Arnarfjörður

Muggur í Borgarleikhúsinu

MF01- Sérstakt tilboð er fyrir félagsmenn í Arnfirðingafélaginu
[10.11.2002]
Kómedíuleikhúsið sýnir einleikinn Mugg á nýja sviði Borgarleikhússins
fimmtudaginn 14. nóvember og sunnudaginn 17. nóvember. Báðar sýningarnar hefjast klukkan 20:00.

Aðeins verður um þessar tvær sýningar að ræða og er miðaverð 1.800 krónur. Sérstakt tilboð er fyrir félagsmenn í Arnfirðingafélaginu, 1.500 krónur.

Muggur var frumsýndur á Bíldudal þann 24. október sl. og var í kjölfarið sýndur á Ísafirði.

Guðmundur Thorsteinsson eða Muggur eins og hann var kallaður fæddist á Bíldudal árið 1891. Hann fluttist til Danmerkur og nam þar list sína. Hann er án efa einn dáðasti listamaður þjóðarinnar og skildi eftir sig mörg verk. Hann var fjölhæfur, gerði vatnslitamyndir, krítar- og klippimyndir í bland við brúður og útsaum. Meðal þekktra verka hans má nefna Sjöunda dag í paradís, altaristöfluna Kristur læknar sjúka og ævintýrið sígilda Dimmalimm. Muggur andaðist langt fyrir aldur fram, en hann var 33 ára þegar hann lést.

Elfar Logi Hannesson leikur Mugg, auk 16 annara persóna sem koma við sögu í verkinu. Leikstjóri er Vígdís Jakobsdóttir, leikmynd og búnina hannaði Rebekka A. Ingimundardóttir og um kvikmyndaþátt sýningarinnar sá Ragnar Bragason kvikmynaleikstjóri. Ljósahönnun sýningarinnar er í höndum Jóhanns Bjarna Pálmasonar.

Miðasala er í Borgarleikhúsinu í síma 568 8000 . Fyrir félagsmenn í Arnfirðingafélaginu þarf að taka það fram þegar miðar eru pantaðir.

Meira...

Undirbúningur fyrir jólabasar í Baldurshaga 2002

- Fór fram í kaffistofu frystihússins

Hópur tíundubekkinga kom saman í kaffistofu frystihússins og útbjó pakka með servíettum og kertum en einnig voru bakaðar kleinur.

Meira...

Nám á kalkþörungaseti í Arnarfirði

- Mat á umhverfisáhrifum
[08.11.2002]
Íslenska kalkþörungafélagið hefur lagt fram skýrslu um mat á umhverfisáhrifum á vinnslu kalkþörungasetlaga í Arnarfirði.

Meira...

Hrafnseyrarheiði

- Jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar
[06.11.2002]
Núverandi leið milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar liggur sem kunnugt er frá Hrafnseyri í Arnarfirði til Þingeyrar í Dýrafirði.

Meira...

Árshátíð Önfirðingafélagsins

- Árshátíð Önfirðingafélagsins í Reykjavík haldin í Ásgarði
[04.11.2002]
Árshátíð Önfirðingafélagsins í Reykjavík verður haldinn laugardaginn 16. nóvember nk. í Ásgarði í Glæsibæ. Heiðursgestir verða þau Ásgeir Sölvason og Ásdís Sörladóttir úr Hafnarfirði og veislustjóri verður rokkbóndinn Birkir Þór Guðmundsson frá Hrauni á Ingjaldssandi.

Meira...

Vestfirðingaball í bænum

- Þúsöld um helgina í Glæsibæ
[30.10.2002]
Á laugardaginn verður haldið Vestfirðingaball í danshúsinu Glæsibæ í Reykjavík. Það er hljómsveitin Þúsöld sem skemmtir. Ballið hefst upp úr 22:30.

Meira...

Ástand fiskjar í Arnarfirði

- Niðurstöður úr leiðangri Drafnar
[28.10.2002]
Nýafstaðinn er leiðangur rannsóknarskipsins Drafnar í Arnarfjörð þar sem ástand rækjumiða var kannað.

Að sögn Guðmundar Skúla Bragasonar hjá Hafrannsóknarstofnun vakti athygli í leiðangrinum að talsvert af 45-85 cm þorski hafði gengið inn fjörðinn og hélt sig á fullu dýpi allt inn undir Hvestuhraun. Ungfiskur, aðallega árs gamall, merktist grynnra og utar í firðinum.

20021028 Bjarni_Drofn

Fyrir innan þorskinn stóð rækjan þétt. Mjög mikið magn þorskseiða fannst í innanverðum firðinum í bland við rækjuna, langt yfir viðmiðunarmörkum, en ýsuseiði fundust nær eingöngu yst í firðinum.

Rækjuafli á togtíma var hár, 499 kg, þrátt fyrir lítinn rækjuafla í utanverðum firðinum. Stofnvísitala rækju sem reiknast út frá flatarmáli rækjuslóðarinnar hafði hins vegar fallið frá fyrra hausti en var ívið hærri en haustið 2000. Mest áberandi í firðinum nú eru annars og þriggja ára árgangar rækju. Vísbendingar fundust um mjög sterkan árgang frá síðastliðnu vori.

Auk hefðbundinna rækjurannsókna var allur fiskur mældur, magasýni tekin úr þorski og ýsu, sá fiskur kvarnaður, vigtaður slægður sem óslægður ásamt lifur og kynkirtlum. Safnað var sýnum af þorskseiðum fyrir erfðafræðirannsóknir og þorskseiðum fyrir klakrannsóknir. Flatfiskur var mældur og kyngreindur.Öll gögn voru slegin inn jafnóðum. Rækjugögn voru fullunnin um borð. Þá voru teknar 20 Sondu stöðvar (CTD) í Ísafjarðardjúpi og 12 í Arnarfirði. Loks var safnað rækjusýnum úr þeim togum sem rækja fékkst í Arnarfirði vegna gruns um cadmíum eitrun.

Niðurstöður stofnmælingar voru kynntar á fjölmennum fundi með hagsmunaaðilum, sjómönnum og vinnsluaðilum í Þróunarsetri Vestfjarða.

Sjá einnig Dröfn í Arnarfirði.