Fréttir

Arnarlax Sjókvíaeldi hafið

Frétt á bls 4 í Morgunblaðinu 22. maí 2014

250 þúsund laxar í sjó hjá Arnarlaxi
Sjókvíaeldi hafið við Otradal í Arnarfirði Fyrsta slátrun haustið 2015
Arnarlax hefur sett um 250 þúsund laxaseiði í þrjár sjókvíar í Arnarfirði. Þar með er hafið sjókvíaeldi hjá fyrirtækinu.»Við höfum verið að búa okkur ...

Gileyri Flutningaskipið Papey tekur við laxaseiðum til flutnings að sjókvíunum í Arnarfirði.
Arnarlax hefur sett um 250 þúsund laxaseiði í þrjár sjókvíar í Arnarfirði. Þar með er hafið sjókvíaeldi hjá fyrirtækinu.»Við höfum verið að búa okkur undir þetta. Það er frábært að vera kominn með sjóeldi í gang,« segir Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax.Skipið Papey flutti laxaseiðin í þremur ferðum beint úr seiðaseldisstöð fyrirtækisins á Gileyri í Tálknafirði yfir í sjókvíarnar sem eru við Otradal í Arnarfirði. Flutningarnir gengu vel, að sögn Víkings. Segir hann að hægt hafi verið að sigla skipinu alveg upp að seiðastöðinni og dæla beint um borð. Það leiði til þess að nánast engin afföll verði við flutningana.Seiðastöð byggð upp250 þúsund seiði eru í fyrstu kynslóð laxa í sjókvíunum í Arnarfirði. Í ágúst er áformað að setja út 300 þúsund seiði til viðbótar.Arnarlax hefur byggt upp góða klak- og seiðaeldisstöð á Gileyri í Tálknafirði. Þar var áður rekið bleikjueldi. Meðal annars hefur verið byggt yfir öll kerin. Víkingur segir að vel hafi tekist til við uppbygginguna. Stöðin sé orðin tæknivædd og seiðaeldið hafi skilað góðum árangri. Norskir ráðgjafar hafi gefið aðstöðunni og starfinu góða einkunn.Reiknað er með að byrjað verði að slátra laxi upp úr kvíunum á síðari hluta árs 2015.Sótt um lóð fyrir vinnsluArnarlax hefur leyfi fyrir 3.400 tonna eldi samtals á fjórum stöðum í Arnarfirði. Að félaginu standa fyrirtæki í Noregi og Danmörku, ásamt heimamönnum á Bíldudal.Markmið fyrirtækisins er að setja upp vinnslu á Bíldudal og fullvinna hráefnið úr eldinu í neytendapakkningar til útflutnings.Sótt hefur verið um lóð fyrir vinnslu á Bíldudal og er málið í vinnslu hjá Vesturbyggð. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri segir að samkvæmt deiliskipulagi sem búið er að afgreiða sé gert ráð fyrir að byggt verði á landfyllingu við Banahlein sem er utan við þorpið á Bíldudal. Þar geti einnig tengd fyrirtæki byggt sig upp. Fjármögnun landfyllingarinnar er í vinnslu og frekari skoðun hjá sveitarfélaginu.