Fréttir

Rok á Bíldudal 14.03.2015

Það var hráslagalegt að líta út um brúargluggann á Árna Friðrikssyni að morgni 14. mars 2015

 

Sumir voru áreiðanlega að virða fyrir sér sjórokið á vognum sem alla jafnan er svo fallega sléttur að fjöllin speglast í kyrru yfirborðinu. Stúlka virðir fyrir sér húsin í þorpinu íhugul á svip.- Kallinn er víst héðan. Ætli það sé einhverjir sætir strákar hér? Æ, jæja. Þeir fara varla út í svona veður. - Hinir gætu verið að velta fyrir sér hvað þetta væri í eiginlega hvass vindur.

 

Nú já, það er aldeilis. Bara 36 metra á sekúntu.

 

Ja, 36 metrar segið þið. Mér sýnist nú vera meiri vindur en það.  NÚ !!!

 

Já  tölvan hérna sýnir 38 metra og þegar mest var fór vindurinn í 44 metra sagði Gummi.

 

Er þetta ekki dálítið magnað. Þessir kallar virðast geta talað endalaust um veðrið en þeir taka ekkert undir áhyggjur okkar yfir því að búið er að slíta viðræðunum við ESB. Hvert er þetta þjóðfélag eiginlega að fara. Mér er bara spurn?

MYNDIR: GUÐMUNDUR BJARNASON 

TEXTI MEÐ SKÁLDALEYFI: GUÐBJÖRN JÓNSSON