Arnarfjörður

Kalkþörungaverksmiðja

- Góðar líkir á því að reist verði kalkþörungaverksmiðja í Arnarfirði

Að sögn Aðalsteins Óskarssonar, framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða eru góðar líkur á því að reist verði kalkþörungaverksmiðja í Arnarfirði, en það mun skýrast betur næsta vor.

Samkvæmt mælingum getur verið um að ræða setlög í firðinum með allt að 35 milljónum tonna af kalkþörungi, svo af nokkru er að taka.

20011031 Kalkthorungaverksmidja

Írskt fyrirtæki hefur verið fengið til samstarfs um vinnsluna ef af verður og er það tilbúið að koma inn í starfsemina með fjármagn þegar vinnsluleyfi liggur fyrir. Nú er verið að vinna umhverfismat í Arnarfirði, en Aðalsteinn telur líkur á að leyfi fáist, ekki síst vegna þess að einungis er fyrirhugað að vinna um 2% framangreinds magns á næstu 30 árum.

Ef áform ganga eftir er stefnt að því að framleiðslan geti hafist þegar árið 2003 og 10-14 störf muni skapast kringum vinnsluna.

Kalkþörungar eru m.a. notaðir í framleiðslu dýrafóðurs, matvæla og í lyfja- og snyrtivöruiðnaði.. Sömuleiðis koma þeir að miklu gagni við hreinsun útblásturs frá verksmiðjum og til hreinsunar á súru vatni.

[Heimild: DV 31.10.01]

Haustfagnaður Arnfirðinga

- Laugardaginn 6. október ætlum við að hittast í Breiðfirðingabúð k. 21:00

OskarM2

Kvöldmynd af Bíldudal eftir Óskar Magnússon

Áfram skal haldið og böndin treyst. Til þess að svo megi vera þurfum við að hittast reglulega og gera okkur eitthvað til skemmtunar og rifja upp gamlar endurminningar.

Um Jónsmessuna fórum við í gönguferð í Búrfellsgjá. Þátttaka hefði mátt vera meiri og var lélegri kynningu trúlega um að kenna en eingöngu var tilkynnt um þetta á heimasíðu félagsins.

Stjórnin hefur komið saman nokkrum sinnum og mótað stefnuna. Gönguferðin í sumar var tilraun til að brydda upp á einhverju nýju og vonumst við til að slíkt verði endurtekið að ári.

Þá hefur verið tekin ákvörðun um það að hafa sólarkaffi með hefðbundnum hætti sunnudaginn 3. febrúar 2002 í Áskirkju og verður það að sjálfsögðu tilkynnt sérstaklega þegar sá tími nálgast.

Þorrablótið síðast liðinn vetur heppnaðist mjög vel en okkur fannst ekki rétt að fórna sólarkaffinu fyrir það. Flestir geta farið á þorrablót í tengslum við vinnustaði o.fl.. Í staðinn fyrir skemmtun af því tagi fannst okkur tilvalið að efna til haustfagnaðar þar sem boðið væri upp á einhver skemmtiatriði og dans.

Laugardaginn 6. október n.k. ætlum við að hittast í Breiðfirðingabúð kl. 21:00 og mættir verða söngfuglar að vestan og einnig ætla einhverjir burtflognir að láta í sér heyra. Þá mun jazztrío Péturs Valgarðs Péturssonar leika fyrir dansi til kl. 03:00. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta.

Bestu kveðjur, stjórnin.

Fundur um nýtingu auðlinda í og við Arnarfjörð

- Hagsmunasamtök rækjusjómanna á Bíldudal o.flr. boða fundinn

Eyrar ehf, Hlein ehf, Íslenska kalkþörungafélagið ehf og hagsmunasamtök rækjusjómanna á Bíldudal, boða til sameiginlegs kynningarfundar um áætlanir um nýtingu auðlinda í og við Arnarfjörð.

"Flutt verða framsöguerindi þar sem kynntar verða rannsóknir og áætlanir um kvíaeldi, kræklingaeldi og vinnslu kalkþörungs. Einnig verða kynnt sjónarmið varðandi núverandi nýtingu rækju-, skelfisks- og bolfisksstofna í firðinum", segir í tilkynningu frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða hf.

Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 17. júlí, kl 20.00, í Félagsheimilinu Baldri, Bíldudal. Fundurinn er öllum opinn.

[ Heimild: patreksfjordur.is]

Sumarið leikur við fólk á Bíldudal

- Bæði atvinnulíf og gróður jarðar standa í blóma við Arnarfjörð

Það er nóg um að vera á Bíldudal og sumarið hefur leikið þar við fólk. Fyrir utan gróður jarðar stendur atvinnulífið á Bíldudal í blóma.

Rækjuvinnslan er á fullu og mikið að gera í söltun hjá Þórði Jónssyni ehf. Þá gengur einnig vel hjá hausaþurrkunarfyrirtæki sem stofnað var í vor.

Meira...

Göngudagur Arnfirðingafélgasins

- Stefnt er að gera þetta að árlegum viðburði í starfsemi félagsins

Göngudagur Arnfirðingarfélagsins heppnaðist með ágætum sl. laugardag, 23. júní. Var rætt á meðal þátttakenda að gera þetta að árlegum viðburði í starfsemi félagsins.

Meira...

Kalkþörungavinnsla í Arnarfirði

- Undirbúningur í fullum gangi, matsáætlun í kynningu

Nám kalkþörungasets úr Arnarfirði
Tillaga Íslenska kalkþörungafélagsins ehf. að matsáætlun

Unnið er að undirbúningi kalkþörungavinnslu í Arnarfirði. Hugmyndin er að dæla kalkþörungaseti af botni fjarðarins og landa því við verksmiðju sem byggð yrði í því skyni að vinna söluvöru úr setinu. Stofnað hefur verið undirbúningsfélag um verkefnið, Íslenska kalkþörungafélagið ehf (Icelandic Sea Minerals Ltd), og er nú stefnt að því að rekstur hefjist á árinu 2003. Efnistaka mun fara fram á Langanesgrunni og/eða í Reykjarfirði og verksmiðja verður byggð á Bíldudal eða í næsta nágrenni.

Hugmyndin um kalkþörungavinnslu er ekki ný af nálinni. Á Fjórðungsþingi haustið 1998 lögðu fulltrúar Vesturbyggðar fram tillögu um að leitað yrði til Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða um að fylgja málinu eftir, en á þeim tíma lá fyrir þingsályktunartillaga um að skoðaðir yrðu möguleikar á efnistöku í firðinum og hafði atvinnumálanefnd á síðasta kjörtímabilinu fylgt málinu eftir.

Núverandi fyrirætlanir um kalkþörungavinnslu í Arnarfirði hafa verið kynntar sveitarstjórn Vesturbyggðar sem hefur mikinn áhuga á hugmyndinni, enda snýst hún um atvinnutækifæri samfara verulegum margfeldisáhrifum á svæði þar sem atvinnulíf er einhæft og ótraust. Þá hefur framkvæmdaaðili kynnt framkvæmdina fyrir Hafrannsóknastofnuninni og Náttúruvernd ríkisins. Almenningi verður gefinn kostur á að kynna sér framkvæmdina á vef Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða hf. frá og með 15. júní 2001.

Efnistaka mun fara fram tvisvar - þrisvar á ári, og er fyrirhugað að hún aukist á 4-5 árum í 30 þúsund rúmmetra (ca. 33 þúsund tonn) á ári. Dæluskip mun annast efnistökuna, sem gæti tekið 2-3 vikur hverju sinni. Efninu verður dælt í efnisgeymslu við verksmiðjuna og tekið þaðan til úrvinnslu eftir þörfum.

Úrvinnsla felst í þurrkun, síun, mölun og sekkjun efnisins. Sekkjað efnið er síðan flutt til kaupenda og er búist við að því verði komið í skip við verksmiðjudyr.

Verksmiðjuhús verður um 3.300 fermetrar að gólffleti. Við húsið verður malbikað eða steypt athafnasvæði af a.m.k. svipaðri stærð. Hafnarmannvirki verður við svæðið, nægilega stórt til að þjóna dæluskipi og flutningaskipi. Búast má við að 10 – 16 starfsmenn vinni við úrvinnslu allt árið.
Fyrirhugaður er almennur borgarafundur á Bíldudal sumarið 2001 þar sem framkvæmdin verður kynnt almenningi. Ennfremur mun þessi matsáætlun liggja frammi á bókasöfnum og skrifstofum sveitarfélagsins í Vesturbyggð.

Hægt er að skoða tillöguna á heimasíðu Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða h.f. www.atvest.is eða skoða hana hér að ofan.

[ Heimild: patreksfjordur.is]

Íbúafjölgun á Bíldudal

Þann 30. maí sl. fjölgaði íbúum á Bíldudal um þrettán. Þetta er föngulegur hópur fólks frá Póllandi, ellefu fullorðnir og tvö börn. Allir hafa tengsl inn á staðinn við þá Pólverja sem fyrir eru. Við þetta fjölgar íbúum á Bíldudal um 4,5%.

Við komuna til Bíldudals í dag afhennti Jón Gunnar Stefánsson bæjarstjóri Vesturbyggðar hverjum og einum blómvönd og bauð þau velkominn. Við þetta fjölgar starfsfólki Þórðar Jónssonar ehf. um einn þriðja. Næg atvinna hefur verið að undanförnu og verður væntanlega í sumar.

Meira...