Fréttir

Skiltin komin upp á Dynjanda

Upplýsingaskiltin á Dynjanda komin upp

Guðmundur, formaður, sendi til Arnfirðings orðsendingu sem hann fékk frá Umhverfisstofnun, þar sem tilkynnt var um að upplýsingaskiltin væru komin upp.  Nokkrar tafir höfðu orðið á framkvæmd vegna erfiðleika við að fá verktaka til verksins.  Við hugsum ekki um slíkt nú, heldur gleðjumst yfir því að hin langþráðu skilti séu nú loks komin upp. Við þökkum Umhverfisstofnun fyrir framkvæmdina og meðfylgjandi myndir .