Fréttir

Er Taglið í hættu ??

HVAR Á AÐ TAKA LANDFYLLINGU ??

Þessari spurningu varpar Magnús Óskarsson fram í meðfylgjandi texta og mynd.

 

Mér var hugsað til fyrirhugaðar landfyllingar og með svolítinn hnút í maga þegar ég tók þessa mynd, ef það verður virkilega raunin að allt efni verði tekið úr taglinu. Það breytist mikið ásýnd dalsins þegar búið verður að rífa upp stóran hluta fjallsins? Vill einhver kaupa sér lóð á fyrirhuguðu sumarhúsasvæði þegar Taglið verður eitt svöðusár eða nánast horfið? Er ekki möguleiki að láta endurskoða þetta eitthvað áður en það verður of seint. Mætti kannski taka efnið ofar úr fjallinu þannig að „fronturinn“ sem snýr inn í dalinn fái að halda sér? En sjálfsagt horfa menn til klettabeltisins og sprengja það allt upp.

Takk fyrir þessa fallegu mynd og þessar mikilvægu hugleiðingar Magnús.  Ef ég man rétt, var ekki ætlunin að taka alla landfyllinguna úr Taglinu, heldur átti að sækja þangað sórgrýti í varnargarð framan við landfyllinguna. Grjót í þennan varnargarð á einnig að taka úti í Auðahrisdal. Landfyllinguna sjálfa var ekki búið að gefa ákveðna línu um hvaðan yrði tekin.

En, ég er búinn að leggja drög að því að fá viðtal við Vegmálastjóra þegar hann kemur úr sumarfríi, sem verður upp úr 20. þessa mánaðar.  Fyrirhugað var að ræða við hann um vegasamgöngur til sunnanverðra Vestfjarða.  Ég mun athuga hvort hann veit eitthvað um þessi áform varðandi efnistöku úr Taglinu og fleiri þáttum í sambandi við væntanlega landfyllingu við Banann. #kveðja G.J.

 

 

Íslenska kalkflörungafélagið hleypir nýju blóði í bíldælskt atvinnulíf:

Fréttin fengin úr blaðinu VESTFIRÐIR  26.06. 2014

Íslenska kalkþörungafélagið hleypir nýju blóði í bíldælskt atvinnulíf:

Nýtir 10% allar raforku sem

notuð er í Vestfirðingafjórðungi

Íslenska kalþörungafélagið á Bíldudal fjárfesti fyrir um hálfan milljarð króna á síðasta ári, aðallega vegna stækkunar verksmiðjunnar um helming, en í nýrri byggingu hefur 3,6 megavatta þurrkari verið tekinn í notkun ásamt öðrum tilheyrandi búnaði vegna starfseminnar. Slökkt hefur verið tímabundið á þurrkaranum sem fyrir var í verksmiðjunni og verður svo þar til tekinn hefur verið í notkun nýr rafspennir sem þolir keyrslu á allri verksmiðjunni samtímis.

Þrátt fyrir þetta hafa afköst verksmiðjunnar aukist verulega eftir að nýi þurrkarinn var tekinn í notkun. Unnið er á vöktum við framleiðslu allan sólarhringinn og á dögunum var stærsta einstaka farminum, 4500 tonnum af mjöli, skipað um borð í hollensk flutningaskip sem skipað var í land á Írlandi. Íslenska kalkþörungafélagið er fjölmennasti vinnustaðurinn á Bíldudal og einn stærsti kaupandi raforku hjá Orkubúi Vestfjarða. Alls kaupir fyrirtækið árlega um 10% þeirrar raforku sem notuð er í landsfjórðungnum. Hjá fyrirtækinu eru ársverk um 20 auk þess sem allnokkur störf fylgja verktökum sem sinna reglulegri þjónustu við fyrirtækið. Sem dæmi um áhrif af starfsemi fyrirtækisins og annarra fyrirtækja sem hafa komið sér fyrir á svæðinu á undanförnum árum má nefna að tekist hefur að stöðva fólksfækkun sem var viðvarandi um árabil á Bíldudal samfara stöðugri fækkun starfa í sjávarútvegi.

Íbúar Bíldudals eru nú um 200 en voru rúmlega 100 fyrir fáeinum árum. Þá má nefna að vegna starfsemi Íslenska kalkþörungafélagsins réðst Vesturbyggð í umtalsverðar hafnarframkvæmdir árið 2007, ekki síst til að mæta þörfum Kalkþörungafélagsins og greiðir fyrirtækið nú árlega yfir 20 milljónir króna í leigu fyrir afnot af höfninni. Þær greiðslur gera sveitarfélaginu kleift að greiða upp kostnað við fjárfestinguna á fáum árum. Auk þessa tekur fyrirtækið þátt í ýmsum verkefnum með sveitarfélaginu og öðrum aðilum sem m. a. hafa að markmiði að styrkja enn frekar innviði sveitarfélagsins.

Íslenska kalkþörungafélagið á árlega viðskipti við fjölda innlendra aðila vegna kaupa fyrirtækisins á vöru og þjónustu. Fjöldi birgja er rúmlega 200 og námu viðskipti við þá um 430 milljónum króna á síðasta ári. Á sama tímabili greiddi fyrirtækið um 120 milljónir króna í laun og launatengd gjöld og um 40 milljónir í opinber gjöld til ríkisins og sveitarfélagsins Vesturbyggðar. Fyrirtækið sækir og vinnur kalkþörungaset úr Arnarfirði sem er þurrkað í mjöl og aðrar afurðir í verksmiðju félagsins á Bíldudal. Rúmlega 99% framleiðslunnar eru seld á erlendum mörkuðum og notuð í framleiðslu á lífrænu dýrafóðri, fæðubótarefnum og gróðuráburði. Framkvæmdastjóri frá árinu 2013 er Einar Sveinn Ólafsson.

Atvinnusaga Bíldudals á sér enga líka. Margir telja að nú sé að renna upp svipaður uppgangstími og Pétur Jens Thorsteinsson kom af stað á Bíldudal upp úr aldarmótunum 1900. Í byrjun aldarinnar mun Pétri hafa boðið í grun að tími seglskipanna væri senn á enda runninn og tímabil togara og mótorskipa að hefjast. Nú þurfti stórfé til að sigla hraðbyri inn í nýja öld. Árið 1907 er tilkynnt um stofnun félagsins „P. J. Thorsteinsson & Co.“ Í stjórn þess voru kjörnir fjórir Danir og Eggert Claessen málflutningsmaður. Framkvæmdastjórn skipuðu þrír Danir og Íslendingarnir Pétur Thorsteinsson og Thor Jensen. Félagið var þó jafnan nefnt Milljónafélagið, enda átti hlutafé þess að vera ein milljón króna, en 180.000 krónur mun hafa á vantað að það næðist nokkurn tíma inn. Uppnefnið mun hafa orðið félaginu lítt til framdráttar. þá voru tekjur landssjóðs rétt um ein milljón króna og allur útflutningur landsmanna upp á einar 10 milljónir króna. Margir Íslendingar báru þann ugg í brjósti að svo gífurlegt erlent auðmagn myndi kaffæra þá íslensku athafnamenn sem við þröngan fjárhag og eilífan rekstrarfjárskort voru að basla við að renna stoðum undir íslenska atvinnuvegi. Dönskum fjármálamönnum blöskraði hins vegar að veita slíku fjármagni til þessa fátæka lands sem ekkert hefði með slíkan fjáraustur að gera. Þar við bættist að alþjóðleg fjármálakreppa reið yfir á fyrstu starfsárum félagsins.

Sundurþykkja kom strax upp á milli hinna íslensku og dönsku stjórnenda. Eftir aðeins tæp tvö ár braust Pétur J. Thorsteinsson út úr viðjum þessa félags, sem áfram bar þó nafn hans, og tapaði þar mestöllum eignum sínum. Fékk hann þó nokkra fjárhæð lausa úr félaginu til þess að hefja atvinnurekstur að nýju. Útgerð hóf hann árið 1909 og flutninga ári síðar, rak fiskverkunarstöð á Kirkjusandi og lét m. a. smíða stærsta togara sem Íslendingar eignuðust fyrir heimsstyrjöldina fyrri, Ingólf Arnarson. Árið 1916 stofnar hann Lýsisvinnsluna hf. Bræðing á þormóðsstöðum við Skerjafjörð og er formaður og framkvæmdastjóri. Pétur endaði þó slyppur og snauður, sjötugur að aldri. En nú er vonandi að renna upp blómatíð í atvinnulífi Bílddælinga sem og annarra sveitarfélaga á sunnanverðum Vestfjör›um

Brjóstmynd var reist af Pétri Jens Thorsteinssyni og konu hans, Ásthildi Thorsteinsson á Bíldudal 11. ágúst árið 1951. Ásthildur var dóttir séra Guðmundar Einarssonar, prests að Breiðabólsstað á Skógarströnd, en Pétur var fæddur i Otradal í Arnarfirði 4. júní 1854. Pétur mun hafa alist upp hjá fósturforeldrum á Hallsteinsnesi í Austur Barðastrandasýslu. Til Bíldudals kom hann í fyrsta skipti sumarið 1879, er hann  með kaupsamningi þann 19. júlí 1879 festi kaup á Bíldudalsverslun af Jóhönnu Kr. Þorleifsdóttur, ekkju Hákons kaupmanns. Pétur tók við versluninni 6. maí 1880.  Bílddælingar kunnu að meta þennan athafnamann sem svo sannarlega kom Bíldudal á kortið í atvinnulífi landsmanna síðustu áratugi 19. aldar og fyrstu ár þeirrar 20. Síðar hafa reyndar komið blómaskeið atvinnuuppbyggingar á Bíldudal, en þau eiga það sammerkt að vera allt of stutt. Nú með Íslenska kalkþörungafélaginu, Arnarlaxi og fleirum fyrirtækjum er vonandi að renna upp blómaskeið í atvinnulífinu á Bíldudal. Pétur Thorsteinsson var aðeins 25 ára gamall þegar hann hófst handa á Bíldudal, fullur athafnaþrár, áræðinn og bjartsýnn.

Nánar má fljótlega lesa um lífshlaup Péturs hér á vefnum undir flokknum MENNING OG SAGA, undirflokkur SAGA BÍLDUDALS, en verið er að ganga frá efninu til birtingar. 

 

Gufupönk-hátíðin í Bíldalíu

Frétt af  bb.is | 26.06.2014 | 15:01Gufupönk-hátíðin í Bíldalíu hefst í dag

Ætli hátíðargestir sjái loftskip í Bíldalíu næstu daga? Mynd: Bildalia/Facebook.
Ætli hátíðargestir sjái loftskip í Bíldalíu næstu daga? Mynd: Bildalia/Facebook.

Fyrsta Gufupönkhátíð á Íslandi, Steampunk Iceland, verður haldin á Bíldudal um helgina. Þá breytist öll Vesturbyggð í ævintýralandið Bíldalíu, en á hátíðina verður stefnt saman fólki víðs vegar úr heiminum sem aðhyllist svokallaða Steampunk-stefnu eða gufupönk í listum, klæðnaði og háttum. Dreginn verður nýr fáni að húni og verður landamæravarsla við Brjánslæk, Flókalund og á flugvellinum á Bíldudal. Þar verður hægt að fá vegabréf inn í ævintýralandið, sem virkar líka á þann hátt að ferðalangar fá stimpil í passann þegar þeir heimsækja staði sem auglýstir eru í vegabréfinu. Fullstimpluðu vegabréfi er svo hægt að skila inn og fá verðlaun. 

Hátíðin hefst í dag með setningarathöfn, tónleikum og svokölluðu Goth-Skrímslaballi í Skrímslasetrinu í Strandgötu. Á morgun er á dagskránni meðal annars markaður, sirkus, leikhús og alls kyns uppákomur á markaðstorginu við Skrímslasetrið. Þá verður krýningarhátíð konungs og drottningar Bíldalíu kl. 17. Um kvöldið verður hlöðuball í félagsheimilinu Baldurshaga. 

Á sunnudag verður markaðnum haldið áfram með pompi og prakt en að auki verður íþróttamót á íþróttasvæðinu þar sem sýndar verða regnhlífa-burtreiðar og fleira skemmtilegt. Hátíðinni er síðan slúttað með tónleikum þar sem hátíðarlagið verður flutt ásamt öðrum klassískum Bíldudals-smellum. 

 

 

Útskipun hjá Kalkþörungaverksmiðju

bb.is | 04.06.2014 | 16:08

Fjárfestu fyrir hálfan milljarð

Flutningaskip útgerðarfyrirtækisins Navigia, Reggedijk frá Groningen í Hollandi, kom nýlega til Bíldudals til að sækja 4500 tonn af mjöli hjá Íslenska kalþörungafélaginu. Farminum var sípðan skipað á land í Castletown Bearhaven á suðurodda Írlands.
Flutningaskip útgerðarfyrirtækisins Navigia, Reggedijk frá Groningen í Hollandi, kom nýlega til Bíldudals til að sækja 4500 tonn af mjöli hjá Íslenska kalþörungafélaginu. Farminum var sípðan skipað á land í Castletown Bearhaven á suðurodda Írlands.
 

Íslenska kalþörungafélagið á Bíldudal fjárfesti fyrir um hálfan milljarð króna á síðasta ári, aðallega vegna stækkunar verksmiðjunnar um helming, en í nýrri byggingu hefur 3,6 megavatta þurrkari verið tekinn í notkun ásamt öðrum tilheyrandi búnaði vegna starfseminnar. Slökkt hefur verið tímabundið á þurrkaranum sem fyrir var í verksmiðjunni og verður svo þar til tekinn hefur verið í notkun nýr rafspennir sem þolir keyrslu á allri verksmiðjunni samtímis. Þrátt fyrir þetta hafa afköst verksmiðjunnar aukist verulega eftir að nýi þurrkarinn var tekinn í noktun. Unnið er á vöktum við framleiðslu allan sólarhringinn og á dögunum var stærsta einstaka farminum, 4500 tonnum af mjöli, skipað um borð í hollensk flutningaskip sem skipað var í land á Írlandi.

Íslenska kalkþörungafélagið er fjölmennasti vinnustaðurinn á Bíldudal og einn stærsti kaupandi raforku hjá Orkubúi Vestfjarða. Alls kaupir fyrirtækið árlega um 10% þeirrar raforku sem notuð er í landsfjórðungnum. Hjá fyrirtækinu eru ársverk um 20 auk þess sem allnokkur störf fylgja verktökum sem sinna reglulegri þjónustu við fyrirtækið.

Sem dæmi um áhrif af starfsemi fyrirtækisins og annarra fyrirtækja sem hafa komið sér fyrir á svæðinu á undanförnum árum má nefna að tekist hefur að stöðva fólksfækkun sem var viðvarandi um árabil á Bíldudal samfara stöðugri fækkun starfa í sjávarútvegi. Íbúar Bíldudals eru nú um 200 en voru rúmlega 100 fyrir fáeinum árum. Þá má nefna að vegna starfsemi Íslenska kalkþörungafélagsins réðst Vesturbyggð í umtalsverðar hafnarframkvæmdir árið 2007, ekki síst til að mæta þörfum Kalkþörungafélagsins og greiðir fyrirtækið nú árlega yfir 20 milljónir króna í leigu fyrir afnot af höfninni. Þær greiðslur gera sveitarfélaginu kleift að greiða upp kostnað við fjárfestinguna á fáum árum. Auk þessa tekur fyrirtækið þátt í ýmsum verkefnum með sveitarfélaginu og öðrum aðilum sem m.a. hafa að markmiði að styrkja enn frekar innviði sveitarfélagsins.

Íslenska kalkþörungafélagið á árlega viðskipti við fjölda innlendra aðila vegna kaupa fyrirtækisins á vöru og þjónustu. Fjöldi birgja er rúmlega 200 og námu viðskipti við þá um 430 milljónum króna á síðasta ári. Á sama tímabili greiddi fyrirtækið um 120 milljónir króna í laun og launatengd gjöld og um 40 milljónir í opinber gjöld til ríkisins og sveitarfélagsins Vesturbyggðar.

Um Íslenska kalkþörungafélagið

Fyrirtækið sækir og vinnur kalkþörungaset úr Arnarfirði sem er þurrkað í mjöl og aðrar afurðir í verksmiðju félagsins á Bíldudal. Rúmlega 99% framleiðslunnar eru seld á erlendum mörkuðum og notuð í framleiðslu á lífrænu dýrafóðri, fæðubótarefnum og gróðuráburði. Eigandi félagagsins er Celtic Sea Minerals Ltd. (CSM) í Cork á Írlandi. CSM hefur verið Kalkþörungafélaginu til ráðgjafar frá upphafi rannsókna á svæðinu árið 2001 og tók við rekstrinum 2007 þegar framleiðsla hófst. Áætlað magn kalkþörungasets á þeim svæðum í Arnarfirði sem könnuð hafa verið er um 21,5 milljónir rúmmetra. Með sérfræðingum Hafrannsóknastofnunar vinnur fyrirtækið að því að treysta sjálfbærni efnisvinnslunnar með tilraunum, þar sem lifandi kalþörungar eru fluttir á svæði þar sem efnisvinnsla hefur farið fram. Framleiðsla fyrirtækisins er lífrænt vottuð af vottunarstofunni Túni. Auk þess hefur fyrirtækið alþjóðlega fóðurvottun frá Femas.

 

 

Síðasta karlakaffið vorið 2014

Síðasta karlakaffið vorið 2014

Síðasta karlakaffi vorið 2014 fór fram í Víkinni laugardaginn 24. maí.  Fámennt var þarna en skemmtilegar upprifjanir frá gömlum tímum.  Veitingamaðurinn á Víkinni gerði vel við okkur í lok vertíðar. Það var borið í okkur niðurskornir ávextir og síðar var svo komið með bakka hlaðna af snittum með fjölbreyttu áeggi.

 

Undir lokin urðum við svo hin heilaga tala 7, þegar Hjörtur bættist í hópinn. Við þökkuðum veitingamanninum, starfsfólki hans og að sjálfsögðu hver öðrum fyrir skemmtilegar samverustundir á liðnum vetri og formaðurinn tilkynnti veitingamanninum að hann mætti eiga von á okkur aftur síðasta laugardag í september.  Og að endingu óskum við sem þarna vorum, öllum lesendum Arnfirðings gleðiríks og gæfuríks sumars, með von um að við sjáumst aftur á komandi hausti.

 

 

Arnarlax Sjókvíaeldi hafið

Frétt á bls 4 í Morgunblaðinu 22. maí 2014

250 þúsund laxar í sjó hjá Arnarlaxi
Sjókvíaeldi hafið við Otradal í Arnarfirði Fyrsta slátrun haustið 2015
Arnarlax hefur sett um 250 þúsund laxaseiði í þrjár sjókvíar í Arnarfirði. Þar með er hafið sjókvíaeldi hjá fyrirtækinu.»Við höfum verið að búa okkur ...

Gileyri Flutningaskipið Papey tekur við laxaseiðum til flutnings að sjókvíunum í Arnarfirði.
Arnarlax hefur sett um 250 þúsund laxaseiði í þrjár sjókvíar í Arnarfirði. Þar með er hafið sjókvíaeldi hjá fyrirtækinu.»Við höfum verið að búa okkur undir þetta. Það er frábært að vera kominn með sjóeldi í gang,« segir Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax.Skipið Papey flutti laxaseiðin í þremur ferðum beint úr seiðaseldisstöð fyrirtækisins á Gileyri í Tálknafirði yfir í sjókvíarnar sem eru við Otradal í Arnarfirði. Flutningarnir gengu vel, að sögn Víkings. Segir hann að hægt hafi verið að sigla skipinu alveg upp að seiðastöðinni og dæla beint um borð. Það leiði til þess að nánast engin afföll verði við flutningana.Seiðastöð byggð upp250 þúsund seiði eru í fyrstu kynslóð laxa í sjókvíunum í Arnarfirði. Í ágúst er áformað að setja út 300 þúsund seiði til viðbótar.Arnarlax hefur byggt upp góða klak- og seiðaeldisstöð á Gileyri í Tálknafirði. Þar var áður rekið bleikjueldi. Meðal annars hefur verið byggt yfir öll kerin. Víkingur segir að vel hafi tekist til við uppbygginguna. Stöðin sé orðin tæknivædd og seiðaeldið hafi skilað góðum árangri. Norskir ráðgjafar hafi gefið aðstöðunni og starfinu góða einkunn.Reiknað er með að byrjað verði að slátra laxi upp úr kvíunum á síðari hluta árs 2015.Sótt um lóð fyrir vinnsluArnarlax hefur leyfi fyrir 3.400 tonna eldi samtals á fjórum stöðum í Arnarfirði. Að félaginu standa fyrirtæki í Noregi og Danmörku, ásamt heimamönnum á Bíldudal.Markmið fyrirtækisins er að setja upp vinnslu á Bíldudal og fullvinna hráefnið úr eldinu í neytendapakkningar til útflutnings.Sótt hefur verið um lóð fyrir vinnslu á Bíldudal og er málið í vinnslu hjá Vesturbyggð. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri segir að samkvæmt deiliskipulagi sem búið er að afgreiða sé gert ráð fyrir að byggt verði á landfyllingu við Banahlein sem er utan við þorpið á Bíldudal. Þar geti einnig tengd fyrirtæki byggt sig upp. Fjármögnun landfyllingarinnar er í vinnslu og frekari skoðun hjá sveitarfélaginu.
 

Söngdagar í Skálholti 2014

Söngdagar í Skálholti  2014

Helgina 28. – 31. ágúst stendur Landssamband blandaðra kóra fyrir Söngdögum í Skálholti.  Stjórnendur verða Lynnel Joy Jenkins frá Bandaríkjunum og Jón Stefánsson, kantor í Langholtskirkju.

Æft verður í tveimur hópum og einnig sameiginlega. Báðir stjórnendur vinna með báðum hópum og verða sungin ættjarðarlög, heimstónlist, bandarísk kórtónlist, kirkjuleg og veraldleg lög.

Boðið er upp á tvo möguleika til þátttöku. frá fimmtudagskvöldi til sunnudags og frá föstudagskvöldi til sunnudags.  Dagskrá lýkur með messu og stuttum tónleikum eftir hádegi á sunnudag.

Hámarksfjöldi þátttakenda er um 130 manns. Kórfélagar í aðildarkórum LBK ganga fyrir við skráningu og greiða lægra verð en kórfélagar utan sambands.

LBK hvetur blandaða kóra til að ganga í sambandið og styrkja starfsemina. Upplýsingar og skráning á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Þátttökugjald fyrir LBK félaga: kr. 5.000.- (sama verð fyrir 2 og 3 daga). Aðrir greiða kr. 7.500.  Dvalar- og fæðiskostnaður verður greiddur í Skálholti.

Skráning er hjá LBK á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .  

Lokadagur skráningar er  15. Júní.

Við skráningu þarf að greiða staðfestingargjald kr. 2.000. Það verður ekki endurgreitt ef hætt verður við þátttöku. Greitt er inn á reikning LBK;

Nánari upplýsingar á heimasíðu LBK og hjá starfsmanni.

Velkomin á Söngdaga í  Skálholti 2014!

Stjórn Landssambands blandaðra kóra