Bíldudals grænar baunir 2007

Allt um Bíldudals grænar baunir 2007

Dagskrá Bíldudals grænna... 2007

Birt með fyrirvara um breytingar

Fimmtudagur 28. júní
12-18 Melódíur minninganna, aðgangseyrir
18 Hamagangur á Hóli, golfmót á Hólsvelli
18 Opnun sýningar Hörpu Árnadóttur myndlistarmanns í Gamlaskóla, sýningin ber yfirskriftina Vika fyrir vestan, ágóði af sölu verka rennur til kirkjunnar
21 Tónleikar Þórarins Hannessonar á Vegamótum
23-01 Miðnætursjóferð um Arnarfjörð, aðgangseyrir

Meira...

Hátíðarlag Bíldudals grænna... 2007

Farfuglunum var í ár falið að semja hátíðarlag fyrir Bíldudals grænar. Lagið 

heitir Fyllum dalinn af söng og er lag og texti eftir Kolbein Gunnarsson.

Þorvaldur Thoroddsen tók upp og hljóðblandaði en tekið var upp í sumarbústað Sverris Garðarssonar við Skorradalsvatn og kunna Farfuglarnir honum miklar þakkir fyrir.

Meira...

Bíldudals grænar... 2007

Fjölskylduhátíðin Bíldudals grænar… er haldin annað hvert ár og er nú haldin í þriðja sinn í sumar þann 29. júní til 1. júlí 2007 á Bíldudal.

Hátíðin hefur þá sérstöðu að Arnfirðingar sjá sjálfir um öll skemmtiatriði enda er hátíðin liður í því að viðhalda þeirri miklu menningar-, lista- og sagnahefð sem Arnfirðingar hafa löngum verið þekktir fyrir og skila henni til komandi kynslóða.

Meira...