Arnarfjörður

Lífið til lands og sjávar

- Uppbygging gatna og björgunaræfing á sjó á Bíldudal
[01.10.2002]
Unnið hefur verið að því að undanförnu að slá upp fyrir gangstétt við gamla Kaupfélagshúsið sem nú hýsir gisti- og veitingahús Bíldudals-Fjalla.

Meira...

Samúel og Selárdalur í brennidepli

- Um grein í Lesbók Morgunblaðsins eftir Tryggva P. Friðriksson
[28.09.2002]
Tryggvi P. Friðriksson sem rekur Gallerí Fold í Reykjavík ( www.artgalleryfold.com ) fjallar um listamanninn með barnshjartað - Samúel Jónsson - í grein í Lesbókinni í dag sem ber yfirskriftina Vandamál í Selárdal.

Í greininni er stiklað á stóru í sögu Selárdáls og nokkrir ábúendur þar nefndir. Saga Samúels er rakin í stuttu máli og greint frá listiðju hans í Selárdal sem er öllum Arnfirðingum kunn.

Meira...

Haustfagnaður Arnfirðingafélagsins!

- Laugardaginn 5. október í Breiðfirðingabúð
[22.09.2002]

20020921 Haustfagnadur_felagsins

Meira...

Nýtt viðmót á Arnfirðing

- Einnig nýr póstlisti fyrir þá sem vilja fylgjast með
[21.09.2002]
Stjórn Arnfirðingafélagsins ákvað í september að láta hanna nýtt viðmót á Arnfirðing og fékk til þess tvo Arnfirðinga, þá Helga Hjálmtýsson og Magnús B. Óskarsson, og hafa þeir félagar unnið að uppsetningu vefsins í nýju viðmóti.

Meira...

Fimmta Þjóðahátið Vestfirðinga á Tálknafirði í byrjun október

Þjóðahátið Vestfirðinga, sú fimmta í röðinni, verður haldin á Tálknafirði helgina 4. og 5. október.

„Hátíð þessi er líklega orðin kunn flestum landsmönnum. Tilefnið er sem fyrr að fólki af erlendum uppruna hefur fjölgað mjög á Vestfjörðum undanfarin ár. Þegar fólk sem er lítt eða ekki talandi á íslenska tungu kemur inn í samfélagið er óhjákvæmilega hætta á að það einangrist. Við Vestfirðingar viljum bjóða innflytjendur velkomna til að auðga menningu okkar og vonandi um leið að auðga þeirra menningu sömuleiðis“, segir í tilkynningu frá Rótum, félagi áhugafólks um menningarfjölbreytni á Vestfjörðum.

Meira...

Landsmót UMFÍ 2001

- Tilkynning frá Landsmótsnefnd HHF

Landsmótsnefnd Héraðssambandsins Hrafna-Flóka vill vekja athygli á Landsmóti UMFÍ sem haldið verður á Egilsstöðum 12-15. júlí n.k.

HHF samþykkti á ársþingi sínu sem haldið var 19. apríl s.l. að taka þátt í landsmótinu að þessu sinni og er leitað eftir áhuga íþróttafólks innan aðildarfélaga HHF að taka þátt í mótinu. Jafnframt eru aðrir áhugamenn velkomnir að fara með og taka þátt í starfi sem fylgir móti sem þessu.
Landsmót UMFÍ eru n.k. Ólympíuleikar íslendinga og þess virði að taka þátt í þeim sem íþróttamenn, starfsmenn eða gestir.

Nú þegar er verið að vinna að undirbúningi keppenda í sundi, knattspyrnu karla og körfubolta karla. Æfingar í körfubolta hefjast í Tálknafirði 30. maí.
Ef áhugi er fyrir hendi að taka þátt í þessum greinum eða öðrum sem keppt verður í eða leita upplýsinga, veitir Landsmótsnefnd HHF nánari upplýsingar, en hana skipa:

Meira...

Vala Flosadóttir

- Afrekskona í íþróttum
[06.10.2002]
Vala01Vala Flosadóttir er fædd 16. febrúar 1978 í Reykjavík en er uppalin á Bíldudal. Foreldrar hennar eru Flosi Magnússon og Ragnheiður Jónasdóttir. Systir Völu er Lára Flosadóttir. Þær systur eiga ættir að rekja til Vestfjarða og Austfjarða.

Vala æfði flestar greinar íþrótta á Bíldudal og var mjög efnileg í hástökki.

Fjölskyldan flutti til Lundar í Svíþjóð árið 1992 og Vala hóf á ný að æfa frjálsar íþróttir haustið 1993.

Meira...