Fréttir

Arnfirðingaf Aðalfundur 2015

Aðalfundur 2015

June Munktell við Smiðjuna

Frétt frá Vesturbyggð

Erindi frá Arnfirðingafélaginu í Reykjavík.

Í erindinu er sótt um leyfi til að fá að setja niður uppgerða June Munktell bátavél í bátshluta við Smiðjuna á Bíldudal.

Erindinu fylgja ljósmyndir af vél og bátshlut,            Hér eru líka myndir frá standsetningunni

 

 

 

 Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið.

 

 

Rok á Bíldudal 14.03.2015

Það var hráslagalegt að líta út um brúargluggann á Árna Friðrikssyni að morgni 14. mars 2015

 

Sumir voru áreiðanlega að virða fyrir sér sjórokið á vognum sem alla jafnan er svo fallega sléttur að fjöllin speglast í kyrru yfirborðinu. Stúlka virðir fyrir sér húsin í þorpinu íhugul á svip.- Kallinn er víst héðan. Ætli það sé einhverjir sætir strákar hér? Æ, jæja. Þeir fara varla út í svona veður. - Hinir gætu verið að velta fyrir sér hvað þetta væri í eiginlega hvass vindur.

 

Nú já, það er aldeilis. Bara 36 metra á sekúntu.

 

Ja, 36 metrar segið þið. Mér sýnist nú vera meiri vindur en það.  NÚ !!!

 

Já  tölvan hérna sýnir 38 metra og þegar mest var fór vindurinn í 44 metra sagði Gummi.

 

Er þetta ekki dálítið magnað. Þessir kallar virðast geta talað endalaust um veðrið en þeir taka ekkert undir áhyggjur okkar yfir því að búið er að slíta viðræðunum við ESB. Hvert er þetta þjóðfélag eiginlega að fara. Mér er bara spurn?

MYNDIR: GUÐMUNDUR BJARNASON 

TEXTI MEÐ SKÁLDALEYFI: GUÐBJÖRN JÓNSSON 

 

 

Fréttatilkynning frá Mjólkursamsölunni ehf

Fréttatilkynning frá Mjólkursamsölunni ehf.
5.mars 2015

Afkoman af rekstri MS batnar vegna starfsemi erlendis

   engar hækkanir hafa orðið á heildsöluverði mjólkurafurða í eitt og hálft ár

 •   gert ráð fyrir að MS hafi hagnaðarhlut af um 9 milljarða króna skyrmarkaði erlendis 2015

 •  bændum greitt fullt afurðastöðvaverð fyrir alla mjólk út árið 2016

Afkoman af rekstri Mjólkursamsölunnar var hagnaður fyrir skatta að fjárhæð 322 milljónir króna, sem er 1,3% af veltu félagsins og hefur batnað um 114 milljónir króna milli ára. Afkomubatann má rekja til aukinna umsvifa félagsins á erlendum markaði þar sem MS hefur hagnað af eigin viðskiptum með skyr og af leyfisgjöldum frá fyrirtækjum sem framleiða skyr með leyfissamningum.  Afkoman af rekstri fyrir afskriftir og fjármagnskostnað árið 2014 var  1.148 milljónir króna og batnaði um 370 milljónir króna milli ára.

Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, bendir á að þessi afkoma sé ekki hátt hlutfall af 24,5 milljarða króna veltu fyrirtækisins.  „Þetta endurspeglar  sérstaka stöðu Mjólkursamsölunnar.  Fyrirtækið verðleggur ekki eigin afurðir.  Það er ekki stefna fyrirtækisins að hámarka hagnað í starfseminni heldur lágmarka kostnað og skila ábata af árangri í rekstrinum til neytenda og til bænda í gegnum verðlag á hráefni og afurðum.  Á undanförnum áratug hefur hagræðing í mjólkuriðnaði verið um 3 milljarðar króna á ársgrunni.  Fyrir vikið hefur verið hægt að hækka hráefnisverð til bænda töluvert umfram neysluvísitölu án þess að það skilaði sér út í verðlagið nema að hluta. Afurðaverð á markaði hefur hækkað minna en nemur almennum verðlagshækkunum og engin hækkun hefur orðið á heildsöluverði mjólkurafurða í eitt og hálft ár.“

Á aðalfundi Mjólkursamsölunnar í dag greindi Egill Sigurðsson, kúabóndi á Berustöðum og stjórnarformaður fyrirtækisins, frá því að tekin hefði verið ákvörðun um að greiða bændum fullt afurðastöðvaverð fyrir alla mjólk út gildistíma búvörusamninga í árslok 2016.

Mjólkursamsalan gegnir lykilhlutverki í birgðastýringu mjólkurframleiðslu í landinu.  Aukin eftirspurn eftir fituríkari afurðum frá 2011 nemur framleiðslu 150 kúabúa.  Slíkum vexti er afar erfitt að mæta þegar haft er í huga að það tekur 3 ár að ala upp gripi til mjólkurframleiðslu.  Það er líka rétt að hafa hugfast að eftirspurn eftir próteinhluta mjólkurinnar er mun minni en eftir fituhlutanum.  Það hefur því þyngt rekstur Mjólkursamsölunnar að yfirborga hluta framleiðslunnar  til að skapa bændum hvata til að framleiða meira og tryggja nægjanlegt framboð.

Á undanförnum fimm árum hefur Mjólkursamsalan byggt upp skyrmarkað erlendis í samstarfi við erlenda framleiðendur og með eigin útflutningi. Gert er ráð fyrir að árið 2015 verði veltan á þessum skyrmarkaði, sem gefur Mjólkursamsölunni hagnaðarhlut, um 9 milljarðar króna.  Það samsvarar ríflega 40% af heildarveltu fyrirtækisins á Íslandi. 

Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði

FRÉTTATILKYNNING  5. mars 2015

FRÁ - Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði

Breytingar á stjórn Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði:

Bændur skipa öll sæti í stjórn  

Í dag var kjörin ný stjórn Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Fækkað var í stjórninni og hana skipa nú fjórir bændur af norður og suðurlandi. Þetta er í fyrsta sinn sem stjórn SAM er eingöngu skipuð bændum.  „Íslenskur mjólkuriðnaður er í eigu bænda. Þeir mörkuðu þá stefnu sem skilað hefur milljarða lækkun kostnaðar í mjólkurvinnslunni á liðnum árum og hefur lagt grunn að hækkun hráefnisverðs til bænda og raunlækkun á afurðaverði til neytenda á markaði“ segir Rögnvaldur Ólafsson, kúabóndi í Flugmýrarhvammi, nýkjörin formaður samtakanna. 

Rögnvaldur bendir á að stefnan um að lækka vinnslukostnað, bændum og neytendum í hag, hafi leitt til fækkunar fyrirtækja og meiri sérhæfingar í vinnslunni.  „Nú eru í samtökunum þrjú aðildarfyrirtæki sem samanlagt vigta inn um 99,9% þeirrar mjólkur sem framleidd er á Íslandi. Þau hafa með samstarfi sínu axlað ábyrgð á þeirri hröðu lækkun kostnaðar sem raun ber vitni um.  Þau vinna saman að því að tryggja nægilegt hráefnisframboð fyrir ört vaxandi markað og taka á sig umtalsverðan kostnað af því. Það er mikilvægt fyrir bændur að hafa forræði í þessum mikilvægu fyrirtækjum og eiga um það samstarf við launþegahreyfinguna og ríkisvaldið að tryggja hagsmuni bænda og neytenda í gegnum sameiginlega verðlagningu á mjólkurvörum. Í því starfi skipta samtök afurðastöðvanna miklu máli,“ segir Rögnvaldur Ólafsson.

Á síðasta ári framleiddu íslenskir kúabændur 133 milljónir lítra af mjólk og stefnt er að um 140 milljón lítra framleiðslu árið 2015. Neysluaukning síðustu ár hefur verið fordæmalaus. Hún byggir annars vegar á aukinni neyslu innanlands á fituríkari afurðum á borð við nýmjólk, ost, smjör og rjóma og hins vegar á gríðarlegum vexti í ferðaþjónustunni, sem lagt hefur grunn að aukinni sölu til veitingahúsa og hótela um allt land.

 

Kveðja til fólks á Sólarkaffi

KVEÐJA TIL FÓLKS Á SÓLARKAFFI 2015

KVEÐJAN ER FRÁ:  Miriam Petra Ómarsdóttir


Ég verð farin út til Egyptalands þegar sólarkaffið verður, eins mikið og ég myndi vilja halda upp á
það með ykkur öllum. Sendi mínar sólarkveðjur frá Kaíró

Samdi lítið Sólarkaffisljóð svona þar sem ég verð ekki viðstödd.

Á sólarkaffi koma saman 
kærleikar í vinasal,
þakka blíða og bjarta daga
bestu skinn frá Bíldudal.

Kræsingar og kökur margar,
kampakátur söngur hér.
Njótum sællar vinastundar
því snúinn aftur röðull er.

Við hugsum líka hlýtt til þeirra,
sem hingað komast ekki í dag,
en bera heitt í hjarta sínu
himneskt arnfirskt sólarlag.

Eftir kaffið kveðjast vinir,
með koss og knús í vinasal.
Stefna á að hittast síðan
í sumarsól á Bíldudal.

Miriam Petra Ómarsdóttir