Arnarfjörður

Sólarkaffi Arnfirðinga

20020203 Solarkaffi_arnfirdinga- 38. sólarfagnaður Arnfirðingafélagsins
[03.02.2002]
Arnfirðingafélagið hélt hið árlega sólarkaffi sitt þann 3. febrúar s.l. og var þátttaka góð.

Hátíðin hófst með messu í Áskirkju og þjónaði séra Árni Bergur Sigurbjörnssson fyrir altari og kór kirkjunnar söng.

Sólarkaffinu var síðan framhaldið í safnaðarheimili kirkjunnar að messu lokinni. Formaður félagsins, Arndís Bjarnadóttir flutti ávarp og síðan tók Elín Bjarnadóttir við, sem dagskrárkynnir.

Meira...

Breyting á stjórn

- Tilkynnt á sólarkaffi í Reykjavík
[03.02.2002]
Úr stjórn Arnfirðingafélags ganga þau Arndís Bjarnadóttir, Elín Bjarnadóttir og Pétur Valgarð Pétursson. Eru þeim þökkuð góð störf í þágu félagsins.

Nýir stjórnarmenn eru þau Valgerður Kr. Brynjólfsdóttir og Svavar Sigþórsson. Eru þau boðin velkomin til starfa.

Sólarkaffi Arnfirðinga 2002

Ákveðið hefur verið að sólarkaffi Arnfirðinga verði haldið sunnudaginn 3. febrúar n.k.

Messað verður í Áskirkju, við Vesturbrún kl. 14.00. Prestur verður séra Árni Bergur Sigurbjörnssson. Sólarkaffi verður síðan framhaldið í safnaðarheimili Áskirkju að messu lokinni. Miðaverð er kr. 1.000,- frítt fyrir börn yngri en 12 ára.

Meira...

Bætt fjárhagsstaða

- Vesturbyggð hefur komist út úr fjárhagsvanda
[19.01.2002]
Bolungarvík, Ísafjarðarbær og Vesturbyggð eru á meðal þeirra níu sveitarfélaga sem náð hafa að komast út úr fjárhagsvanda samkvæmt mælikvarða eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.

Athugunin nú er önnur í röðinni og byggist á niðurstöðum ársreikninga ársins 2000 og fjárhagsáætlun fyrir árið 2001. Einkum eru skoðaðar ýmsar lykiltölur í rekstri. Ef þær standast ekki viðmið sem nefndin hefur ákveðið eru sveitarfélögin aðvöruð og óskað eftir svörum um það hvernig þróunin hafi verið á síðasta ári og hvernig sveitarstjórnirnar hyggist bregðast við vandanum.

Eftirlitsnefndin taldi ástæðu til að aðvara 31 sveitarfélag að þessu sinni en 20 sveitarfélög fengu sambærilega aðvörun á síðasta ári. Ellefu sveitarfélög sem fengu aðvörun í ár voru einnig á listanum í fyrra.

Hafa því níu sveitarfélög náð að vinna úr fjárhagsvanda sínum, en 20 komist í vanda. Þau níu sveitarfélög sem náð hafa að bæta sig eru Ísafjarðarbær, Bolungarvík, Vesturbyggð, Akranes, Stykkishólmur og Austur-Hérað.

Heimild bb.is

Gengur vel í hausaþurrkuninni á Bíldudal

[10.01.2002]
Þorskhausaþurrkun á Bíldudal gengur vel og eru nú þurrkuð átján tonn af þorskhausum á mánuði.

Stefnt er að því að auka afköstin og fara í um 30 tonn á mánuði. Við þurrkunina starfa um fimm manns og mun væntanlega fjölga nokkuð þegar framleiðslan verður aukin. Hráefnið kemur frá öllum vinnslustöðum á sunnanverðum Vestfjörðum.

Þá hafa veiðar á rækju gengið ágætlega en hún hefur hins vegar verið frekar smá það sem af er vertíðar. Úthlutun kvóta er þó með mesta móti eða 750 tonn þannig að svipað aflaverðmæti kemur út úr vertíðinni. Er það mat manna að ástand stofnsins sé mjög gott. Frá þessu er greint á fréttavef Tíðis á Patreksfirði.

20020110 Gengur_vel_i_hausathurrkuninni
Frá þorskhausaverkuninni á Bíldudal

patreksfjordur.is

Má ég kitla þig?

- Nýr geisladiskur kominn út með lögum og textum Þórarins Hannessonar

Þórarinn Hannesson er mörgum Arnfirðingum að góðu kunnur. Hann er sonur hjónanna, Helgu Sveinbjörnsdóttur og Hannesar Friðrikssonar, kaupmanns á Bíldudal.

20011101 Ma_eg_kitla_thig

Þórarinn, sem er búsettur í dag á Siglufirði hefur tekið saman eigin lög og texta á geisladisk og verður hann með kynningartónleika í Reykjavík þriðjudaginn 6. nóvember n.k.

Tónleikarnir verða á veitingahúsinu Vídalín, áður Fógetinn, og hefjast kl. 22.00 en húsið opnar kl. 21.00. Aldurstakmark er 18 ár og er aðgangur ókeypis.

Með Þórarni þetta kvöld verða hljófæraleikarnir, Kristinn Kristjánsson sem leikur á bassa, Pétur Valgarð Pétursson frá Bíldudal sem leikur á gítar og Gunnar Þorsteinsson sem leikur á trommur.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Valdimar B. Ottósson

Valdimar B. Ottósson - 80 ára 12. nóvember 2001
- Hinn síungi sjarmör frá Bíldudal
[01.11.2001]
Valdi1Hinn síungi sjarmör Valdimar Ottósson frá Bíldudal verður áttræður á seinni hluta þessa árs. Hann fæddist á Bíldudal 12.11.1921.

Ég undirritaður mætti í sjötugsafmæli hans á heimili þeirra hjóna fyrir vestan, en þá var ég búsettur þar. Síðan er kominn áratugur og er ég hitti kappann síðastliðið sumar vestra gat ég ekki séð á honum nokkra breytingu, hvað þá heldur neitt er kallast gætu ellimörk eins og títt er hjá öðrum mannlegum sálum á þeim aldri.

Valdimar ólst upp hjá fósturforeldrum, Hrómundi og Þuríði í Rafstöðinni framarlega í dalnum ásamt syni þeirra hjóna, Hjálmtý. Þar undu þeir fóstbræður við ýmsa leiki vítt var athafnasvæðið og áin, sem knúði rafalinn rann þar við bæjardyr. Snemma sem smádrengur fékk Valdimar auga fyrir kvenlegri fegurð og sagði hann mér eitt sinn, að ekki hefðu þau haft útvarpsviðtæki í Rafstöðinni í frumbernsku þess undratækis, en ómissandi þótti að geta náð flutningi leikritanna á laugardagskvöldum. Þá fékk fjölskyldan að njóta þeirrar aðstöðu hjá fólkinu í Sólheimum, Magnúsi Jónssyni og Ingunni konu hans og einhverju sinni að leikritsflutningi loknum var boðið upp á kaffi og tvíbökur. Hann virti fyrir sér er heimasætan, gjafvaxta og glæsileg, deif tvíbökunum í kaffið með yndisleik og nartaði síðan í þær með hvítum tönnum sínum innan við rósrauðar varir. Þá sagðist hann hafa hugsað með sér, að seinna, þegar hann yrði stór og gæti keypt sér sjálfur tvíbökur, ætlaði hann að fara eins að og þessi yndislega stúlka.

Meira...