Fréttir

Saúelshús í Selárdal

UPPBYGGING VIÐ LISTASAFN SAMÚELS Í SELÁRDAL

Framkvæmdir eru hafnar við endurbyggingu húss Samúels, listmanns að Brautarholti.

Hús Samúels verður nú endurbyggt í því sem næst upprunalegri mynd. Í húsinu á að vera íbúð fyrir lista- og fræðimenn sem hafa hug á að vinna að listsköpun við ysta haf.

Gamla húsið var tekið niður árið 2009 og á liðnum árum hefur verið unnið að undirbúningi endurbyggingar hússins, unnar teikningar og aflað fjárstuðnings til verksins. Og eru nú framkvæmdir komnar á skrið eins og myndirnar bera merki um. Ætlunin er að gera húsið fokhelt í sumar.

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða og Menningarráð Vestfjarða lögðu verkefninu nýverið lið og er ætlunin að gera húsið fokhelt í þessum áfanga.

Gerhard König sér um steypuviðgerðir og steinhleðslu. Heiðar Jóhannsson er byggingastjóri og Björgvin Sigurjónsson verktaki hjá TV  verki á Tálknafirði.

Myndirnar sem fylgja þessari frétt tók Hilmar Einarsson.