Arnarfjörður

1. des-hátíð Leikfélagsins Baldurs

- 35. árshátíð félagsins
[04.12.2002]

Sjáðu fleiri myndir!

Laugardaginn 30. nóvember síðastliðinn hélt Leikfélagið Baldur sína árlegu árshátíð í Baldurshaga á Bíldudal.

Meira...

Búferlaflutningar í janúar–september 2002


- Dregið hefur úr búferlaflutningum af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins
[02.12.2002]
Á tímabilinu janúar-september 2002 fluttust aðeins 46 fleiri einstaklingar til landsins en frá því. Brottfluttir Íslendingar voru 692 fleiri en aðfluttir. Aftur á móti voru aðfluttir erlendir ríkisborgarar 738 fleiri en brottfluttir.

Til höfuðborgarsvæðisins voru aðfluttir umfram brottflutta 525. Á landsbyggðinni fækkaði íbúum vegna búferlaflutninga um 479. Ekkert landsvæði utan höfuðborgarsvæðisins var með fleiri aðflutta en brottflutta. Flestir fluttu frá Norðurlandi vestra eða 115, þá Vestfjörðum 106 og Austurlandi 94.

Meira...

Rækjuveiðin í Arnarfirði góð

- Verðið lélegt
[28.11.2002]
Vinnsla á rækju úr Arnarfirði hófst í vikunni en fyrstu bátar fóru á sjó á mánudag og lönduðu sínum fyrsta afla þá um kvöldið.

Meira...

Jólabasar 2002

- Fór fram í Baldurshaga á Bíldudal
[28.11.2002]

Sjáðu fleiri myndir frá basarnum!

Meira...

Fyrsta des skemmtunin

Fyrsta des skemmtunin
- Íslandsflug veitir afslátt af flugi
[24.11.2002]
Laugardaginn 30. nóvember heldur Leikfélagið Baldur á Bíldudal sína árlegu árshátíð í Baldurshaga á Bíldudal. Árshátíð Baldurs er gjarnan haldin í námunda við 1. desember og nefnist oft Desinn manna á meðal. Þetta mun vera í 35. sinn sem Desinn er haldinn en hann var fyrst haldinn árið 1967.

Meira...

Aðalfundur Leikfélagsins Baldurs

BaldurLogo- Málin rædd yfir rjúkandi sviðum
[23.11.2002]
Aðalfundur Leikfélagsins Baldurs fór friðsamlega fram á Bíldudal eins og vant er og var mikið og alvöruþrungið grín og gaman.

Boðið var upp á rjúkandi svið með tilheyrandi en farið er að hafa sviðaveislu á aðalfundi til að efla menn í fundarsókninni og reynist það bara vel.

Ný stjórn var kosin og hana skipa:

Meira...

Græni bíllinn

- Fer enn og aftur í gang
[23.11.2002]
Hljómsveitin Græni bíllinn hans Garðars leikur á tveimur dansleikjum síðustu helgina í nóvember. Hljómsveitin treður upp 29. nóvember á Rabbabar á Patreksfirði og á stórdansleik í Baldurshaga á Bíldudal þann 30. nóvember.

Meira...