Um kirkjukaffi arnfirðinga

Frá þjóðbúningamessu 24.04.'14

Glæsileg þjóðbúningamessa

 

Fimmtudaginn 24. apríl 2014, sumardaginn fyrsta, var haldin þjóðbúningamessa í Bíldudalskirkju. Eins og sjá má af myndinni var fjölmennt við þessa messu, því gera má ráð fyrir að karlmennirnir á staðnum hafi fylgt konum sínum til messu.

 

Það var fyrst í fyrra, árið 2013, sem upp kom hugmynd um þjóðbúningamessu á sumardaginn fysta. Þá klæddust 14 konur þjóðbúning við messu sumardaginn fyrsta. Eins og myndirnar bera með sér voru þær fleiri nú.  Þetta árið voru 37 konur í þjóbúning og þar að auki 3 karlmen.

  Þær skemmtilegu myndir sem fylgja þessari umfjöllun, fékk ég sendar frá Ásu Dóru Finnbogadóttur á Bíldudal og er fólk vinsamlegast beðið að virða eignarrétt hennar á myndunum.  Almenn ánægja mun hafa verið með þetta fyrirkomulag á messu sumardagsins fyrsta og einhver heyrðist tala um að með sömu fjölgun milli ára, yrðu konurnar 120 sem klæddust þjóðbúning á sumardaginn fyrsta að ári.  Kannski ekki alveg víst að sú fjölgun náist á einu ári, en gæti trúðað að árið 2016 yrði fjöldi þjóðbúninga kominn yfir 100.  

Í ljósi margumrædds kynjajafnræðis, verður ekki hjá því komist að skora á karlmenn staðarins að láta sitt ekki eftir liggja í að klæðast þjóðbúning við messu á sumardaginn fyrsta.  Hlakka til að fá slíka mynd til birtingar á næsta ári.