Bíldudals grænar baunir 2003

Allt um Bíldudals grænar baunir 2003.

Bíldudalur bærinn minn

- Textinn við lag Græna bílsins

Bíldudalur bærinn minn
brosir við þér sólin,
fagur Arnarfjörðurinn
fer í betri kjólinn.

Er við hittumst syngjum söng
sæl og full af hlýju,
hljóma látum dægrin löng
lögin öll að nýju
- og við syngjum öll.

Syngjum, syngjum Ég er frjáls
Senjorinn líka,
kitlar ljúfþýtt lagið háls
og lundina sem slíka.

Bíldudalur bærinn minn
brosir við þér sólin,
fagur Arnarfjörðuinn
fer í betri kjólinn.

Nú við hátíð höldum senn
hverfa allar raunir.
Já það besta býðst hér enn
Bíldudals grænar baunir.
- Og við syngjum öll

Syngjum, syngjum ...

Lag og texti Þórarinn Hannesson

Bíldudalur, bærinn minn (3.5 MB mp3). Hægri smelltu á heiti lagsins og veldu Save Target As... til að vista það niður á tölvunni þinni og spila.