Arnarfjörður

Rannsókn á hagkvæmni vinnslu kalkþörunga í Arnarfirði

- Rannsóknarskipið Árni Friðriksson til Arnarfjarðar

Rannsókn á nýtingu kalkþörunga af botni Arnarfjarðar er nú að hefjast annað árið í röð. Kjartan Thors, jarðfræðingur, hélt frá Reykjavík í dag með bát sinn Bláskel og mun hann dvelja við rannsóknir í Arnarfirði næstu daga. Hann sagði að niðurstöður fyrstu rannsókna gæfu góðar vonir um að hægt verði í framtíðinni að framleiða kalk til útflutnings. Það er Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða sem stendur að þessum rannsóknum með styrk frá íslenska ríkinu.

Meira...

Ný stjórn Arnfirðingafélagsins

- Úr félagsstarfinu

Á stjórnarfundi félagsins 4. apríl sl. skipti ný stjórn með sér verkum.

Formaður: Arndís Bjarnadóttir
Ritari: Fríða Björk Gunnarsdóttir
Gjaldkeri: Elín Bjarnadóttir
Meðstjórnendur eru:

Pétur Valgarð Pétursson
Lilja Óskarsdóttir
Jörundur Garðasson

Þuríði Hjálmtýsdóttur og Helga Þór Jónassyni voru þökkuð vel unnin störf í þágu félagsins og var Arndís Bjarnadóttir beðin að taka að sér formennsku fyrir Arnfirðingafélagið næsta ár sem hún samþykkti.

Hausaþurrkun formlega hafin á Bíldudal

- Ætlunin að framleiðslan verði 30 tonn af afurðum á mánuði

Verktakasamningur milli Mír ehf. og Þórðar Jónssonar ehf. var undirritaður á Bíldudal í morgun. Samningurinn felur í sér að Þórður Jónsson ehf. annast alla vinnsluþætti hausaþurrkunar Mír ehf. á Bíldudal. Þar með er hausaþurrkun á Bíldudal formlega hafin.

Meira...

Ljósmyndir frá liðinni öld á Bíldudal

- Sýning á Vegamótum á myndasafni Valdimars B. Ottósonar

Á veitingastaðnum Vegamótum á Bíldudal hefur verið opnuð sýning á ljósmyndum frá liðinni öld, allt frá því um 1940 og fram á áttunda áratuginn.

Myndirnar hefur Gunnar Óli Björnsson á Patreksfirði framkallað og unnið upp úr filmusafni Valdimars B. Ottóssonar á Bíldudal, en hann hefur haft ljósmyndun að áhugamáli um áratugi.

Meira...

Nýr prestur á Bíldudal

- Bíldudalsprestakall í Barðastrandaprófastsdæmi

Auður Inga Einarsdóttir guðfræðingur hefur verið valin sóknarprestur í Bíldudalsprestakalli í Barðastrandarprófastsdæmi. Tekur hún við embættinu í þessum mánuði.

Meira...

Gúanóið á Bíldudal fær loksins þak

- Hamarshöggin dynja og bermála eftir óralanga bið

Þessa dagana bergmála hamarshögg um Bíldudal og gefa mönnum nýja von um betri tíma.

Höggin koma frá smiðum sem eru að koma þaki á fiskimjölsverksmiðjuna – loksins, loksins, eins og sumir heimamenn segja.

Meira...

Sólfagnaður og þorrablót Arnfirðingafélagsins

Sólarfagnaði og þorrablóti Arnfirðingarfélagsins var fagnað í Breiðfirðingabúð, föstudaginn, 16. febrúar sl. Fagnaðinn sóttu 107 félagar og var hann afar vel heppnaður undir öruggri veislustjórn Péturs Bjarnasonar.

Formaður Arnfirðingafélagsins, Þuríður Hjálmtýsdóttir bauð gesti velkomna og flutti ávarp þar sem hún fór yfir sögu félagsins og aðdraganda að stofnun þess.

Meira...