Fréttir

Er Taglið í hættu ??

HVAR Á AÐ TAKA LANDFYLLINGU ??

Þessari spurningu varpar Magnús Óskarsson fram í meðfylgjandi texta og mynd.

 

Mér var hugsað til fyrirhugaðar landfyllingar og með svolítinn hnút í maga þegar ég tók þessa mynd, ef það verður virkilega raunin að allt efni verði tekið úr taglinu. Það breytist mikið ásýnd dalsins þegar búið verður að rífa upp stóran hluta fjallsins? Vill einhver kaupa sér lóð á fyrirhuguðu sumarhúsasvæði þegar Taglið verður eitt svöðusár eða nánast horfið? Er ekki möguleiki að láta endurskoða þetta eitthvað áður en það verður of seint. Mætti kannski taka efnið ofar úr fjallinu þannig að „fronturinn“ sem snýr inn í dalinn fái að halda sér? En sjálfsagt horfa menn til klettabeltisins og sprengja það allt upp.

Takk fyrir þessa fallegu mynd og þessar mikilvægu hugleiðingar Magnús.  Ef ég man rétt, var ekki ætlunin að taka alla landfyllinguna úr Taglinu, heldur átti að sækja þangað sórgrýti í varnargarð framan við landfyllinguna. Grjót í þennan varnargarð á einnig að taka úti í Auðahrisdal. Landfyllinguna sjálfa var ekki búið að gefa ákveðna línu um hvaðan yrði tekin.

En, ég er búinn að leggja drög að því að fá viðtal við Vegmálastjóra þegar hann kemur úr sumarfríi, sem verður upp úr 20. þessa mánaðar.  Fyrirhugað var að ræða við hann um vegasamgöngur til sunnanverðra Vestfjarða.  Ég mun athuga hvort hann veit eitthvað um þessi áform varðandi efnistöku úr Taglinu og fleiri þáttum í sambandi við væntanlega landfyllingu við Banann. #kveðja G.J.