Bíldudals grænar baunir 2003

Allt um Bíldudals grænar baunir 2003.

Dagskrá sumarhátíðarinnar 2003

Dagskrá sumarhátíðarinnar 2003

- Birt með fyrirvara um breytingar
[25.06.2003]

Fimmtudagurinn 26. júní

Kl. 18:00 Golfmótið Hamagangur á Hóli hefst. Skráning stendur frá 20. júní - 25. júní. Öllum er heimil þátttaka. Hægt er að skrá sig til þátttöku á golf.is.

Föstudagurinn 27. júní

Kl. 13:00 Gönguferð út á Otradalsfjall. Mæting fyrir ofan Strengfell upp af Bíldudal.
Kl. 14:00 Bolir með merki Bíldudals grænna... seldir í tjaldi.
Kl. 16:00 Sýningar - Thorsteinsson aldamótasýning frá Minjasafninu á Hnjóti er opnuð í Barnaskólanum, einnig ljósmyndasýning Valdimars B. Ottóssonar og sýning á málverkum Óskars Magnússonar. Þá er sýning á myndum eftir Bjarna Valdimarsson opnuð í París (kl. 16-18). Auk þessara sýninga er hátíðargestum bent á að heimsækja Melódíur minninganna sem er tónlistarsafn Jóns Kr. Ólafssonar söngvara; bókasafnið á Bíldudal (kl. 17-19), þar sem skoða má minningarbók um þá sem fórust með Þormóði; og Bíldudalskirkju og þá listmuni sem tilheyra henni.
Kl. 16:00 Fyrsta skrímslaferð farin um Arnarfjörð. Leiðsögumaður er Hafliði Magnússon.
Kl. 20:00 Hátíðin sett á Tungunni - nýtt fánamastur vígt, setningarræða flutt og hljómsveitin Græni bíllinn hans Garðars frumflytur lag tileinkað hátíðinni.
Kl. 21:00 Leikfélagið Baldur stendur fyrir skemmtun.
Kl. 22:30 Vísnavinir koma fram í hátíðartjaldi.

Laugardagurinn 28. júní

Kl. 10:00 Fyrsta rútuferð út í Ketildali - Örn Gíslason er leiðsögumaður. Hátíðargestum er einnig bent á sandströndina í Hvestu fyrir börnin.
Kl. 11:00 Völumót sett - skemmtilegt krakkamót þar sem allir krakkar fá að reyna sig í íþróttum undir leiðsögn Völu Flosadóttur afrekskonu í íþróttum.
Kl. 14:00 Sölutjald opnar, hoppukastalar settir upp, þrautir og leikir hefjast, aflraunir með Bryggjuhamarinn fara fram og rækjusjómenn bjóða nýveidda rækju sem soðin verður á bryggjunni.
Kl. 14:00 Önnur skrímslaferð farin um Arnarfjörð. Leiðsögumaður er Hafliði Magnússon.
Kl. 15:00 Bíldudals Baccalà - veitingastaður opnaður þar sem spænskir matreiðslumenn töfra fram saltfiskrétti en Bíldudals Baccalà er líklega elsta eða með elstu vörumerkjum Íslandssögunar. Talið er að Ólafur Thorlacíus sé upphafsmaður þess.
Kl. 15:00 Gönguferð um þorpið undir leiðsögn Arnar Gíslasonar. Lagt verður af stað frá Félagsheimilinu.
Kl. 20:00 Harmonikkuleikur hefst í eða við hátíðartjald.
Kl. 21:00 Hljómsveitatónleikar á útisviði. Gamlar og nýjar hljómsveitir munu leika, þar á meðal hljómsveitin Facon frá Bíldudal.

Sunnudagurinn 29. júní

Kl. 11:00 Messa í Bíldudalskirkju. Séra Sveinn Valgeirsson sóknarprestur messar. Organisti er Marion Gisela Worthmann.
Kl. 13:00 Önnur rútuferð út í Ketildali - Örn Gíslason er leiðsögumaður.
Kl. 14:00 Veiðikeppni fyrir börnin, þau sem taka vilja þátt hafi með sér veiðistangir.
Kl. 18:00 Formleg slit hátíðarinnar.
Frítt er inn á svæðið en greiða þarf fyrir aðgang að einstökum liðum í dagskrá.

Allir eru hjartanlega velkomnir í veðursæla dalinn fyrir vestan