Fréttir

Baunir_2015_dagskra_plakat.pdf 2

Baunir_2015_dagskra_plakat.pdf

 

Baunir_2015_dagskra_plakat.pdf

Baunir_2015_dagskra

 

Bíldudalskallar í sumarfrí 2015

 vetrardagskrá Bíldudalskalla komin í sumarfrí.

Enn er vetrardagskrá Bíldudalskalla komin í sumarfrí. Síðasti hittingur vetrarins var í gær, laugardaginn 30. maí 2015. Fjölmenni var ekki verulegt, en góður andi i hópnum sem mætti og menn náðu góð spjalli.

Í Víkinni höfum við notið góðs atlætis, gott kaffi, veitingar og þjónustan lipur og þægileg. Viljum við færa starfsfólki þar kærar þakki fyrir veturinn. Stúlkurnar sem afgreiða á staðnum eru tvær en einungis önnur vildi vera með á myndinni frá staðnum.

Um leið og ég set inn þær myndir sem ég tók í þetta skiptið óska ég öllum Bílddæingum góðs og ánægjulegs sumars.

  
 
   
 
   
 
 
 
 
 
 
   

Maí 2015 hittingur Bíldudalskalla

36. Héraðsþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka

36. Héraðsþing Héraðssambandsins

Hrafna-Flóka 2015

var haldið á veitingastaðnum Hópinu á Tálknafirði þann 29.apríl s.l.

 

Vel var mætt á þingið og voru ýmis mál tekin fyrir.  Mótaskrá sumarsins var samþykkt auk þess sem valdir voru íþróttamenn ársins 2014 hjá sambandinu.

Nýr íþróttafulltrúi var kynntur til starfa en hann mun starfa fyrir Vesturbyggð og Tálknafjarðarhrepp auk þess að vera framkvæmdarstjóri HHF.

            

Páll Vilhjálmsson var valinn úr hópi um 13 umsækjenda en ráðgjafafyrirtækið Attentus aðstoðaði við ráðningarferlið. Páll mun hefja störf þann 1.júní n.k.

 

Íþróttamenn HHF voru valdir á þinginu         (Myndir vantar af fólkinu)

Saga Ólafsdóttir frá Íþróttafélaginu Herði (ÍH) valin frjálsíþróttamaður HHF auk þess að vera íþróttamaður HHF árið 2014.

Knattspyrnumaður HHF var Einar Jónsson frá ÍH.

Sundmaður HHF var Guðrún Ósk Aðalsteinsdóttir frá Ungmennafélagi Tálknafjarðar (UMFT).

Gabríel Ingi Jónsson frá UMFT var körfuknattleiksmaður HHF.

 

Minningarsjóður Stefáns Jóhannesar Sigurðssonar

Ein umsókn barst árið 2014 í Minningarsjóð Stefáns Jóhannesar Sigurðssonar en tilgangur sjóðsins er að styrkja unga og efnilega íþróttamenn innan Héraðssambandsins Hrafna-Flóka til frekari þjálfunar.

Hilmir Freyr Heimisson fékk styrk, en hann teflir í skák og er meðal annars Íslandsmeistari í skólaskák 2013.

 

Hilmir Freyr á glæstan feril að baki og má m.a. nefna að hann er unglingameistari Hellis 2012, unglingameistari T.R. 2011 og varð barnablitzmeistari á Reykjavík Open 2012. Stjórn HHF hlakkar til að fylgjast með þessum efnilega skákmanni í framtíðinni.

 

Engin breyting varð á stjórn HHF

Engin breyting varð á stjórn HHF en stjórnina skipa Lilja Sigurðardóttir, formaður, Sædís Eiríksdóttir, meðstjórnandi og Birna Friðbjört Hannesdóttir, meðstjórnandi. Varastjórn skipa Heiðar Jóhannsson, Kristrún A. Guðjónsdóttir og Ólafur Byron Kristjánsson.

 

 

Fært um Dynjandisheiði vorið 2015

Frétt af vef Bæjarins Besta                            bb.is | 08.05.2015 | 16:29

Fært um Dynjandisheiði

Snjómokstursmenn Vegagerðarinnar komust í gegnum síðustu skaflana á Dynjandisheiði í dag og vegurinn fær en þó einbreiður þar sem ekki er búið að fullmoka. Í gær opnaði Hrafnseyrarheiði. Vesturleiðin hefur ekki verið fær síðan 5. desember. Leiðin milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar styttist úr 609 km í 173 km þegar heiðarnar opna.

Á fréttavefnum Mbl.is, kemur fram að mikil hálka sé á Dynjandisheiði. #GJ.

 

 

Fjarðalax, Vilja frekari afslátt

Frétt af vef Bæjarins Besta                               bb.is | 08.05.2015 | 16:57

 

Vilja frekari afslátt

 

Kvíar Fjarðalax.

Eigendur Fjarðalax hafa farið þess á leit að bæjaryfirvöld í Vesturbyggð aðstoði fyrirtækið við að ná fram hagræðingu í rekstri sláturhúss á Patreksfirði. Fyrirtækið útilokar ekki að farið verði fram á frekari ívilnanir eins og afslátt á hafnargjöldum. Frá þessu er greint í DV í dag. Í vetur sagði Fjarðalax upp öllum starfsmönnum í sláturhúsi og vinnslu á Patreksfirði. Uppsagnirnar voru dregnar til baka eftir að fyrirtækið komst að samkomulagi við Vesturbyggð um að tryggja vinnslu í bænum. Samkomulagið hefur ekki verið undirritað enn. 

Í samtali við DV gagnrýnir Einar Örn Ólafsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Fjarðalax, skattlagningu á greinina, bæði af hálfu ríkis og sveitarstjórna. Hann segir skattlagningu ekki forsendu fyrir samkomulagi við Vesturbyggð. Fiskeldisfyrirtæki í Vesturbyggð fá nú þegar afslátt á aflagjöldum.