Arnarfjörður

Kveðja til fólks á Sólarkaffi

KVEÐJA TIL FÓLKS Á SÓLARKAFFI 2015

KVEÐJAN ER FRÁ:  Miriam Petra Ómarsdóttir


Ég verð farin út til Egyptalands þegar sólarkaffið verður, eins mikið og ég myndi vilja halda upp á
það með ykkur öllum. Sendi mínar sólarkveðjur frá Kaíró

Samdi lítið Sólarkaffisljóð svona þar sem ég verð ekki viðstödd.

Á sólarkaffi koma saman 
kærleikar í vinasal,
þakka blíða og bjarta daga
bestu skinn frá Bíldudal.

Kræsingar og kökur margar,
kampakátur söngur hér.
Njótum sællar vinastundar
því snúinn aftur röðull er.

Við hugsum líka hlýtt til þeirra,
sem hingað komast ekki í dag,
en bera heitt í hjarta sínu
himneskt arnfirskt sólarlag.

Eftir kaffið kveðjast vinir,
með koss og knús í vinasal.
Stefna á að hittast síðan
í sumarsól á Bíldudal.

Miriam Petra Ómarsdóttir
 
 

Bíldudalskallar febrúar 2015

2015 Sólarkaffi

Svefnrannsóknir 2015

Umfangsmikirannsókn

er hafin á svefnvenjum Íslendinga!

Umfangsmikirannsókn á svefnvenjum Íslendinga og tengslum við heilsufar og lífsgæði er hafin. Að hennstenduþverfaglegt teymsálfræðinga, lyfjafræðingolíflisfræðingvið Háskóla Íslands. Bréf hafa verið send til 10 þús. einstaklinga, sem voru valdir af handahófi úr þjóðskrá. Þátttaka felst í því að svara spurningalista rafræn en til þess að rannsóknin skili árangri er mikilvægt að sem flestir taki þátt

.

Til þessa hafa rannsóknir sýnt að Íslendingar fara seinna að sofa en jafnaldrar í nágrannalöndum og sofa u.þ.b. klukkutíma skemur. Í nýlegri rannsókn Embættis landlæknis kemur fram að allt að fjórðungur einstaklinga eldri en 18 ára sefur að jafnaði innan við 6 klst. á nóttu sem er talið hafa skaðleg áhrif á heilsu.

Í rannsókninni nú verður lögð áhersla á að greina dægurgerð einstaklinga og meta áhrif á heilsufar og lífsgæði. Dægurgerð er hugtak sem lýsir kjörsvefntíma einstaklingsins á sólarhringnum; morgungerð fer snemma að sofa og vaknar árla morguns (morgunhani) en kvöldgerð fer seint að sofa og á vaknar seint (nátthrafn). Þegar skoðuð eru eldri gögn kemur í ljós að dægurgerð ungra Íslendinga (1-30 ára) er að jafnaði seinkuð, en seinkunin er áberandi mest hjá aldurshópnum 16-19 ára.

Þeir sem ermeð seinkdægurgerð ná ekki fullusvefni á virkudögum.Ýmsir þættir geta stuðlað að þessu, t.d. mikil tækjanotkun á kvöldin (skjábirtan) en einnig er talið að of fljót klukka geti átt hlut að máli. Þannig er því einmitt háttað hér á landi, þar sem árið 1968 var samþykkt að hætta að skipta á milli sumar­ og vetrarma og festa skyldi staðarklukkuna á miðma Greenwich sem er einu tímabelti austar en ÍslandÞetta þýðiað árið um kring er sólarupprás, hádegi og sólarlag á Íslandi klukkutíma seinna en náttúruleg klukka segir til um.

Morgunbirtan er bráðnauðsynleg til að stilla lífklukkuna eins og áður sagði og hún er klukkutíma seinna á ferðinni. Það ýtir sterklega undir þá tilhneigingu að seinka svefntímanum. Þetta væri sök sér ef við gætum valið hvenær við vöknum, en svo er auðvitað ekki á virkum dögum, þegar vakna þarf til skóla eða vinnu. Afleiðingin er mögulega styttri svefn sem getur haft alvarlegar afleiðingar.

Í rannsókninni verður leitast við að meta áhrif seinkaðrar dægurgerðar á ýmsa þætti auk almenns heilsufars, m.a. mætingu og frammistöðu í skóla, matar- og neysluvenjur, hreyfingu o.fl.

 

HVATT TIL ÞÁTTTÖKU

 Rannsakendur hvetja alla þá sem fengið hafa boðsbréf til að taka þátt og svara spurningalistanum. Um er að ræða afar mikilvæga gagnasöfnun þar sem hægt verður í fyrsta sinn að kortleggja svefnvenjur Íslendinga á breiðu aldursbili alls staðar af landinu.

 Í rannsóknarhópnum eru kennarar og vísindamenn sem starfa við Háskóla Íslands:

  • Björg Þorleifsdóttir, lektor í lífeðlisfræði við læknadeild
  • Ingunn Hansdóttir, lektor í sálfræði
  • Lárus S. Guðmundsson, lektor í lyfjafræði
  • Erla Björnsdóttir, sálfræðingur;

Myndir sem birtast með fréttinni eru úr myndasafni Arnfirðings

 

 

Bíldudalskalla jan 2015

Sólarkaffi 2015

SÓLARKAFFI 2015

Sólarkaffið verður haldið sunnudaginn 22. febrúar nk. í Haukahúsinu. Við lofum skemmtilegri dagskrá og flottu hlaðborði að venju - nánar um það síðar.       Nefndin.

 

 

 

Umferðarsáttmáli

UMFERÐARSÁTTMÁLI UNDIRRITAÐUR

 Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti fjórum nýliðum í umferðinni Umferðarsáttmálann sem þau höfðu undirritað við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum Frumherja á Hesthálsi  7. janúar 2015. Það voru þau Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Bjarni Máni Jónsson, Þuríður Björg Björgvinsdóttir og Davíð Reynisson sem tóku við sáttmálanum úr hendi forsetans.

Forsaga sáttmálans er að þann 1. mars 2013 kom saman umferðarhópur sem samanstóð af 14 fulltrúum allra vegfarendahópa. Umferðarhópurinn leitaði víða fanga, bæði í eigin ranni og gegnum samfélagsmiðla þar sem allir gátu tekið þátt og varð Umferðarsáttmálinn afrakstur þeirrar vinnu. Því má segja að Sáttmálinn sé búinn til af þjóðinni sjálfri þar sem hún tilgreinir þá hegðun sem hún vill sjá í umferð.

Sáttmálinn var svo afhentur forseta Íslands með viðhöfn þann 18. september 2013 með táknrænum hætti.

Í tengslum við þá vinnu hefur lögregla, Samgöngustofa, Ökukennarafélag Íslands og Frumherji útbúið viðhafnarskjal með Sáttmálanum sem til stendur að afhenda hér eftir öllum þeim sem ljúka ökunámi til undirritunar og eignar.

Mikið hefur áunnist í umferðaröryggismálum á undanförnum árum.Ýmsar ástæður hafa verið nefndar í því sambandi, eins og bætt vegakerfi, betri ökukennsla, refsipunktar fyrir umferðarlagabrot og fleira. Við hjá Frumherja erum stolt af því að hafa getað tekið þátt í þessari vegferð, bæði með vandaðri skoðun ökutækja og ekki síður með faglegri framkvæmd ökuprófa, segir Orri Hlöðversson framkvæmdarstjóri Frumherja.