Arnarfjörður

Lög félagsins

- Þannig samþykkt á aðalfundi Arnfirðingafélagsins, hinn 5. febrúar 1988

1. gr.
Félagið heitir Arnfirðingafélagið. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.

2. gr.
Tilgangur félagsins er:

a) að efla og viðhalda sambandi við heimahéraðið og tengsl Arnfirðinga sín á milli svo sem með sólarfagnaði ár hvert.

b) að varðveita sögulegar menjar héraðsins og forða frá gleymsku merkum atburðum og sögulegum viðburðum.

c) að beita áhrifum sínum til velfarnaðar og menningar í héraðinu í samvinnu og samráði við heimamenn og félagasamtök þeirra.

3. gr.
Félagsmaður getur hver sá orðið sem fæddur er í Arnarfirði eða hefur dvalið þar í a.m.k. fimm ár, svo og maki hans og niðjar.

4. gr.
Stjórn félagsins skal kosin á aðafundi ár hvert og skipa hana fimm menn, formaður og fjórir meðstjórnendur sem að öðru leiti skipta með sér verkum. Ennfremur skal kosinn einn endurskoðandi. Kosningu til stjórnar skal að jafnaði haga þannig að þrír nýjir séu kosnir í stjórnina ár hvert.

5. gr.
Aðalfund skal halda í febrúar ár hvert. Skal þar leggja fram skýrslu stjórnar og reikninga félagsins.

6. gr.
Stjórn félagsins skal boða til almennra funda eftir þörfum. Einnig er stjórninni skylt að boða til funda um einstök málefni ef tuttugu félagsmenn krefjast þess eða fleiri.

7. gr.
Formaður stjórnar boðar stjórnina til fundar. Stjórnin skal halda gerðarbók um fundi sína og aðra fundi innan félagsins.

8. gr.
Stjórninni er heimilt að krefja félagsmenn um árgjald. Skal það ákveðið á aðalfundi ár hvert. Árgjaldið er kræft þegar stjórnin ákveður.

9. gr.
Heimilt er að kjósa heiðursfélaga á aðalfundi, en eigi skulu þeir vera fleiri en þrír á hverjum tíma.

10. gr.
Starfi félagið ekki samfleytt í fimm ár skal það leyst upp. Síðasta stjórn skal þá boða til fundar um ráðstöfun eigna félagsins.

Þannig samþykkt á aðalfundi Arnfirðingafélagsins, hinn 5. febrúar 1988.