Fréttir

Fært um Dynjandisheiði vorið 2015

Frétt af vef Bæjarins Besta                            bb.is | 08.05.2015 | 16:29

Fært um Dynjandisheiði

Snjómokstursmenn Vegagerðarinnar komust í gegnum síðustu skaflana á Dynjandisheiði í dag og vegurinn fær en þó einbreiður þar sem ekki er búið að fullmoka. Í gær opnaði Hrafnseyrarheiði. Vesturleiðin hefur ekki verið fær síðan 5. desember. Leiðin milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar styttist úr 609 km í 173 km þegar heiðarnar opna.

Á fréttavefnum Mbl.is, kemur fram að mikil hálka sé á Dynjandisheiði. #GJ.