Blöðin

- Gefin út af menningu og hugsjón

Arnfirðingur

- prentað blað gefið út af Pétri J. Thorsteinssyni og Þorsteini Erlingssyni

          Nýtt barnaskólahús á Bíldudal

          Smáauglýsingar í Arnfirðingi

Bílddælingur

Bílddælingur - vinstri sinnað menningarblað.

Bilddaelingur forsidaBílddælingur er fjölritað blað, tvær arkir og þaðan af meira, upphaflega gefið út og ritstýrt af Ingimar Júlíussyni og Markúsi Ó. Waage, selt í áskrift og lausasölu, en síðar er Ingimar einn með blaðið, síðari eintök með teiknuðum myndum.

Fyrsta tölublað kemur út í október 1949 og virðist hvatinn að stofnun blaðsins vera sveitastjórnarkosningar í janúar 1950 og blaðið málgagn Sósíalista á Bíldudal, en Ingimar og Markús skipuðu fyrsta og annað sæti á lista Sósíalista í kosningunum. Fjórir árgangar komu út að minnsta kosti - 1949-1952.

Meira...

Bylta

Bylta - menningarpólitískt blað.

Bylta forsidaBylta er alls sex myndskreytt, fjölrituð tölublöð. Tvö gefin út af Birni Jónssyni, Jörundi S. Garðarssyni og Sverri Einarssyni, júlí 1970 og ágúst-september sama ár. Birt voru viðtöl við lykilmenn.

Útgáfan féll niður þar til 1975, þá ný ritnefnd: Hafliði Magnússon, Jens Valdimarsson, Jón Ingimarsson, Jón Kr. Ólafsson, Jörundur Garðarsson og Magnús Björnsson. Þessi ritnefnd gaf út fjögur tölublöð: mars, apríl, maí og júní 1975. Hafliði var ekki í ritnefnd tveggja síðustu tölublaða. Þessi ritnefnd lagði áherslu á að skoðanaskipti þorpsbúa færu fram í blaðinu. Skákþáttur var þá einnig að staðaldri í blaðinu.

Bylta var menningarpólitískt blað með léttum brag sem vildi rita örnefnið Bylta með einföldu. Rök fyrir þeim rithætti voru þó ekki lögð fram.

Nafnið Bylta valið því á Bíldudal „er eilíf bylting, sem á sér hvorki upphaf né endi og ekkert heildarmarkmið. Bitlan okkar hérna hins vegar við voginn horfir ávallt til okkar og er vort leiðarljós og standbergið er það sem við trúum á.“

Meira...

Geisli

Geisli - prentað og fjölritað blað gefið út af Jóni Kr. Ísfeld

Rauðfeldur

Rauðfeldur