Fólkið

Fólkið í sögunni og sagan í fólkinu - fólkið er sagan og sagan er fólkið.

Vala Flosadóttir

- Afrekskona í íþróttum
[06.10.2002]
Vala01Vala Flosadóttir er fædd 16. febrúar 1978 í Reykjavík en er uppalin á Bíldudal. Foreldrar hennar eru Flosi Magnússon og Ragnheiður Jónasdóttir. Systir Völu er Lára Flosadóttir. Þær systur eiga ættir að rekja til Vestfjarða og Austfjarða.

Vala æfði flestar greinar íþrótta á Bíldudal og var mjög efnileg í hástökki.

Fjölskyldan flutti til Lundar í Svíþjóð árið 1992 og Vala hóf á ný að æfa frjálsar íþróttir haustið 1993.

Meira...

Valdimar B. Ottósson

Valdimar B. Ottósson - 80 ára 12. nóvember 2001
- Hinn síungi sjarmör frá Bíldudal
[01.11.2001]
Valdi1Hinn síungi sjarmör Valdimar Ottósson frá Bíldudal verður áttræður á seinni hluta þessa árs. Hann fæddist á Bíldudal 12.11.1921.

Ég undirritaður mætti í sjötugsafmæli hans á heimili þeirra hjóna fyrir vestan, en þá var ég búsettur þar. Síðan er kominn áratugur og er ég hitti kappann síðastliðið sumar vestra gat ég ekki séð á honum nokkra breytingu, hvað þá heldur neitt er kallast gætu ellimörk eins og títt er hjá öðrum mannlegum sálum á þeim aldri.

Valdimar ólst upp hjá fósturforeldrum, Hrómundi og Þuríði í Rafstöðinni framarlega í dalnum ásamt syni þeirra hjóna, Hjálmtý. Þar undu þeir fóstbræður við ýmsa leiki vítt var athafnasvæðið og áin, sem knúði rafalinn rann þar við bæjardyr. Snemma sem smádrengur fékk Valdimar auga fyrir kvenlegri fegurð og sagði hann mér eitt sinn, að ekki hefðu þau haft útvarpsviðtæki í Rafstöðinni í frumbernsku þess undratækis, en ómissandi þótti að geta náð flutningi leikritanna á laugardagskvöldum. Þá fékk fjölskyldan að njóta þeirrar aðstöðu hjá fólkinu í Sólheimum, Magnúsi Jónssyni og Ingunni konu hans og einhverju sinni að leikritsflutningi loknum var boðið upp á kaffi og tvíbökur. Hann virti fyrir sér er heimasætan, gjafvaxta og glæsileg, deif tvíbökunum í kaffið með yndisleik og nartaði síðan í þær með hvítum tönnum sínum innan við rósrauðar varir. Þá sagðist hann hafa hugsað með sér, að seinna, þegar hann yrði stór og gæti keypt sér sjálfur tvíbökur, ætlaði hann að fara eins að og þessi yndislega stúlka.

Meira...