Fréttir

Sólfagnaður og þorrablót Arnfirðingafélagsins

Sólarfagnaði og þorrablóti Arnfirðingarfélagsins var fagnað í Breiðfirðingabúð, föstudaginn, 16. febrúar sl. Fagnaðinn sóttu 107 félagar og var hann afar vel heppnaður undir öruggri veislustjórn Péturs Bjarnasonar.

Formaður Arnfirðingafélagsins, Þuríður Hjálmtýsdóttir bauð gesti velkomna og flutti ávarp þar sem hún fór yfir sögu félagsins og aðdraganda að stofnun þess.

Meira...

Sólfagnaður á Bíldudal

- og kjör íþróttamanns ársins 2000

Árlegur sólarfagnaður var haldin í Félagsheimilinu Baldurshaga á Bíldudal, sunnudaginn 18 febrúar sl. en þá hélt Kvenfélagið Framsókn upp á 90 ára afmæli sitt með því að bjóða öllum íbúum staðarins í sólarkaffi.

Meira...