Félagsskapur

Margskonar félagskapur hefur verið við lýði í Arnarfirði og þó einkum á Bíldudal.

- Formleg og óformleg félög

Kvennadeild Slysavarnarfélagsins á Bíldudal

- Heldur upp á 70. ára starfsafmæli sitt
[02.03.2003]

Laugardaginn 1. mars hélt Kvennadeild Slysavarnarfélagsins á Bíldudal upp á 70. ára afmæli sitt með því að bjóða gestum og öllum velunnurum sínum upp á glæsilegt kökuhlaðborð.

20030302 Kvennadeild

Afmælisnefnd Kvennadeildar Slysavarnafélagsins á Bíldudal

Sigríður Bjarnadóttir formaður bauð gesti velkomna og tók á móti afmælisgjöfum til deildarinnar. Nokkur ávörp voru flutt þar sem deildinni var óskað heilla og velfarnaðar á þessum tímamótum.

Guðrún Jónsdóttir færði deildinni fundarhamar á standi frá Kvennadeildinni Unni á Patreksfirði en hamarinn er handunninn af Einari Skarphéðinssyni á Patreksfirði.

Lilja Magnúsdóttir færði deildinni ræðupúlt og fána frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg.

Heba Harðardóttir færði blóm og árnaðaróskir frá Kvenfélaginu Framsókn á Bíldudal og Jón Þórðarson færði deildinni 40 sælkerakassa til fjáröflunar með blönduðu sjávarfangi frá Þórði Jónssyni ehf. á Bíldudal.

Kór Tónlistarskólans söng og nemendur spiluðu á hljóðfæri og gerðu gestir góðan róm að skemmtuninni en þeir voru víða að komnir. Var þetta virkilega gott og notalegt samsæti.

Afmælisnefnd Kvennadeildar Slysavarnarfélagsins á Bíldudal á þessum tímamótum (sjá mynd hér á síðunni):

Ragnheiður K Benediktsdóttir
Guðný Sigurðardóttir
Hrafnhildur Þ Jóhannesdóttir
Sigríður Bjarnadóttir formaður
Birna H Kristinsdóttir
Margrét S Hjartardóttir

Stjórn Kvennadeildar Slysavarnarfélagsins á Bíldudal á þessum tímamótum:

Sigríður Bjarnadóttir formaður
Hulda Gísladóttir varaformaður
Guðbjörg Friðriksdóttir ritari
Jóna Runólfsdóttir vararitari
Erna Hávarðardóttir gjaldkeri
Ólafía Björnsdóttir varagjaldkeri

Frétt og mynd Jón Þórðarson ( This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. )