Staðir í Arnarfirði

- Hvar hefurðu komið?

Arnarfjörður er sannkallað ævintýrasvæði. Þar er að finna há og tignarleg fjöll, djúpa dali, stríðar ár, gular strendur og grasi grónar eyrar að ógleymdum firðinum sjálfum í öllum margbreytileika sínum.

Bíldudalur

- Kauptún við Bíldudalsvog í Arnarfirði

Kynntu þér einnig sögu Bíldudals

Bíldudalur er í góðu skjóli fyrir veðri og vindum og er þar oft á sumrin slík veðursæld að með ólíkindum þykir.

Meira...

Dynjandi

- Einn fegursti foss landsins

Dynjandisvogur fyrir botni Arnarfjarðar er einstök náttúruperla. Þar er einn fegursti foss landsins og mesti foss Vestfjarða - Dynjandi. Fossinn og umhverfi hans er friðlýstur sem náttúruvætti. Áin Dynjandi rennur ofan af Dynjandisheiði sem liggur í jaðri hálendissvæðis Glámu. Sjáðu kort af verndarsvæðinu.

Meira...

Kaldbakur

- Hæsta fjall Vestfjarða

Lengi hafði verið ætlunin að sigrast á Kaldbak, hæsta fjalli vestfjarða, og létum við hjónin loksins verða af því sumarið 2001.

Kaldbakur, sem er 998 m há megineldstöð, er mun auðveldari að klífa en margan grunar. Eftir að hafa ekið framhjá Hrafnseyri og út norðanverðan Arnarfjörð er hægt að spara sér sporin inn Fossdal með því að aka eftir grófum vegarslóða inn í dalbotn. Vegarslóðinn liggur yfir Kvennaskarð og niður í Kirkjubólsdal í Dýrafirði. Slóðinn er reyndar á mörkum þess að vera boðlegur litlum bílum en við ókum hann varlega alveg inn í dalbotninn. Þar tekur við gangan upp á tindinn.

Meira...

Selárdalur í Arnarfirði

- Staður ættgöfgi, vísinda, lista og galdra

Selárdalur er einn Ketildala og ystur þeirra sem í byggð hafa verið við suðurströnd Arnarfjarðar. Ystir eru Verdalir sem munu hafa tilheyrt Selárdalslandi, en þar voru verbúðir sem bændur leigðu og þaðan mun Jón Sigurðsson forseti hafa róið eitt vor á unglingsaldri. Ketildalir eru sagðir heita eftir Katli Þorbjarnarsyni ilbreið en í Landnámu segir að hann hafi numið Arnarfjarðardali frá Kópanesi til Dufansdals.

Meira...