Fréttir

Kallakaffi 25. apríl 2015

FÁMENNT EN GÓÐMENNT

Á KALLAKAFFI 25. APRÍL 2015

Það var fámennt en góðmennt á kallakaffinu í gærmorgun. Kannski engin furða þar sem ég gleymdi að setja inn tilkynningu. Parkinsonveikin er farin að sverfa töluvert að og hægt en markvisst dregur hún úr færni hjá manni. Það er því orðin brýn þörf á að fá einhvern til að sinna Arnfirðing.is. Vinsamlegast bendið Gumma á einhver sem gæti tekið þetta að sér og haldið þessu svolitið lifandi.