Fréttir

Fjarðalax, Vilja frekari afslátt

Frétt af vef Bæjarins Besta                               bb.is | 08.05.2015 | 16:57

 

Vilja frekari afslátt

 

Kvíar Fjarðalax.

Eigendur Fjarðalax hafa farið þess á leit að bæjaryfirvöld í Vesturbyggð aðstoði fyrirtækið við að ná fram hagræðingu í rekstri sláturhúss á Patreksfirði. Fyrirtækið útilokar ekki að farið verði fram á frekari ívilnanir eins og afslátt á hafnargjöldum. Frá þessu er greint í DV í dag. Í vetur sagði Fjarðalax upp öllum starfsmönnum í sláturhúsi og vinnslu á Patreksfirði. Uppsagnirnar voru dregnar til baka eftir að fyrirtækið komst að samkomulagi við Vesturbyggð um að tryggja vinnslu í bænum. Samkomulagið hefur ekki verið undirritað enn. 

Í samtali við DV gagnrýnir Einar Örn Ólafsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Fjarðalax, skattlagningu á greinina, bæði af hálfu ríkis og sveitarstjórna. Hann segir skattlagningu ekki forsendu fyrir samkomulagi við Vesturbyggð. Fiskeldisfyrirtæki í Vesturbyggð fá nú þegar afslátt á aflagjöldum.