Örnefni

Örnefni í Bíldudal - skráð af Halldóri Jónssyni

ÖRNEFNI Í BÍLDUDAL.

Rétt utan við þorpið eru landamerki Auðahrísdals og Bíldudals um klett, sem stendur niður við veginn út í Ketildali.Heitir klettur sá
Bani. (Hef heyrt klettinn nefndam Kálfsbana). Fram af Bana gengur
þanghlein í sjó fram. Heitir

Banahlein. (Hef einnig heyrt hana nefnda Kvennahlein).
Það var fyrrum vani þegar komið var í kaupstað sjóleiðis að
kvennfólk færi að skipi og út í það við hlein þessa. Kippkorn þar
fyrir innan var önnur hlein, upp að henni stóð íshús það, sem
Pétur Thorsteinsson lét byggja 1896. Hlein þessi hlaut þá nafnið
Íshúshlein. Næst þessu er malareyri, þar sem verslunarhúsin stóðu öll til
forna. Heitir
Bíldudalseyri. Þar sem hún gengur lengst fram í sjóinn. Heitir
Oddi. Utantil á eyrinni rann lækur til sjóar (nú lokaður). Hét lækur sá
Oddalækur. Á Bíldudalseyri og upp af henni er
Bíldudalseyrartún. (Nú er tún þetta algerlega komið undir íbúðabyggð. Þar stóð til
forna bærinn sem nú stendur Félagsheimilið. Trúlega fyrsta
byggða ból í dalnum. Upp af túninu er stórt gil í fjallið .Heitir
Búðargil. Gömlu verslunarhúsin hafa verið niður undan því. Niður frá
gilinu gengur hryggur. Heitir
Búðargilshryggur. Úr gilinu rennur lækur til sjóar. Heitir
Búðargilslækur. Þá er komið inn í mitt kauptúnið, sem heitir
Bíldudalskauptún. Við Banahlein byrjar vogur, sem heitir
Bíldudalsvogur. Mynni hans re frá hleininni að Haganesi að sunnan.Á vognum er
Bíldudalshöfn. Malarkambur við sjóinn frá gömlu verslunarhúsunum fram að
Búðargilslæk heitir
Skipakambur. (Þegar þilskipaútgerð hófst frá Bíldudal voru skipin í fyrstu mok
uð upp í kambinn og síðar dregin (sett) upp á hann, að vetrinum.
Fyrir framan Búðargilslæk taka við bakkar skamms frá sjó, fyrst
er bakki, sem heitir
Kaldibakki. Framantil í honum kemur upp uppspretta af köldu, góðu vatni
(kaldavermsl). Heitir
Kaldabuna. Í sjónum fram undan henni er steinn. Heitir
Hvolpasteinn. Skammt fyrir innan Köldubunu taka við bakkar, sem sjór hefur
víða brotið framan af.Heita
Brotnubakkar. Fram af þeim er tangi. Heitir
Brotnubakkatangi. (Tangi sá er að mestu kominn undir landfyllingu). Fyrir innan
er bugur inn í ströndina. Heitir
Naustabót. Gil í fjallinu upp af Brottnubakkatanga. Heitir
Merkjagil. Þar voru landamerki milli Bíldudalskauptúns og Litlueyrar.
(Trúlega hefur Bíldudalseyri verið fyrsta býlið í dalnum og þá
verið nefnd Eyri og þá átt allt land í dalnum. Síðan hafi jarðirn-
ar í dalnum byggst og Litla-eyri fyrir botni vogsins hlotið nafn
sitt til aðgreiningar frá Eyri. Eftir hafi svo fyrsta býlið staðið sem
kotbýli). Fyrir framan Merkjagil er stórt gil í fjallinu. Heitir
Stekkjargil. Hryggur niður af því. Heitir
Stekkjarhryggur. Fram og niður af honum eru gamlar stekkjartóftir. Heita
Fornistekkur. (Nú horfnar undir byggð). Hann var frá Litlueyri enda í Litlu-
eyrar landi. Sjávarbakki fram og niður af honum. Heitir
Grænibakki. Fram af Grænabakka gengur tangi í sjó fram. Heitir
Grænabakkatangi. Skammt þar fyrir sunnan (innan) gengur eyri fram í sjóinn.Heitir
Kárseyri. Fram af henni er
Kárseyrartangi. Þar uppi af heita bakkarnir
Kárseyrarbakkar. Niður af þeim, milli bakkanna og eyrarinnar er lítil tjörn. Heitir
Kárseyrartjörn. ( Þar sem affall Kárseyrartjarnar rennur til sjóar heitir
Krókur. Rétt fyrir sunnan (innan) Kárseyri er vík inn í ströndina. Heitir
Litlueyrarbót. Þá er komið að eyri og býli samnefndu
Litlueyri. Túnið er fyrir á Bíldudalsvogi og byrjar hér dalurinn.
Bíldudalur. (Fjallið upp af kauptúninu heitir
Bíldudalsfjall. Upp af Kárseyri um það bil miðja vegu upp undir hlíðinni er kelda
Merarkelda. Kelda þessi er nú framræst vegna ræktunar). Þar sem Litlaeyri
gengur lengst í suður heitir
Litlueyraroddi. (Þar er nú grafreitur sóknarinnar.) Fyrir sunnan eyrina fellur
Litlueyrará. Ós hennar heitir
Litlueyrarós. Yfir hann er nú brú. Heitir
Litlueyrarbrú. Skammt fyrir framan hana er gamalt vað á ánni. Heitir
Kirkjuvað. Þar var farið yfir ána þegar flóð var í ósinn. Haldið er að nafnið
sé dregið af því, að þar var oft farið í kirkjuferðum til Otradals.
Kippkorn innar er fljót í ánni.Heitir
Torfkistufljót. (Nafn fljótsins er dregið af veiðiaðferð. Voru stungnar gryfjur í
bakka fljótsins og byrgðar, í þær gekk silungur og var tekinn).
í Torfkistufljót eru landamerki Litlueyrar og Hóls við ána, sem
heitir
Litlueyrará eftir að hún kemur í Litlueyrarlandareign. Í suðvesturjorni heitir
Bæli. Þar niður og inn af er flatlendi. Heitir
Litlueyrarfit. (Nú ræktuð tún). Upp og fram af Litlueyrartúni eru mýrar. Heita
Litlueyrarengjar. (Nú að mestu ræktaðar í tún). Í þessum mýrum, fram og upp af
bænum er kelda (nú framræst). Heitir (hét)
Eyvindarauga. (Sú var sögn, að drengur Eyvindur að nafni til heimilis á Hóls-
um, sem stóðu fremst á Hólstúni, hafi á Þorláksmessu verið send-
ur að Litluueyri og fengið þar hangikjöt að borða. Hafi hann látið
látið þau orð falla, að hann óskaði þess að þessi máætíð entist sér
til næstu Þorláksmessu. Á heimleiðinni hvarf drengurinn og
fannst ekki þrátt fyrir leit. En á næstu Þorláksmessu áttu líkams-
leifar hans að hafa fundist í keldunni, sem síðan bar nafn hans.
Kelda þessi er nú framræst). Fram og upp af Litlueyrarengjum er
stór skriða, sem myndast af tveimur giljum í fjallinu. Gilin heita
Tvígil. og skriðan
Tvígiljaskriða. Gil þessi og skriðan skipta löndum milli Litlueyrea og Hóls. Rétt
fyrir framan Tvígiljaskriðu er breitt hvolf. Heitir
Hólshvolf. Fyrir framan það er gil. Heitir
Hólsgil. Það myndar hrygg, sem heitir
Hólshryggur. Bærinn Hóll stendur á ávalri bungu í miðjum dal niður undan
Hólshvolfi og Hólshrygg. Afrennsli úr mýrum niður undan Hóls-
hvolfi og að nokkru úr Litlueyrarengum rennur niður með Hóls-
túni að austanverðu og heitir
Rauðilækur. (Landamerki Hóls og Litlueyrar liggja þvert um dalinn úr Tví-
giljaskriðusporði um Rauðalækjarvað í Torfkistufljót. Framan
við þau og niður við ána er áframhald Litlueyrarfitar og heitir)
Hólsfit. Milli hennar og Hólstúns eru
Hólsholt. Milli Hólstúns og Hólakors og Hólsholta er lautardrag. Heitir
Dæla. (Rétt fyrir 1960 var flugbraut lögð á Hólakoti og Hólsholtum.
Var hún 300 m. löng og kom byggðarlaginu að nokkrum notum,
því þar var hægt að lenda litlum flugvélum. Var hún undanfari
flugbrautar þeirrar, sem síðan var lögð á Hvarfsnesi. Bíldudals-
flugvöllur. Nú er landslag þarna mjög breytt orðið, vegna efnis-
töku úr Hólsholtum og íþróttavallar, sem þarna er nú staðsettur
framan við Hólsfit og neðan við holtin). Framan við Hólakot
niður við ána er djúpur hvammur. Heitir
Árdalur. Þar sem Hólstún nær niður að Árdalnum heitir
Langhóll. Austanlega á Hólstúni út undir Rauðalæk var tóft nefnd
Steindórstóft. Rétt hjá henni var flöt, sem nefnd var
Lögmannsflöt. Hjá flötinni er steinn, sem nefndur er
Lögmannssteinn. (Sú var sögn, að lögmaður einhver, talið jafnvel Ari lögmaður
Jónsson biskups Arasonar, hafi einhverntíma slegið tjöldum
á flötinni og örnefni þessi því við hann kennd. En vegna þessarar
sagnar var steinninn látinn standa óhreyfður þegar land var brotið
þarna til ræktunar).
(Á Hóli var í katólskum sið bænhús eða hálfkirkja. Stóð það
austan við bæjarhúsin og sá fyrir tóft þess, þar til túnið var slétt-
að þar u.þ.b. 1950). Hét þar
Bænhúsflöt. (Samkvæmt jarðamatsbók Árna Magnússonar og Páls Vídalín,var
bænhús þetta í notkun langt fram eftir sautjándu öld, en fallið fyrir
fyrir nokkrum árum, þegar jarðamatið var unnið 1710. Fyrir prest-
lega þjónustu við bænhúsið er sögn, að Odradalsprestur hafi haft
afnot af slæjulandi í Hólsengjum, sem enn í dag heitir
Prestsáll. Hans verður síðar getið). Fremst á Hólstúni var þriðja býlið. Hét
Hólshús. Munnmæli eru um fjórða býlið í landareign Hóls, Málfríðarstaði.
Staðsetning þess er mjög á reiki og þess er ekki getið í jarðabók
Árna og Páls. Fyrir framan Hólshrygg er gamall stekkur
Hólsstekkur. (Nálægt honum eru leifar fleiri tófta og greinileg túngarðsbrot
þar í kring. Virðist þetta vera ævagamalt. Gæti verið að þar hafi
einhvern tíma verið býli og sögnin um Málfríðarstaði verið tengd
því. Í jarðabók Árna og Páls eru Hólshús og Hólakot nefnd
Fremrihús og Hjallhólar, og Fremrihús virðast þá nýlega byggð.
En hvortveggja eru hjáleigur frá Hóli. Þá eru tvö býli á Litlueyri
Litlaeyri og Litlueyrarhús. Á Hóli er sagt að Árni Magnússon hafi
fundið Reykjarfjarðarbók, sem er eitt handrit Sturlungu. Var þar í
láni en eigandinn bóndi í Reykjarfirði). Skammt fyrir framan
Hólsstekk er
Stórihryggur. Þar fram og niður af er
Votihvammur. (Engjaland). Fram af Stórahrygg og upp af Votahvammi eru
Hrísteigar. Í hlíðinni. Leifar birkikjarrs mjög eyddar af skriðuföllum. Klett-
arnir í fjallinu enda skammt fram og upp af Votahvammi. Heitir
þar
Fjallsöxl. Úr henni fellur djúpt gil, sem myndar stóra skriðu, enda heitir
skriðan
Stóraskriða. Fyrir framan Fjallsöxl gengur dalverpi inn í fjalllendið. Heitir
Geldingadalur. Niður af honum er grasivaxinn hjalli. Heitir
Grænihjalli. Niður undan honum er holt við ána. Heitir
Langholt. Ofan með því að norðan fellur lækur. Heitir
Djúpilækur. Hvammur við vesturenda holtsins heitir
Langholtshvammur.Fram og niðurundan Grænahjalla eru gamlar seltóftir. Heita
Hnúkssel. Milli selsins og Grænahjalla rennur lækur. Heitir
Sellækur. Fyrir framan Geldingadal er hæð með hallandi öxl. Heitir
Brunaöxl. Niður undan henni rennur lækur. Heitir
Brunaaxlarlækur. Fyrir framan hana er flatneskja. Heitir
Brunaaxlarbreiða. Brunaöxl aðskilur Geldingadal frá næsta dal, sem heitir
Rjúpnadalur. Eftir honum rennur gil. Heitir
Rjúpnadalsgil. Það (sem og Sellækur, og Brunaxlarlækur) fellur í
Hnúksá. Fyrir vestan Rjúpnadal er stór hæð. Heitir
Hnúkur. Aðaldalurinn neðan frá Stóruskriðu dregur nafn af Hnúk
þessum og heitir
Hnúksdalur. Á rennur eftir honum. Heitir
Hnúksá. (Hnúksá var virkjuð á árunum 1917-1918 fyrir Bíldudalskaup-
tún. Var virkjunin 50 kw. og var rekin í 30 ár. Þá var sett upp
disilstöð á Bíldudal og gamla virkjunin notuð áfram fyrir bæina
Hól og Litlueyri um 18 ára skeið, sem þá fyrst urðu rafmagns
aðnjótandi frá Mjólkárvirkjun. Virkjunarhúsið, sem jafnan var
nefnt
Rafstöð. er staðsett fyrir sunnan Hnúksá gengt Stóruskriðu).
Hnúksá kemur undan Hnúk þar sem heita
Hnúksbrekkur. Fyrir neðan Rafstöð eru mýrar, sem takmarkast að norðanverðu af Hnúksá Hnúksá, en að sunnanverðu af holtum sem bera ekki nafn. (Holt
þessi eru nú að mestu komin undir veg). Mýrar þessar heita
Prestsáll. (Áður getið). Þar er mótekja og víðar í dalnum.Fyrir ofan Rafstöð
sunnanvert við Hnúksá eru lyngivaxnar breiður. Heita
Fegrur. Upp þaðan liggur (lá) fjallvegur sunnan til við Hnúk, þaðan yfir
Kjöl og ofan að Tungu í Tálknafirði, emda heitir vegur þessi
Tunguheiði. Vestan við Hnúk er vatn. Heitir
Hnúksvatn. Úr því fellur
Hnúksgil. Það rennur í
Seljadalsá. Hún rennur eftir dal, er heitir
Seljadalur. Hann liggur sunnan við háls, sem skilur á milli hans og Hnúksdals.
Austari endi háls þessa heita
Pallar en sjálfur virðist háls þessi ekkert nafn bera. Syðsti hluti Palla
heitir
Tagl. (Upp og yfir Tagl liggur nú þjóðvegurinn vestur til Tálknafjarðar).
Frá pöllum og niður undir árklofa Hnúksár og Seljadalsár eru
mýrar. Heita
Nónmýrar. Heimst í þeim (í átt til bæjarins) niður undir þar sem árnar mætast
er ávalt holt. Heitir
Strýtuholt. Hjá því er lítil tjörn. Heitir
Strýtuholtstjötn. (Strýtuholt og Strýtuholtstjörn eru nú horfin. Holtið allt var rifið
til efnistöku vegna vegagerðar og hvarf þá tjörnin. Náttúruspjöll).
Fyrir vestan Hnúksvatn eru grasbreiður og nokkurt slægjuland.
Þar heitir
Hnúkslautir. Fyrir framan þær upp undir heiðinni er aðkreppt, lítil tjörn. Heitir
Pyttur. (Tjörn þessi er rétt við fjallveginn og gat verið varasöm að vetrar-
lagi, enda við hana tengdar hinar venjulegu heimsendasagnir,þeg-
ar einhver viss mannfjöldi hefði farist þar). Í Pytti á Seljadalsá
upptök sín. Upp af Pytti eru
Tunguheiðarkleifar. Ef gengið er í u.þ.b. hálfan klukkutíma í suðurátt frá Tunguheið-
arkili er komið að öðrum fjallvegi, sem var miklu fjölfarnari og
aðalvegurinn milli Bíldudals og Tálknafjarðar. Vegur þessi heitir
Hálfdán. Reyndar liggur þjóðvegurinn nú sem næst gamla fjallveginum
á Hálfdán). Efst á fjallvegi þessum heitir
Kjölur. Sunnan til við veginn á Kili er hátt fell, sem heitir
Hálfdánarfell. Gömul sögn er að maður að nafni Hálfdán hafi hrapað til bana
fram af felli þessu, og eiga Hálfdánarnöfnin hér í kring að vera
dregin af heiti manns þessa. Skammt í austur frá Kili byrja lautir,
sem vegurinn liggur eftir, þær heita
Hálfdánarlautir. Neðst í þeim er vatn. Heitir
Hálfdánarvatn. (Vatn þetta,lítið, er nú horfið vegna vegagerðar). Úr því rennur
vatnsfall. Heitir
Fossagil ytra. ( Vatnsfall þetta er affall úr Hálfdánarlautum og rann í gegnum
vatnið, og rennur enn sína leið). Annað vatnsfall kemur úr tjörn
upp á svonefndu Flatafjalli (verður getið síðar) það heitir
Fossagil syðra. Þessi tvö vatnsföll renna saman í eitt og falla svo niður brekkur,
sem heita
Fossabrekkur. Síðan rennur
Fossagilið ofan í Seljadalsá. Norður af Fossabrekkum er fell. Heitir
Katrínarfell. Dregur það nafn af Katrínu nokkurri, sem þar er sagt að hafi
þar úti. Suður af Fossagiljum heitir fjallið
Flatafjall. Austur eða norðaustur af upptökum Fossagilsins syðra er skarð,
sem hægt er að fara um yfir í Otradal, skarðið heitir
Töfluskarð. Á brúninni fyrir vestan skarðið er klettaborg, sem heitir
Tafla. Þar norður og niður af er dalur. Heitir
Kálfadalur. Eftir honum rennur
Kálfadalsá. Klettaborg austur og upp af Kálfadal. Heitir
Kálfadalshorn. Norðvestan við Kálfadalsá er fell, sem heitir
Strengfell. Á því eða í námunda við það er hringur af smásteinum, sem smalar
og annað fólk hefur hrúgað þarna saman. En þarna er sagt að sé
leiði Auðar, konu Bílds þess, sem Bíldudal nam og dalurinn er
kenndur við. Heitir
Auðarleiði. Niður undan Strengfelli eru
Tungur. Eftir þeim rennur
Tungulækur. Þá er komið ofan í lágdal. Gengt Tungum norðanvert við Selja-
dalsá er skógivaxin kinn. Heitir
Seljadalskinn. Vestur og upp af henni er brekka, sem heitir
Snorrabrekka. (Nú horfin vegna vegagerðar). Upp og vestur af henni, við ána,
er slæjuland. Heitir
Seljadalsengi. Gengt því handan við ána eru tóftabrot (nú horfin vegna vega-
gerðar), taldar vera
Seltóftir. Eftir Seljadal, hjá Seljadalsengi, niður Snorrabrekku og Seljadals-
kinn, liggur Hálfdánarvegur og þaðan niður á Tagl (áður nefnt).
Fram og niður af tagli er hvammur við ána. Heitir
Kristínarhvammur. Sagt er að Kristín nokkur hafi orðið úti í hvammi þessum, (Önnur
sögn segir Helgi Guðmundsson,Þjóðsagnasafnari, að sé til um Ör-
nefni þetta. Segir hana skrásetta af Ingivaldi Nikulássyni og vera í
handritasafni sínu). Frá Tagli liggur (lá) alfaravegurinn niður
Eyrar. (Lá vegurinn sunnan við túnið á Hóli, en liggur nú norðan við það)
En förum nú aftur fram að Kálfadalsá. Fyrir heiman (niður eftir
dalnum) er kinn. Heitir
Kálfadalskinn. Fyrir heiman hana, gengt Tagli er holt. Heitir
Reiðholt. Seljadalsá (áður getið) heitir áin, sem kemur úr Seljadal og heldur
því nafni þar til Kálfadalsá fellur í hana. Þá fær hún nafnið Hólsá
eða
Langá. Á landamerkjum Hóls og Litlueyrar breytist nafnið úr því í Litlu-
eyrará (áður getið). (Fossagil og vatnsfallið úr því niður að Torf-
kistufljóti skipta löndum milli jarðanna í dalnum). Hlíðin frá
Kálfadalskinn inn á Haganes, heitir
Litlueyrarhlíð. Heldur framar en gengt Hólstúni eru tveir svartir klettar í hlíð
þessari. Heita
Svarthamrar. Þar átti huldufólk að búa. Niður undan Svarthömrum eru votlend-
ar mýrar (nú þurkaðar og unnar í tún). Heita
Hádegisálar. Standberg í fjallinu heita
Hellur. Næst Svarthömrum heitir standbergið
Sniðberg. (Gróin holt í hlíðinni sunnan við ána gengt Hólsbænum. Heita
Hnausar.) Klettarnir upp af hlíðinni heita
Litlueyrarfjall. Neðarlega í þeim klettum, hérumbil mitt á milli Hóls og Litlu-
eyrar, sér í svart op á skúta litlum, heitir sá
Hálfdánarhola. Sagt er að maður nokkur að nafni Hálfdán hafi verið eltur af
vopnuðum mönnum undir klettunum, sem ætluðu að taka hann af
lífi. en hann hafi klifið upp í holu þessa, og snéru þá óvinir hans
aftur. Talið er að holan nái í gegnum fjallið og sagt, að Hálfdán
hafi farið eftir henni og komið út úr hinum munna hennar í Otra-
dal. Kunnugir menn telja mjög ólíklegt að nokkrum myndi nú
takast að klifra upp í holuna. Örnefni þetta og sögn er eftir Ingi-
valdi Nikulássyni á Bíldudal, segir Helgi Guðmundsson. Gengt
Litlueyri er gjóta í fjallinu. Heitir
Hádegisgjóta. Niður úr henni er skriða. Heitir
Ósaskriða. (Útfiri innst í Bíldudalsvog fram af ósnum heita
Leirur). Bakkarnir mitt á milli Ósins og Haganess, heita
Bylta eða
Byltubakkar. Þeir eru beint á móti Kaldabakka á Bíldudal. Á bökkum þessum
leggur svell á vetri og er því sleipt mjög á leiðinni yfir þá. Það er
og sagt, að fólk hafi oft dottið þarna, í kirkjuferðum til Otradals
til dæmis. Ekki fylgir sögunna að slysfarir hafi hlotist af. En af
þessum áföllum er sagt að Byltunafnið sé dregið. Kippkorn fyrir
innan Byltu er leiti. Heitir
Hólsleiti. Fyrir innan það hverfur Hólsbær. Fram undan því er sker. Heitir
Kýrsker. Ganga má í skerið um stórstraumsfjörur og sagt er að kýr hafi
flætt á skerinu. Nesið fyrir innan Bíldudalsvog heitir
Haganes. Fjallið upp af því heitir
Haganeshyrna. Frammi á nesinu er tóft kölluð
Hjálmarstóft. Þar átti á sínum tíma að byggja kofa handa Hjálmari gogg (samb.
Vestfirnskar sagnir I. bindi, bls. 354. En safnarinn Helgi Guðmunds
son er höfundur þeirra). Ekkert varð þó úr því að Hjálmar byggi
þarna því hann andaðist á Fossi áður en meira var byggt en tóftin.
Og mundi annar heimildarmaður Helga, Jóhanna Bjarnadóttir
Hjálmar þá ung vinnukona á Hólshúsum.) Tangi fram af nesinu er
er þó kallaður
Hjálmarssker. Inn af því er vík, sem heitir
Sveinsvík. Sagt er að maður að nafni Sveinn, bóndi á Hóli, og skipverjar hans
allir hafi druknað á víkinni við það, að róa upp á stein í miðri vík-
inni, sem síðan er nefndur
Sveinn. Fyrir innan Sveinsvík er klettabelti frá fjalli til fjöru. Heitir
Haganesgarður. Í sjónum fram af honum er sker. Heitir
Klakkur. (Milli Klakks og lands er sund, sem fært er árabátum um flóð. Munu
Sveinn og menn hans hafa stytt sér leið í sundið með áðurgreindum
afleiðingum). Í hlíðinni nálægt Haganesgarði er hjalli. Heitir
Einvígishjalli. Landamerki milli Otradals og Litlueyrar munu nú talin í Haganes-
garð. En lengi hefur stykkið milli hans og Hólsleitis, Haganesið,
verið þrætuepli milli viðkomandi jarða. Er sagt að þræta sú hafi
byrjað á landnámstíð. Sagt er að Otri hafi numið Otradal en Bíldur
Bíldudal. Hafi þeir barist um landamerkin á áðurnefndun hjalla.
Orðið þar hvor öðrum að bana og séu þeir þar heygðir. Eiga að
sjást þar þústur tvær og séu það dysjar þeirra. Aðrir segja að dysj-
arnar séu mitt á milli Hólsleitis og Haganesgarðs fyrir ofan götuna.
(Þústur þær eru þó sýnilega klapparþústur og annað ekki). Til er og
sú sögn, að þeir hafi áttst við á Haganeshyrnu, hrint hvor öðrum
fram af og dysjar þeirra séu upp á hyrnunni. Kona Bílds á að hafa
heitið Auður. Hún bað um að jarðsetja sig þar, sem best sæist yfir
landnám sitt og var hún jörðuð á Strengfelli, sem áður er sagt.
Hún hafði beðið þess, að þeir sem best myndu eftir sér skyldu kasta
þremur steinum á leiði sitt, þegar þeir ættu þar leið hjá. Hefur það
og verið gert og það jafnvel af fólki, sem enn er á lífi. (Þetta er
skráð 1936. En nú er þessu löngu hætt. Enn er sú sögn um þá
Bíld og Otra, að í stað fjandskapar hafi þeim verið vel til vina,
og hafi mælt svo fyrir, að þeir skyldu heygðir sitt hvoru megin á
brúnum fjallsins, sem skilur að Bíldudal og Otradal. Því þar heygð-
ir sæju þeir hvor yfir sitt landnám.


Örnefnaskrá þessi er unnin eftir ljósriti af handriti Helga Guðmundssonar þjóð-
sagnasafnara.
Heimildarmenn hans voru Jón Jónsson og Jóhanna Bjarnadóttir, sem bæði ólu aldur sinn hér í Bíldudal.
Smávegis hefur þó undirritaður aukið í og er það innan sviga. Er þar farið eftir upplýsingum frá föður mínum, Jóni Jónssyni, en það hafði fallið niður í rabbi hans við Helga á stuttri dagstund. Sögnin um Lögmannsstein er þó komin frá Jóni Sumarliða-
syni frænda mínum, en við vorum bræðrasynir. Hann ólst upp á Hólshúsum, en bjó síðan á Fossi og seinna á Hóli. Einnig er lítilsháttar stuðst við ljósrit úr jarðamatsbók Árna Magnússonar og Páls Vídalín.

Unnið á Þorra og Góu 1989
Halldór G. Jónsson.