Arnarfjörður

Vatnsveita Bíldudal 13.05.2014

Af  vef  Vesturbyggðar

Vatnsveita Bíldudal

Þriðjudagur 13.maí verður unnið við stofnæð vatnsveitunnar kl. 08.00 vegna tengingar.  Tengingin ætti ekki að taka langan tíma en vatnslaust verður á meðan.

Nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 861-7742.

Hlynur Aðalsteinsson

Þjónustufulltrúi Vesturbyggðar,
Bíldudal.

Fjalla-Eyvindur í Baldurshaga

Fjalla-Eyvindur í Baldurshaga

Kómedíudíuleikhúsið sýnir gamanleikinn vinsæla Fjalla-Eyvindur í Baldurshaga á Bíldudal fimmtudagskveldið 8. maí kl.20. Miðaverð er aðeins 2.000.- kr og það er posi á staðnum. Höfundur og leikari er Bílddælingurinn Elfar Logi Hannesson, já þessi ofvirki þeirra Hannesar og Helgu í Birkihlíð.

Fjalla-Eyvindur er án efa frægasti útilegumaður allra tíma hér á landi. Enda var kappinn sá í útlegð í eina fjóra áratugi. Hann var í raun einfaldur sveitapiltur en þótti samt strax í föðurgarði öðruvísi en jafnaaldrar sínir. Hann var mikill hæfileikamaður smiður góður, fimur mjög og meira að segja læs. Einnig þótti hann eigi ómyndarlegur. Samt varð hann að halda á fjöll eftir að hafa verið grunaður um þjófnað. Já, aðeins grunaður aldrei var neitt sannað. Svo kynnist hann henni Höllu sinni. Hér er þessi þekkta saga túlkuð á nýjan, óvæntan og líklega soldið kómískan máta.

 

 

Bæjarráð staðfestir ekki eldi í Borgarfirði

Frétt af vef   bb.is | 04.05.2014 | 11:18

Mæla ekki með staðsetningu fiskeldis í Arnarfirði

 

Hvesta í Arnarfirði.
Hvesta í Arnarfirði.

Bæjarráð Vesturbyggðar getur ekki mælt með fyrirhugaðri staðsetningu fiskeldis í Arnarfirði, af því er fram kemur í fundargerð ráðsins í fyrradag, en þá var tekin fyrir umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar vegna umsóknar fiskeldisfyrirtækisins Dýrfisks hf. um eldi á regnbogasilungi. Eins og BB hefur áður greint frá stefnir fyrirtækið á stóraukið eldi. 

Í bókun bæjarráðs er bent á, að þrátt fyrir að tillaga að matsáætlun sé í samræmi við stefnuuppdrátt nýtingaráætlunar sveitarfélaganna fyrir strandsvæði Arnarfjarðar frá júní 2013, þá hafa rækjusjómenn í Arnarfirði ekki staðfest þá áætlun og gerðu þeir formlega athugasemd við staðsetningu eldis í Borgarfirði, einum af innfjörðum Arnarfjarðar, á þeim forsendum að þar séu uppeldisstöðvar og veiðisvæði rækju. 

„Bæjarráð Vesturbyggðar getur þess vegna ekki mælt með þessari staðsetningu þar sem staðsetningin skarast á við núverandi nýtingu rækjuleyfishafa í Borgarfirði. Bæjarráð felur bæjarstjóra að kalla eftir umsögn Hafrannsóknastofnunar um nýtinguna. Bæjarráð hvetur ennfremur til þess að burðarþolsrannsóknum vegna fiskeldis á Vestfjörðum verði hraðað,“ segir í bókun. 

 

 

Oddaflug 11.04.'14 Víkingur

Víkingur Gunnarsson talar um fiskeldi

Þann 11. apríl s.l. var haldin ráðstefna um sjávarútveg hjá prentsmiðjunni Odda. Margir fyrirlesarar komu þar fram og voru mörg erindin afar athyglisverð.  Fyrsta erindið sem birt verður hér á þessum vef, er síðasta erindi ráðstefnunnar, en þar ræðir Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax um fiskeldi.  Linkurinn á fyrirlesturinn er hér fyrir neðan.

http://www.youtube.com/watch?v=vxAfS_2-iD4

 

.

Heilsu maí 2014 á Bíldudal

Frá þjóðbúningamessu 24.04.'14

Glæsileg þjóðbúningamessa

 

Fimmtudaginn 24. apríl 2014, sumardaginn fyrsta, var haldin þjóðbúningamessa í Bíldudalskirkju. Eins og sjá má af myndinni var fjölmennt við þessa messu, því gera má ráð fyrir að karlmennirnir á staðnum hafi fylgt konum sínum til messu.

 

Það var fyrst í fyrra, árið 2013, sem upp kom hugmynd um þjóðbúningamessu á sumardaginn fysta. Þá klæddust 14 konur þjóðbúning við messu sumardaginn fyrsta. Eins og myndirnar bera með sér voru þær fleiri nú.  Þetta árið voru 37 konur í þjóbúning og þar að auki 3 karlmen.

  Þær skemmtilegu myndir sem fylgja þessari umfjöllun, fékk ég sendar frá Ásu Dóru Finnbogadóttur á Bíldudal og er fólk vinsamlegast beðið að virða eignarrétt hennar á myndunum.  Almenn ánægja mun hafa verið með þetta fyrirkomulag á messu sumardagsins fyrsta og einhver heyrðist tala um að með sömu fjölgun milli ára, yrðu konurnar 120 sem klæddust þjóðbúning á sumardaginn fyrsta að ári.  Kannski ekki alveg víst að sú fjölgun náist á einu ári, en gæti trúðað að árið 2016 yrði fjöldi þjóðbúninga kominn yfir 100.  

Í ljósi margumrædds kynjajafnræðis, verður ekki hjá því komist að skora á karlmenn staðarins að láta sitt ekki eftir liggja í að klæðast þjóðbúning við messu á sumardaginn fyrsta.  Hlakka til að fá slíka mynd til birtingar á næsta ári.