Blöðin

- Gefin út af menningu og hugsjón

Bílddælingur

Bílddælingur - vinstri sinnað menningarblað.

Bilddaelingur forsidaBílddælingur er fjölritað blað, tvær arkir og þaðan af meira, upphaflega gefið út og ritstýrt af Ingimar Júlíussyni og Markúsi Ó. Waage, selt í áskrift og lausasölu, en síðar er Ingimar einn með blaðið, síðari eintök með teiknuðum myndum.

Fyrsta tölublað kemur út í október 1949 og virðist hvatinn að stofnun blaðsins vera sveitastjórnarkosningar í janúar 1950 og blaðið málgagn Sósíalista á Bíldudal, en Ingimar og Markús skipuðu fyrsta og annað sæti á lista Sósíalista í kosningunum. Fjórir árgangar komu út að minnsta kosti - 1949-1952.

Blaðið virðist hafa „áunnið sér drjúgar vinsældir“ og sumir kaupendur greiddu það tvöföldu verði. Stefnt var að útgáfu átta til tíu tölublaða á ári.