Um karlakaffi arnfirðinga.

Karlakaffi 26.04.2014

Aprílkaffi Bíldudalskalla 2014

Í sannkallaðri vorblíðu, laugardaginn 26. apríl 2014, hittust Bíldudalskalla á Sjómynjasafninu Víkinni. Var þetta næst síðasti kaffihittingur þetta vorið.  Ákveðið var að síðasti kaffihittingur yrði laugardaginn 24. maí, þó þar væri ekki um síðasta laugardag mánaðar að ræða. Vara þetta ákveðið til að verða ekki alveg ofaní sjómannadeginum, sem er 1. júní.

Eins og oftast er um margt að tala þegar þessi hópur hittist.  Nú var Jói Gunnars með athyglisverðasta umræðuefnið, en það var gönguferð sem hann var að skipuleggja fyrir sumarið. Hann mætti hlaðinn kortum og öðrum upplýsingum til að sýna mönnum fyrirætlanir sínar.

Almennt vöktu þessi áform Jóa mikla athygli þó svolítið væri misjafnt hve djúpt menn sökktu sér í þessar fyrirætlanir.  Þessir fóru í mikla pælingar um göngutíma og útsýni af fjallatoppum.

 Jói var búinn að teikna gönguleiðina inn á kort og fór fram nokkuð ítarleg rannsókn á gönguleiðinni. Fara á af stað frá Króki í Selárdal, ganga út verdali og þaðan upp á fjallið Kóp. En það er einungis lítið brot af alri leiðinni, eins og fólk getur séð af teikningunni. Jói áformar að fara þetta um Jónsmessuna, þannig að ef einhverjir hafa hug á að skella sér í gönguna með honum, þá endilega hafið samband við hann.  Hann hafnaði því ekkert þarna að menn gætu slegist í hópinn.

Að sjálfsögðu létu þeir feðgar Marinó Finnbogason og Guðmundur sonur hans sig ekki vanta. Ég held að þeir hafi mætt á alla kaffifundi í vetur.

Menn ræddu þarna hin ýmsu málefni eða leyfðu huganum að reika um hinar endalausu víðerni alheimsins. Hvort Valdi hafi verið í huganum að leita að nýjum skrýmsalsvæðum verður ekki svarað. Óli Þórðar er líka djúpt hugsi, meðan Haukur og Pétur virðast skoða einhvert  málefeni.

Haukur vildi greinilega heyra álit Manna á einhverju sem Jóa leyst ekki meira er svo á, því hann klórar sér bara í hausnum yfir þessu, enda að hætta að vinna um næstu mánaðarmót. Kannski hafa þeir verið að ræða lífeyrismálin og þá engin furða þó Jói klóri sér í höfðinu.  Hins vegar er alveg víst að Jens og Valdimar voru ekki að ræða lífeyrismál; alla vega ekki svona í beinum skilningi. Kannski verið að velta fyrir sér væntanlegum framtíðarhagnaði, sem jú líka er lífeyrir þeirra sem eiga fyrirtæki.

   

Ingvi var þarna að ræða einhver mál við Guðmund formann, en hann var greinilega búinn að koma auga á mann sem var líkt og farfuglarnir okkar ánægjulegur vorboði, kominn austan yfir haf að líta á fósturlandið og æskustöðvarnar.  Var þetta meistari Theodór Bjarnason, sem dvalið hefur um langa hríð í Danmörku.

Guðmundur náði tali af Tedda og fór vel á með þeim. Nú var hins vegar komið að heimferðartíma svo slíta varð samkomunni þó enn væri margt sem menn voru tilbúnir að ræða. Ég náði hins vegar undir lokin tali af Tedda og féllst hann á að setjast niður með mér fljótlega og segja mér ágrip af lífi sínu í Danmörku, sem ég gæti birt hér á síðunni. Það verður vonandi ekki langt að bíða eftir því viðtali.