Blöðin

- Gefin út af menningu og hugsjón

Bylta

Bylta - menningarpólitískt blað.

Bylta forsidaBylta er alls sex myndskreytt, fjölrituð tölublöð. Tvö gefin út af Birni Jónssyni, Jörundi S. Garðarssyni og Sverri Einarssyni, júlí 1970 og ágúst-september sama ár. Birt voru viðtöl við lykilmenn.

Útgáfan féll niður þar til 1975, þá ný ritnefnd: Hafliði Magnússon, Jens Valdimarsson, Jón Ingimarsson, Jón Kr. Ólafsson, Jörundur Garðarsson og Magnús Björnsson. Þessi ritnefnd gaf út fjögur tölublöð: mars, apríl, maí og júní 1975. Hafliði var ekki í ritnefnd tveggja síðustu tölublaða. Þessi ritnefnd lagði áherslu á að skoðanaskipti þorpsbúa færu fram í blaðinu. Skákþáttur var þá einnig að staðaldri í blaðinu.

Bylta var menningarpólitískt blað með léttum brag sem vildi rita örnefnið Bylta með einföldu. Rök fyrir þeim rithætti voru þó ekki lögð fram.

Nafnið Bylta valið því á Bíldudal „er eilíf bylting, sem á sér hvorki upphaf né endi og ekkert heildarmarkmið. Bitlan okkar hérna hins vegar við voginn horfir ávallt til okkar og er vort leiðarljós og standbergið er það sem við trúum á.“

Blaðinu var ætlað að fást við stöðugan og staðbundinn veruleika en um leið óræðan, nokkurs konar stöðugt og staðbundið byltingarástand, sem er kannski lýsandi fyrir mannlífið á Bíldudal um og upp úr 1970. Kannski lauk þessu tímabili eftir daga Byltu með því hámarki að varðskip færði togarann Pétur Thorsteinsson til hafnar á Bíldudal eftir yfirtöku skipverja á skipinu.

Í öðru tölublaði Byltu segir í ritnefndargrein í kjölfar fyrsta tölublaðs: „nú sem stendur er þorpið skipt í hjarðir, ef svo má að orði komast, sem lúta sínum forystusauði. Ef svo er birt gagnrýni á þessa „sauði“ liggur við að öll hjörðin móðgist og kaupi ekki „skítaplagg“, sem fer með róg og níð.“

          Byltufréttir
          Um Byltu-örnefnið