Söfn

Útilistaverk Óskars Magnússonar

-Útilistaverk Óskars Magnússonar
[20.10.2002]
Í garði við Dalbraut 50 á Bíldudal má sjá mörg skemmtileg listaverk eftir Óskar Magnússon. Listaverk þessi eru ýmist unnin í járn eða steinsteypu og bera merki um mikið hugmyndaflug og sköpunargleði listamannsins.

oskarU01

Mesta athygli vekur stór og tígulegur haförn sem Óskar steypti úr afgangs steypuslettum þegar hann vann við að reisa hús sitt. Húsið kallar hann Arnarklett.

oskarU02

Gosbrunnur sem heldur uppi bolta vekur einnig mikla athygli. Það er auðvelt að gleyma sér þegar horft er á boltann dansandi efst á bununni. Detti boltinn niður leitar hann aftur í miðja bununa og lyftist upp á ný.

oskarU03

Járnlistaverk Óskars eru af ýmsum toga. Má þar nefna Grétu Garbo sem arkar áfram með sín dökku sólgleraugu og ber hönd fyrir höfuð sér til að verjast ágangi ljósmyndara.

 oskarU04

Hösmagi var mannýgur hrútur í Drangey. Þeir bræður Grettir og Illugi höfðu gaman að honum og tímdu ekki fyrir nokkurn mun að aflífa hann þótt stundum væri fátt um fína drætti í fæðuöflun.

oskarU05 

Kraftlyftingamaðurinn bjástrar við lóðin þung. Lítil frænka Báru, konu listamannsins, var eitt sinn í heimsókn ásamt foreldrum sínum og þegar hún sá lyftingamannin hrópaði hún upp: „Nei sko, þarna er pulsukallinn!”

 oskarU06

Blómið er með gormum í stilk og laufblöðum og bærist skemmtilega í hægum vindi. Ef hvessir hraustlega lætur blómið öllum illum látum.

oskarU07 

Ljósár heitir þetta listaverk og er pæling listamannsins um himingeyminn.

oskarU08 

Stangaveiði hefur lengi verið eitt af mörgum áhugamálum Óskars og hefur hann margan laxinn veitt í gegnum tíðina. Hvort nokkur þeirra hefur verið svona vænn skal ósagt látið en þennan myndarlega lax gerði Óskar úr steinsteypu.

oskarU09
Blómið og haförninn

oskarU10
Haförnin, gosbrunnurinn og blómið