Félagsskapur

Margskonar félagskapur hefur verið við lýði í Arnarfirði og þó einkum á Bíldudal.

- Formleg og óformleg félög

Heiðakórinn

- Fjölbreytt efnisskrá
[19.11.2002]

Heiðakórinn var stofnaður á síðasta ári og hefur á að skipa rétt rúmlega fjörtíu félögum frá öllum svæðum Vesturbyggðar og frá Tálknafirði.

Kórinn er að hefja sitt annað starfsár og er efnisskrá hans mjög fjölbreytt. Kórinn flytur mörg hinna fegurstu ættjarðarlaga jafnt hinum hressustu veisluslögurum og allt þar á milli.

Heidarkorinn04

Heidarkorinn01

Heidarkorinn03

Heidarkorinn05

Vísir að karlakór
Upp úr starfi Heiðarkórsins hefur einnig komið fram vísar að karlakór en nokkrir hressir karlar í kórnum tóku sig saman um að æfa nokkur lög og hafa flutt þau á tónleikum kórsins. Það er vonandi að starfsemi þessa hóps komi til með að eflast og vaxa jafnt sem Heiðakórsins sjálfs.

Heidarkorinn02
Karlakórinn

Helga Þórdís stjórnandi kórsins
Helga Þórdís Guðmundsdóttir (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ) er bæði stjórnandi og undirleikari kórsins. Hún starfar sem skólastjóri Tónlistarskólans á Tálknafirði. Helga Þórdís er menntaður píanóleikari og píanókennari. Hún hefur einnig lagt stund á söngnám ásamt kórstjórn og námi í orgelleik og kirkjusöngsfræðum. Helga Þórdís söng lengi vel með Módettukór Hallgrímskirkju í Reykjavík undir stjórn Harðar Áskelssonar.

 Heidarkorinn06

Helgu Þórdísi færðar gjafir að loknum tónleikum á Bíldudal

Heiðakórinn æfir alltaf á mánudagskvöldum á Tálknafirði og má vel merkja metnað þessa félagsskapar á því að sumir félaganna þurfa að keyra allt að 120 km til þess að komast á æfingar enda eru æfingatímarnir vel nýttir. Kórinn hefur á að skipa fínum röddum en það er ekki síður andinn og hinn góði félagsskapur sem skilar sér í góðum árangri.

Myndir Jón Þórðarsson (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. )
Texti Helgi Hjálmtýsson (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. )