Blöðin

- Gefin út af menningu og hugsjón

Nýtt barnaskólahús á Bíldudal

- Úr Arnfirðingi 11. janúar 1902 

Nýtt barnaskólahús var vígt hjer 2. þ.m. Áður var haldinn hjer barnaskóli í svokölluðu Goodtemplarahúsi eða Bindindishúsi og var það á ýmsan hátt mjög óhagkvæmt bæði fyrir börn og kennara, auk þess sem ekki veitir af því húsi til fundarhalda, skemtana og annars þess háttar.

GamliSkolinn
Barnaskólahúsið var vígt 2. janúar 1902 (Gamli skólinn),
kirkjan var þá ekki risin

Þetta nýja hús hefur verið bygt að miklum hlut af styrk frá sveitarfjelaginu og þói með góðri hjálp frá samskotum einkum frá kaupmanninum og svo við tekjur af tombólu sem hjer var haldin í því skyni.

Húsið er ágætlega vandað, tvöföld klæðning utan og pappi á milli og súglaust með öllu. Kenslustofurnar eru tvær og rúmgóður gángur með allri annari hliðinni. Ofnar ágætir og svo útbúnir að jafnan er hreint og gott loft í stofunum.

Húsið er ætlað til að rúma 40 börn, en þó þau sjeu ekki nema 24 í honum sem stendur, verður hann þó brátt of lítill ef fólki fjölgar hjer næstu árin eins og því hefur fjölgað undanfarið.

Verslunin tók að sjer bygginguna fyrir 4000 kr. En það mun nú drjúgum farið að sækja á 5. þúsundina, með því að ekkert hefur veriðtil sparað að gera húsið sem best úr garði og mega allir vera þakklátir fyrir það, ekki síst þeir sem born sín eiga þar.

Húsið er hið þarfasta og til sæmdar öllum hlutaðeigendum bæði sveitarfélaginu og öðrum, en aungum, sem sjeð hefur barnahópinn hjer á Bíldudal kemur það á óvart þó innan skamms þurfi að stækka húsið á einhvern veginn.