Fréttir

Fjalla-Eyvindur í Baldurshaga

Fjalla-Eyvindur í Baldurshaga

Kómedíudíuleikhúsið sýnir gamanleikinn vinsæla Fjalla-Eyvindur í Baldurshaga á Bíldudal fimmtudagskveldið 8. maí kl.20. Miðaverð er aðeins 2.000.- kr og það er posi á staðnum. Höfundur og leikari er Bílddælingurinn Elfar Logi Hannesson, já þessi ofvirki þeirra Hannesar og Helgu í Birkihlíð.

Fjalla-Eyvindur er án efa frægasti útilegumaður allra tíma hér á landi. Enda var kappinn sá í útlegð í eina fjóra áratugi. Hann var í raun einfaldur sveitapiltur en þótti samt strax í föðurgarði öðruvísi en jafnaaldrar sínir. Hann var mikill hæfileikamaður smiður góður, fimur mjög og meira að segja læs. Einnig þótti hann eigi ómyndarlegur. Samt varð hann að halda á fjöll eftir að hafa verið grunaður um þjófnað. Já, aðeins grunaður aldrei var neitt sannað. Svo kynnist hann henni Höllu sinni. Hér er þessi þekkta saga túlkuð á nýjan, óvæntan og líklega soldið kómískan máta.