Arnarfjörður

Styrkir félagsins

- Styrkir sem veittir hafa verið til ýmissa mála

Í gegnum tíðina hefur Arnfirðingafélagið styrkt ýmis mál og málefni.

Allt er þetta skráð í fundargerðabók félagsins en þess ber að geta að í fundargerðabók sem nú er í notkun vantar skráningu frá 1971-1988.

Undirrituð veit því ekki hvort einhverjir styrkir voru veittir á þessu tímabili. Því bið ég þá sem hafa verið í stjórn á þessu tímabili þ.e. frá 1972-1988 að hafa samband við einhvern í núverandi stjórn, ef fundargerðabók liggur einhversstaðar, því það er mjög mikilvægt að halda þessum fundargerðum saman upp á sögu félagsins síðar meir.

1967 - Gaf félagið nýja barnaskólanum á Bíldudal trésmíðavél til handavinnukennslu drengja. Einnig var gefin stækkuð mynd af fyrrverandi skólastjóra Jens Hermannsyni.
1991 - Safnaðarheimili í Gamla skóla á Bíldudal gefið kaffistell fyrir 120 manns ásamt fylgihlutum.
1992 - Veitti félagið Bíldudalskirkju áletraðan silfurskjöld til minningar um séra Jón Kr. Ísfeld.
1993 - Var Leikfélaginu á Bíldudal veittur styrkur að upphæð kr. 30.000 þúsund.
1995 - Veitti félagið Magnúsi Óskarssyni kr. 30.000 þúsund vegna útgáfu bókar.
1995 - Var Félagsheimilinu á Bíldudal gefið andvirði 20 stóla.
1995 - Gaf félagið söfnuninni Samhugur í verki vegna uppbyggingar á Flateyri kr. 50.000 þúsund.
1996 - Var Þjónustumiðstöð aldraðra í Vesturbyggð veittur styrkur að upphæð kr. 150.000 þúsund til kaupa á tækjum á fótsnyrtistofu.
2002 - Var Þjónustuseli aldraðra á Bíldudal veittur styrkur kr. 20.000 þúsund vegna kaupa á göngubretti.
Hér hafa verið taldir upp þeir styrkir sem Arnfirðingafélagið hefur veitt og gefið samkvæmt skráningum í fundargerðarbók.

Ítrekað er að ef einhver veit um aðra fundargerðabók yfir áðurnefnt tímabil að vera í sambandi.

Kær kveðja
Fríða Björk Gunnarsdóttir
Ritari stjórnar 2001-2003