Arnarfjörður

Tíminn 1948 Viðtal við Jón hreppstjóra

Tíminn 1948 Viðtal við Jón G. Jónsson, hreppstjóra

 JGJ hreppstjori.pdf

 

 

Snjómokstur á Hrafnseyrarheiði

 

bb.is | 10.04.2014 | 14:03

Gríðarháir skaflar á Hrafnseyrarheiði

Frá Hrafnseyrarheiði. Stilla úr frétt Rúv.

Frá Hrafnseyrarheiði. Stilla úr frétt Rúv.

Ríflega fjóra daga tekur að moka í gegnum skafla á Hrafnseyrarheiði sem hefur verið ófær síðan í desember líkt og Dynjandisheiði. Mokstur stendur enn yfir en áætlað er að leiðin verði orðin fær eftir helgi. Við það styttist vegalengdin milli Bíldudals og Þingeyrar um 420 kílómetra. Í viðtali við Rúv í gær sagði Gunnar Gísli Sigurðsson vélamaður hjá Vegagerðinni skaflana hafa verið ansi háa á Hrafnseyrarheiðinni. „Ég hef nú séð hann stærri. Hann var stærri hérna 1995,“ sagði hann en hann hefur rutt heiðina á hverju ári síðustu fjóra áratugina og veit því hvað hann syngur. 

 

 

Vesturbyggð 10.04.2014

Fréttir frá Vesturbyggð

Bæjarráðsfundur 10. apríl 2014

10. dagskrármál

1404009 -  Skipulagsstofnun aukin framleiðsla Arnarlax beiðni um umsögn

Lögð fram beiðni um umsögn frá Skipulagsstofnun vegna umsóknar Arnarlax ehf um aukna framleiðslu fyrirtækisins á laxi í sjókvíum í Arnarfirði um 7.000 tonn. Samkvæmt upplýsingum frá Arnarlax ehf er fyrirtækið að láta vinna umhverfismat fyrir starfsemi sína í Arnarfirði. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina en bendir á nýútkomna og samþykkta nýtingaráætlun.

 

 

Viðtal frá 1970 við Jón hreppsstjóra

Viðtal við Jón hreppstjóra

Viðtalið við Jón G. Jónsson, fyrrverandi hreppsstjóra á Bíldudal, sem er að baki linknum hér að neðan, er af vefnum ISMUS.IS   Viðtalið er dagsett 13. mars 1970. Viðtalið er í 16 stuttum einingum sem hægt er að láta þær spilast allar í einu með því að klikka í glugga fyrir neðan rammann sem kveikir á spilaranum, en við þennan litla glugga stendur skrifað -  Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

 http://www.ismus.is/i/tape/id-16280

Baldur, páskavíka 2014

Flóabáturinn BALDUR

Áætlun páskavikuna 2014

 

 

 

 

Legustaður kvíanna

Legustaður eldiskvía undirbúinn

Samkvæmt fréttum frá Arnarlaxi, var unnið á fullu sunnudaginn 6. apríl við að koma fyrir legufærum fyrir fyrstu eldiskvíar fyrirtækisins. Vinnan gekk vel og veðrið lék við glaðbeitta athafnamenn.

 

   

Erlendu sérfræðingunum, frá framleiðanda kvíanna, sem aðstoða við frágang legufæranna, fannst dálítið frumstætt að vera með svona lítinn bát. Voru vanir því að vera á svo stórum bát að flotin kæmust vel fyrir  á dekki bátsins.  En við íslendingar erum hins vegar vanir að bjarga okkur með þær græjur sem við höfum, svo flotin voru bara látin fljóta með síðunum, og gekk bara vel.

 

    

Eins og myndirnar bera með sér gekk vel að koma legufærunum fyrir. svo væntanlega verður ekki langt að biða þar til eldiskvíarnar sjálfar verði dregnar þarna á svæðið.

Í hádegisfréttum RÚV í gær (sunnudag) var viðtal við Víking, framkvæmdastjóra.  Var mjög gott hljóð í honum og bjartsýni ríkjandi.  Sagði hann gott samstarf milli þeirra 4 eldisfyrirtækja sem væru á svæðinu, og sést gott dæmi um það þar sem báturinn sem flytur legufærin á svæðið er frá Dýrfiski.  Því fylgir notaleg tilfinning að sjá menn vinna svona saman. 

Í viðtalinu við RÚV sagði Víkingur að Arnarlax mundi fara rólega af stað. Kvíarnar yrðu væntanlega tilbúnar fyrir páska, til að taka við fyrstu kynslóð eldisfisks, sem þeir taki á móti í maí. Sagðist hann gera ráð fyrir að fyrsta eldiskynslóð yrði í kringum 2.000 tonn en síðan yrðir aukið við hægt og rólega.  Fullvinnsla reiknaði hann með að yrði komin í gang á árinu 2016 í nýju verksmiðjunni.