Fréttir

Bíldudalur - samtal um framtíðina

Bíldudalur - samtal um framtíðina

Fréttapóstur:  Sigríður K. Þorgrímsdóttir, sérfræðingur  Þróunarsviði Byggðastofnunar

Mynd Bryndís Björnsdóttir

 

Kæri viðtakandi.

Hér eru helstu tíðindi frá verkefnisstjórninni í verkefninu „Bíldudalur – samtal um framtíðina“:

Haldinn var símafundur fyrr í vikunni þar sem farið var yfir stöðu verkefnisins og framhald.

Þar kom m.a. fram að margt sé um að vera á Bíldudal þessa dagana og góð stemming meðal íbúa. Þau verkefni sem rætt var um á íbúaþinginu í fyrrahaust eru yfirleitt í góðum farvegi.

Hluti af viðfangsefnunum eru stærri mál, sem ekki eru í höndum íbúa, en snúa að ríkisvaldinu.  Í þeim málum eru Vesturbyggð, Fjórðungssamband Vestfirðinga og AtVest að beita sér.  Stærstu málin sem unnið er að gagnvart ríkinu, lúta að samgöngum og frekari uppbyggingu fiskeldis.    

Símafundur verkefnisstjórnarinnar var sá síðasti fyrir kosningar. Stefnt verður að fundi með nýrri verkefnisstjórn í byrjun hausts, auk þess sem fundað verður með nýrri sveitarstjórn.

Verkefninu er hvergi nærri lokið (verkefnisstjórn starfar til næsta vors) og áfram verða sendar fréttir á póstlistann. Jafnframt er velkomið að senda upplýsingar, fréttir og annað sem á erindi inn á póstlistann til mín og ég kem því áfram.

Alltaf er gaman að fá fréttir af þeim verkefnum, stórum og smáum sem eru í gangi og tengjast þessari vinnu. Nýlega gerðist íbúi á Breiðdalsvík sem tók verkefni frá íbúaþingi Breiðdælinga upp á sína arma, sendi mér póst og sagði frá góðum árangri verkefnisins.  Það væri ekki síður gaman að heyra frá ykkur ef eitthvað er að frétta.

Bestu kveðjur,

Sigríður