Félagsskapur

Margskonar félagskapur hefur verið við lýði í Arnarfirði og þó einkum á Bíldudal.

- Formleg og óformleg félög

Kvenfélagið Framsókn 90 ára 2001

- og kjör íþróttamanns ársins 2000
[19.01.2001]

Kvenfélagið Framsókn hélt upp á 90 ára afmæli sitt með því að bjóða öllum íbúum Bíldudals í sólarkaffi þann 18. febrúar.

Ennfremur var í hófinu lýst kjöri íþróttamanns ársins á Bíldudal fyrir árið 2000 og hlaut þá tilnefningu Andrés Garðar Andrésson fyrir framúrskarandi ástundun og íþróttaafrek ársins. Andrés var ennfremur valin besti frjálsíþróttamaðurinn.

Þau önnur sem hyllt voru sem afreksfólk voru Arna Margrét Arnardóttir sem besti körfuboltamaðurinn og Ívar Örn Karlsson, sem besti fótlboltamaðurinn. Arnfirðingafélagið óskar þessum ungu afreksmönnum til hamingju með kjörið og hvetur þau, sem aðra unga Bílddælinga, til dáða á komandi árum.

Fram komu kórar leikskólabarna og kvenfélagskvenna sem skemmtu gestum með söng sínum.

Arnfirðingafélagið óskar kvenfélagskonum til hamingju með 90 ára afmæli Kvenfélagsins Framsóknar.

Jón Þórðarson sendi Arnfirðingi myndir úr hófinu.

KF01

KF02

KF03

KF04

KF05

KF06

KF07

KF08

KF10

KF11

KF12

KF13

KF14

KF15

KF09