Fréttir

Bíldudalskallar í sumarfrí 2015

 vetrardagskrá Bíldudalskalla komin í sumarfrí.

Enn er vetrardagskrá Bíldudalskalla komin í sumarfrí. Síðasti hittingur vetrarins var í gær, laugardaginn 30. maí 2015. Fjölmenni var ekki verulegt, en góður andi i hópnum sem mætti og menn náðu góð spjalli.

Í Víkinni höfum við notið góðs atlætis, gott kaffi, veitingar og þjónustan lipur og þægileg. Viljum við færa starfsfólki þar kærar þakki fyrir veturinn. Stúlkurnar sem afgreiða á staðnum eru tvær en einungis önnur vildi vera með á myndinni frá staðnum.

Um leið og ég set inn þær myndir sem ég tók í þetta skiptið óska ég öllum Bílddæingum góðs og ánægjulegs sumars.