Arnarfjörður

Báðar vélarnar á Mjólká starfhæfar

- Orkuframleiðsla hafin að nýju
[13.10.2002]
Samkvæmt frétt á bb.is er orkuframleiðsla beggja véla Mjólkárvirkjunar hafin að nýju.

Önnur vélanna hafði stöðvaðst vegna vatnsflóðs sem varð í lok fyrstu viku október er tæmiloki á þrýstivatnspípu sprakk en vélin er nú starfhæf að nýju.

Meira...

Dröfn í Arnarfirði

- Rannsóknir á fiski og rækju
[13.10.2002]
Samkvæmt frétt á patreksfjordur.is hefur rannsóknarskipið Dröfn verið við hafrannsóknir í Arnarfirði.

Í vikunni voru stundaðar fiskirannsóknir og hugað að rækjunni í firðinum og hefur rækjustofninn í firðinum verið í góðu standi.

Meira...

Jarðgöng í Arnarfirði

- Framvinda þingsályktunar Alþingis
[13.10.2002]
Þann 11. mars 1999 var samþykkt á Alþingi að fela samgönguráðherra að vinna langtímaáætlun um gerð jarðganga á Íslandi.

Áætlunin skildi fela í sér úttekt á kostum sem taldir eru á jarðgangagerð á landinu, kostnaðarmat og arðsemismat einstakra framkvæmda og forgangsröðun verkefna. Sérstaklega skuli horft til framkvæmda sem rjúfa vetrareinangrun, koma í stað annarrar kostnaðarsamrar vegagerðar, stytta vegalengdir eða stækka atvinnusvæði.

Meira...

Arnfirðingar fjölmenntu á haustfagnað

- Arnfirðingar fjölmenntu á haustfagnað í Breiðfirðingabúð laugardaginn 5. október
[07.10.2002]

Ánægjulegt var að sjá hve blandaður aldurshópurinn var á haustfagnaði Arnfirðingafélagsins en alls mættu á staðinn um 160 manns og allir skemmtu sér konunglega.

Meira...

Vatn úr böndum á Mjólká

- Tæmiloka á þrýstivatnspípu braut
[04.10.2002]
Talsvert vatnstjón varð í Mjólkárvirkjun í Arnarfirði í nótt. Tvær vélar eru í Mjólkárvirkjun og um stundarfjórðung fyrir klukkan eitt sprakk tæmiloki á þrýstivatnspípu fyrir aðra vélina með þeim afleiðingum að vatn flæddi inn í kjallara stöðvarhússins.

Meira...

Skjáborðsmyndir

- Skjáborðið verður kunnuglegra


Þú getur gert skjáborðið á tölvunni þinni skemmtilegra með myndum úr Arnarfirði.

Meira...

Haustfagnaður Arnfirðingafélagsins 2002

- Haldin í Breiðfirðingabúð 5. október

Ánægjulegt var að sjá hve blandaður aldurshópurinn var á haustfagnaði Arnfirðingafélagsins en alls mættu á staðinn um 160 manns.

Meira...