Bíldudals grænar baunir 2003

Allt um Bíldudals grænar baunir 2003.

Hátíðin Bíldudals grænar

Arnfirðingahátíðin Bíldudals grænar... 2003
- Upplýsingar og stoðrit

Kynntu þér fjölbreytta dagskrá!

Arnfirðingahátíðin Bíldudals grænar... er sumarhátíð sem haldin verður á Bíldudal síðustu helgina í júní 2003. Fyrir hátíðinni standa Arnfirðingafélagið og félagasamtök á Bíldudal.
Markmið hátíðarinnar er að kynna þá fjölbreyttu tónlistar-, leiklistar- og menningarstarfsemi sem Arnfirðingar eru þekktir fyrir og að eiga skemmtilega stund saman þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi - bæði börn og fullorðnir.

Meðal þess sem boðið verður upp á er:

Grillað sjávarfang
Skrímslaferð
Leikskemmtun
Tónleikar
Veiðikeppni
Þrautir og leikir
Bátsferðir
Skoðunarferðir
Trúbadorar
Vísnavinir

Margt fleira verður til gamans gert en öll dagskráratriði verða samin og flutt af Arnfirðingum.

Hátíðin hefst fimmtudaginn 26. júní með golfmóti sem Golfklúbbur Bíldudals stendur fyrir. Golfmótið nefnist Hamagangur á Hóli og fer það fram í túni Hóls og Litlueyrar en þar er góður níu holu golfvöllur. Öllum er heimil þátttaka.

Völumót verður haldið í fyrsta sinn fyrir börnin en það heitir eftir afrekskonunni Völu Flosadóttur frá Bíldudal sem kemur til að hvetja börnin til afreka á íþróttasviðinu.

Hátíðin verður formlega sett föstudaginn 27. júní kl. 20:00 og henni slitið sunnudaginn 29. júní kl. 18:00.

Frekari upplýsingar um Bíldudal og Arnarfjörð má finna á veffanginu www.arnfirdingur.is. Netfang hátíðarinnar er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Næg tjaldstæði eru á Bíldudal og góð þjónusta við ferðafólk.