Fólkið

Fólkið í sögunni og sagan í fólkinu - fólkið er sagan og sagan er fólkið.

Jens Hermannsson

- Skólastjóri barnaskólans á Bíldudal í 26 ár
[02.02.2003]
Jens Sigurður Hermannsson fæddist 1. janúar 1891 í Flatey á Breiðafirði og lést 3. apríl 1953. Foreldrar hans voru Hermann Sigurður Jónsson skipstjóri í Flatey og Þorbjörg Jensdóttir kona hans.

Meira...

Jón Kr. Ísfeld

- Sóknarprestur, prófastur og rithöfundur
[27.12.2002]

Eiríkur Jón Kristjánsson Ísfeld var fæddur 5. september árið 1908 að Haga í Mjóafirði í Suður-Múlasýslu. Hann var sonur hjónanna Jens Kristjáns Guðmundssonar bónda og útgerðarmanns í Neskaupstað og konu hans Júlíu Sigríðar Steinsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi árið 1932 frá Menntaskólanum á Akureyri, kennaraprófi 1934 og guðfræðiprófi árið 1942.

Meira...

Jón Kr. Ólafsson

- Söngvarinn góðkunni frá Bíldudal
[21.09.2002]
JonKr1Jón Kristján er fæddur 22. ágúst 1940 og ólst upp og býr á Bíldudal. Hann er Arnfirðingum að góðu kunnur og hefur oft skemmt þeim með söng sínum gegnum árin. Hann hefur einnig oft stigið á stokk hjá Arnfirðingafélaginu á skemmtunum þess í Reykjavík og sungið af list sinni fyrir brottflutta Arnfirðinga.

Jón Kr. hóf að syngja með kirkjukór Bíldudalskirkju árið 1954 og hefur sungið við kirkjulegar athafnir þar sem og í öðrum kirkjum landsins. Hann hefur flutt klassík sönglög og hafa nokkur þeirra verið gefin út á hljómplötum í flutningi hans.

Þess utan hefur Jón Kr. sungið dægurlög bæði á skemmtunum og inn á hljómplötur. Jón Kr. var söngvari í danshljómsveitinni Facon og einn af fjórum stofnendum árið 1962. Hann söng einnig í hljómsveit Jóns Ástvaldar Hall Jónssonar og hefur komið fram og sungið á óteljandi skemmtunum á Bíldudal og í Reykjavík og víðar um landið.

Meira...

Jón Sigurðsson forseti

- Óskabarn Íslands, sómi þess, sverð og skjöldur
[17.06.2003]
Jón Sigurðsson fæddist á Hrafnseyri við Arnarfjörð 17. júní 1811 og lést í Kaupmannahöfn 7.
desember 1879.

Meira...

Magnús Jónsson

- Mangi í Smiðjunni
[11.01.2003]
Magnús Jónsson eða Mangi í Smiðjunni eins og hann var tíðast nefndur, var Árnesingur að uppruna, fæddist árið 1881, nam járnsmíði m.a. í Danmörku og Noregi, og fluttist til Bíldudals á umsvifaárum Péturs J. Thorsteinssonar.

Meira...

Óskar Magnússon

- Kynning á listamanni frá Bíldudal
[01.11.2001]
Óskar Magnússon hefur frá unga aldri fengist við málun og aðra listsköpun. Þær eru ófáar myndirnar frá Arnarfirði sem prýða nú veggi Arnfirðinga og ylja vafalaust þeim brottfluttu um hjartarætur þegar þeir virða fyrir sér fjörðinn sinn.

Meira...

Páll Björnsson

- Prestur og prófastur í Selárdal
[23.04.2003]
Páll Björnsson fæddist 1621 og lést 23. október 1706. Foreldrar hans voru Björn Magnússon sýslumaður í Bæ á Rauðasandi og síðari kona hans Helga Arngrímsdóttir lærða Jónssonar.

Meira...