Fólkið

Fólkið í sögunni og sagan í fólkinu - fólkið er sagan og sagan er fólkið.

Ástvaldur Jónsson

- Hljóðfæraleikari og lagasmiður
[17.04.2003]
Ástvaldur heitir fullu nafni Jón Ástvaldur Hall Jónsson og er fæddur í Otradal í Arnarfirði 8. desember 1943.

Meira...

Bjarni Valdimarsson

- Senjor listamaður
[21.02.2003]
Bjarni Þórarinn Valdimarsson, sem nefndur var Senjor, var með ágætustu listamönnum á Bíldudal meðan hann var og hét.

Meira...

Gísli Jónsson

- Alþingismaður og velunnari Bíldudals
[09.10.2002]

Gísli Jónsson er fæddur í Litlabæ á Álftanesi 17. ágúst 1889 og látinn 7. október 1970. Foreldrar hans voru Jón Hallgrímsson og Guðný Jónsdóttir. Þau bjuggu á Bakka í Ketildölum frá 1901 - 1912 og svo aftur frá 1914 - 1920. Jón stóð fyrir stofnun verslunar, fiskvinnslu og útgerðar í Bakkadal og var vel Þekktur fyrir heiðarleika og ráðvedni. Gísli stundaði ungur sjómennsku hjá föður sínum og var þar m. a. farsæll formaður á bátum föður síns.
    Gísli giftist 3. júlí 1920. Kona Gísla var Hlín Þorsteinsdóttir fædd 5. desember 1899, látin 9. nóvember 1964. Börn þeirra eru Guðrún fædd 1921, Þorsteinn fæddur 1924 og Haraldur fæddur 1928.

Meira...

Guðmunda Magnúsdóttir

- Leikkona á Bíldudal
[17.01.2003]
Guðmunda Magnúsdóttir var fædd 20. júlí 1910 og dóttir hjónanna Magnúsar Jónssonar og Ingunnar Jensdóttur.

Meira...

Guðmundur Sigurðsson

- Bakari og lífskúnstner
[27.01.2003]
Guðmundur Sigurðsson bakari var fæddur að Úthlíð í Biskupstungum 2. júní 1876. Sextán ára að aldri fluttist Guðmundur til Reykjavíkur og gerðist aðstoðarmaður í bakaríi hinna svokölluðu Sturlubræðra. Til Bíldudals réðist hann svo um aldamótin sem bakari til Péturs Jens Thorsteinssonar og átti þar heima til æviloka.

Meira...

Guðmundur Thorsteinsson

- Muggur, Bíldudalsprinsinn
[13.02.2003]
Einhver dáðasti listamaður þjóðarinnar er Bílddælingurinn Guðmundur Thorsteinsson eða Muggur einsog hann er jafnan kallaður. Hann var fjölhæfur listamaður og þó ævi hans hafi verið stutt lét hann eftir sig verk sem eiga eftir að lifa um ókomin ár.

Meira...

Hafliði Magnússon

- Skáldið
[14.10.2002]
Hafliði Magnússon frá Bíldudal er fjölhæfur og dugandi listamaður. Hann semur ljóð og leikrit, söngleiki, teiknar, málar og grípur í hljóðfæri á góðri stund.

Meira...