Arnarfjörður

Leikverkið Muggur frumsýnt á Bíldudal

MF01- Leikhúsgestir voru ánægðir með sýninguna
[25.10.2002]
Í gærkvöldi var leikverkið Muggur frumsýnt í félagsheimilinu Baldurshaga á Bíldudal en það er Kómedíuleikhúsið sem stendur fyrir þessum viðburði með styrk frá menntamálaráðuneyti.

Leikverkið Muggur segir sögu listamannsins Guðmundar Thorsteinsson (1891-1924) er kallaður var Muggur. Verkið er einleikur sem nýtir form kvikmynda.

Verkið hefst þegar Muggur er 32 ára eða aldursárið sem hinn raunverulegi Muggur var á þegar hann lést. Þaðan er farið aftur til æskuáranna og sagan rakin með tilheyrandi útúrdúrum. Verkið er þó ekki heimildaleikrit heldur byggir það á ævi og persónu Muggs milli þess sem skáldaleyfi er óspart nýtt og endurspeglast það í uppsetningu verksins.

Höfundur leikverksins er Elfar Logi Hannesson (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ) og skrifar hann handritið ásamt Vigdísi Jakobsdóttur sem jafnframt leikstýrir. Aðrir sem hvað stærstan þátt eiga í sýningunni eru Kristinn Jóhann Níelsson sem samdi tónlistina, Rebekka A. Ingimundardóttir sem hannaði leikmynd og búninga, Jóhann Bjarni Pálmason sem hannaði lýsingu og Ragnar Bragason sem sá um kvikmyndun.

Þessi sýning er einnig óvenjuleg fyrir þær sakir hvernig að henni hefur verið staðið. Æfingar fóru fram í sal Möguleikhússins við Hlemm í Reykjavík, tökur á hreyfimyndum fóru fram í Elliðaárdal og víðar, tónlistin við verkið var samin á Ísafirði, leikskráin var unnin í Keflavík, búningur á saumastofu í Reykjavík og leikmynd búin til og sett saman á Bíldudal. Það er því ekki úr vegi að nota hugtakið fjarvinna um undirbúning þessarar sýningar. Að auki má bæta því við að allir þátttakendur tengjast á einn eða annan hátt í gegnum Vestfirði svo að kalla má sýninguna alvestfirskt leikhús.

Meira...

Veturinn að koma með kulda og snjó

- Frestað hefur verið leik Harðar og Bolvíkinga í kvöld
[23.10.2002]
Vetur konungur hefur nú látið vita af sér og var jörð grá að líta snemma í morgun. Snjórinn náði þó ekki að festast í bænum en það gerði kuldinn hinsvegar. Þurfa nú menn að fara að gramsa í geymslum sínum og leita að kuldafötum sínum sem hafa verið lítið notaðir í sumar.

Meira...

Hópur ungs fólks sótti eftirlegukindur á Veturlandafjalli við Arnarfjörð

- Bóndinn á Kirkjubóli í Dýrafirði fékk aðstoð
[22.10.2002]
Guðmundur Grétar Guðmundsson, bóndi á Kirkjubóli í Dýrafirði, fékk góða aðstoð tveggja pilta og þriggja stúlkna við að ná eftirlegukindum á Veturlandafjalli, sem er við Arnarfjörð og þykir nokkuð erfitt uppgöngu og yfirferðar.

„Veturlandafjall er fyrir utan Stapadal. Við höfðum séð níu kindur uppi undir brún en vissum ekki hvort eitthvað væri uppi á fjallinu. Kristján Jónsson frá Ísafirði fór við fimmta mann upp á fjall og fann þar tvær til viðbótar og kom með féð niður“, segir Guðmundur.

Á öðrum degi jóla í fyrra aðstoðaði hópur manna á vegum Kristjáns við að ná tveimur lömbum frá Kirkjubóli sem lent höfðu í ógöngum og komust ekki niður að sjálfsdáðum. „Að hluta til var þetta sama fólkið sem hjálpaði okkur núna. Þetta haustið gekk miklu betur að smala og heimtur voru miklu betri. Við vildum samt reyna að ná eftirlegukindunum fyrr þetta haustið og erum nú búin að leita af okkur allan grun á Veturlandafjalli“, segir Guðmundur Grétar Guðmundsson, bóndi á Kirkjubóli.

Frétt bb.is

Æfingar á Mugg ganga vel

- Uppsetning á lokastigi
[22.10.2002]
Æfingar á leikverkinu Mugg hafa gengið vel það sem af er. Búið er að koma upp saumastofu í anddyri Baldurshaga, stífar æfingar standa yfir, búnaði og leikmynd hefur verið komið fyrir og er allur undirbúningur nú á lokastigi.

Meira...

Útilistaverk Óskars Magnússonar

-Útilistaverk Óskars Magnússonar
[20.10.2002]
Í garði við Dalbraut 50 á Bíldudal má sjá mörg skemmtileg listaverk eftir Óskar Magnússon. Listaverk þessi eru ýmist unnin í járn eða steinsteypu og bera merki um mikið hugmyndaflug og sköpunargleði listamannsins.

Meira...

Lokað fyrir neysluvatn á Bíldudal vegna leka

- Unnið er að viðgerð á lögnunum
[19.10.2002]
Lokað var fyrir neysluvatn Bílddælinga vegna vatnsleka í bænum. Vitað var að vatnskerfið læki, en ekki hvar og höfðu starfsmenn áhaldahúss Vesturbyggðar fundið leka á vatnsveitunni með hlustunartækjum.

Meira...

Muggur

- Einleikur frumsýndur á Bíldudal
[16.10.2002]
Á Bíldudal er nú unnið hörðum höndum við undirbúning frumsýningar á Mugg.

Leikverkið Muggur er einleikur eftir Elvar Loga Hannesson og Vigdísi Jakobsdóttur. Verkið er sýn höfunda á listamanninn Mugg frá Bíldudal og túlkun þeirra á verkum hans og stöðu í okkar samfélagi.

Meira...