Fréttir

Kveðja til fólks á Sólarkaffi

KVEÐJA TIL FÓLKS Á SÓLARKAFFI 2015

KVEÐJAN ER FRÁ:  Miriam Petra Ómarsdóttir


Ég verð farin út til Egyptalands þegar sólarkaffið verður, eins mikið og ég myndi vilja halda upp á
það með ykkur öllum. Sendi mínar sólarkveðjur frá Kaíró

Samdi lítið Sólarkaffisljóð svona þar sem ég verð ekki viðstödd.

Á sólarkaffi koma saman 
kærleikar í vinasal,
þakka blíða og bjarta daga
bestu skinn frá Bíldudal.

Kræsingar og kökur margar,
kampakátur söngur hér.
Njótum sællar vinastundar
því snúinn aftur röðull er.

Við hugsum líka hlýtt til þeirra,
sem hingað komast ekki í dag,
en bera heitt í hjarta sínu
himneskt arnfirskt sólarlag.

Eftir kaffið kveðjast vinir,
með koss og knús í vinasal.
Stefna á að hittast síðan
í sumarsól á Bíldudal.

Miriam Petra Ómarsdóttir