Fréttir

Síðasta karlakaffið vorið 2014

Síðasta karlakaffið vorið 2014

Síðasta karlakaffi vorið 2014 fór fram í Víkinni laugardaginn 24. maí.  Fámennt var þarna en skemmtilegar upprifjanir frá gömlum tímum.  Veitingamaðurinn á Víkinni gerði vel við okkur í lok vertíðar. Það var borið í okkur niðurskornir ávextir og síðar var svo komið með bakka hlaðna af snittum með fjölbreyttu áeggi.

 

Undir lokin urðum við svo hin heilaga tala 7, þegar Hjörtur bættist í hópinn. Við þökkuðum veitingamanninum, starfsfólki hans og að sjálfsögðu hver öðrum fyrir skemmtilegar samverustundir á liðnum vetri og formaðurinn tilkynnti veitingamanninum að hann mætti eiga von á okkur aftur síðasta laugardag í september.  Og að endingu óskum við sem þarna vorum, öllum lesendum Arnfirðings gleðiríks og gæfuríks sumars, með von um að við sjáumst aftur á komandi hausti.