarlax gera. Samtals flytja því um 30 manns til Bíldudals í sumar. En þetta er bara byrjunin og við erum ekki einir. Um alla Vestfirði og Austfirði eru eldisfyrirtæki sem eru tilbúin að takast á við og leika sitt hlutverk í þeirri þróun sem hafin er og skapað getur bjarta framtíð í sjálfbærum vestfirskum sjávarbyggðum.

 

 

Laxeldi og sjáfbærni sjávarbyggða

bb.is | 24.03.2014 | 07:42Laxeldi stuðlar að sjálfbærum sjávarbyggðum

Bíldudalur.
Bíldudalur.

Fiskeldi getur stuðlað að viðsnúningi á landsbyggðinni segir Kristian B. Matthíasson, stjórnarformaður Arnarlax ehf. á Bíldudal, í grein í Morgunblaðinu á föstudag. Hann bendir á að byggðarlög í Noregi hafi árið 1980 staðið frammi fyrir sambærilegum vanda og herjar á margar íslenskar sjávarbyggðir. Einhæft atvinnulíf sem eingöngu byggir á veiðum og vinnslu. Sem dæmi nefnir hann Lovund í Hálogalandi í Nordlandfylki: 
„Lovund eins og aðrar sjávarbyggðir á norsku ströndinni hafði um langan aldur lifað af sjávarútvegi. En það fór að halla undan fæti upp úr miðri síðustu öld og það þurfti að takast á við miklar samfélagsbreytingar. Afleiðingin var almennur flótti ungs fólks úr sjávarbyggðunum. Ekki ósvipað og gerst hefur t.d. á Vestfjörðum á Íslandi. Um 1980 snerist hin neikvæða þróun á Lovund við. Nokkrir heimamenn reyndu fyrir sér við nýja starfsgrein, laxeldi í sjó. Síðan ævintýrið á Lovund byrjaði hefur íbúafjöldinn tvöfaldast og þar er nú lægstur meðalaldur í Noregi, aðeins 28 ár. Sem dæmi um þróunina má nefna að einn nemandi útskrifaðist úr 10. bekk vorið 2012, en þegar nýtt skólaár hófst í ágúst byrjuðu 27 börn í 1. bekk.“ 

Framleiðslan í Lovund er gríðarleg, 45.000 tonn af laxi árið 2012 að verðmæti 37,6 milljarða íslenskra króna. En hvernig skapar laxeldi sjálfbærar sjávarbyggðir, spyr Kristian. „Svarið er einfalt. Laxeldi fer ekki fram í borgum, það er á landsbyggðinni þar sem þörfin fyrir verðmætasköpun og störf er mest. Atvinnu- og verðmætasköpunina í laxeldi má líkja við borgarísjaka sem aðeins lítill hluti sést af. Sýnilegi hlutinn er seiðaframleiðsla, matfiskeldi, flutningar og slátrun. Í þeim hluta sem ekki er eins áberandi eru flest störfin en það er þjónustan við atvinnugreinina. Þar má nefna rannsóknir á heilsu laxfiska, vöktun, upplýsingaöflun og leyfisveitingar o.s.frv. Rannsóknir sýna að atvinnugreinin vill hafa þjónustuna á sínu svæði. Sem dæmi má nefna að laxaiðnaðurinn í Troms-fylki keypti vörur og þjónustu fyrir u.þ.b 56 milljarða ISK árið 2012, þar af 47 milljarða í Norður-Noregi.“ 

Kristian segir segir enga ástæðu til að halda að uppbygging laxeldis ætti ekki að takast á Íslandi. Þekking á eldi hefur aukist og tæknibúnaður allur betri en áður og sjávarhiti hækkað. Hann segir sögu Bíldudals ekki ósvipaða sögu Lovund. „Það er hægt að byggja upp sjálfbært samfélag á nýjan leik á Bíldudal, svipað og heimamönnum tókst að gera á Lovund. Þess vegna höfum við gert nákvæmlega það sama og menn gerðu þar um 1980. Við leggjum allt undir til að hefja eldi á þessu frábæra hráefni sem laxinn er. Í sumar flytjum við, ég og fjölskylda mín frá Noregi til Bíldudals til að fylgja þróuninni eftir en það er ekki raunhæft að gera það úr fjarlægð. Sama munu aðrir lykilstarfsmenn Arnarlax gera. Samtals flytja því um 30 manns til Bíldudals í sumar. En þetta er bara byrjunin og við erum ekki einir. Um alla Vestfirði og Austfirði eru eldisfyrirtæki sem eru tilbúin að takast á við og leika sitt hlutverk í þeirri þróun sem hafin er og skapað getur bjarta framtíð í sjálfbærum vestfirskum sjávarbyggðum.“ 
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.